Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Full Metal Jacket
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Full Metal Jacket (spoiler inn á milli!!!)

Árið 1987 kom út mynd sem bar nafnið Full Metal Jacket. Full Metal Jacket var enn önnur ádeilumynd frá snillingnum Stanley Kubrick. Nú var ádeilan um fortíðina og núið. Full Metal Jacket var og er ádeila á Víetnamsstríðið og öll stríð ef maður lítur þannig á það. Full Metal Jacket er mjög sérstök mynd. Hún boðaði nýtt upphaf fyrir stríðsmyndir. Upphaf ádeilunnar.

Full Metal Jacket gerir áhorfendur hennar enn hneykslaða þann dag í dag. Þegar Full Metal Jacket kom fyrst út vissi fólk ekki hvað það átti að halda um hana (eins og er raunin er með margar Stanley Kubrick myndir). Myndin varð strax mjög umdeild og er það enn í dag. Full Metal Jacket sýnir stríð í sinni verstu mynd. Allt volæðið sem ríkti í kringum það og örvæntingi sem fylgdi því að vera í návígishernaði. Hún sýndi líka hve grimmar þjálfunarbúðir hersins voru. Hermenn voru gersamlega brotnir niður með sífelldum móðgunum og mjög erfiðum æfingum sem tóku á andlega og líkamlega.

Það sem sker Full Metal Jacket frá mörgum öðrum myndum er það að myndin er tvískipt. Annarsvegar er sagt frá æfingarbúðunum og hvernig hermennirnir takast á við þær og hins vegar er sagt frá sjálfu stríðinu. Þegar hermennirnir eru komnir í fremstu víglínu.

Full Metal Jacket er tólfta mynd Stanley Kubrick og er hún um leið hans kuldalegasta og mannlegasta kvikmynd. Mynd Stanley Kubrick er sérstaklega mikið umdeilt fyrir það hispurslausa ofbeldi sem áhorfandi þarf að horfa á. Áhorfandi er látinn horfa á meðan venjulegum mönnum er breytt í blóðþyrstar drápsvélar. “Our rifle is the only tool;it’s the hard heart that kills”. Þessi setning sýnir bara hve vélrænt hermennirnir áttu að hugsa. Byssan, drápstólið sjálft var þeirra eini vinur. Hann var vinurinn sem bjargaði þeim frá óvinunum og upprætti alla ilsku (frá Bandarríkjamönnum séð voru Víetnamarnir holdi klædd illska).

Sumu áhorfendum og gagnrýnum finnst þessi mynd ekki hafa neina merkingu, þeim finnst hún vera merkingarlaust blóðbað. Þessi mynd hefur merkingu og merkingin er stór. Eins og í A Clockwork Orange þá sýnir Stanley Kubrcik okkur hvað ofbeldi og stríð eru hræðileg með því að gefa okkur þau beint í æð. Sum atriðinn í þessari mynd eru rosalega átakanleg og líður sumi fólki mjög illa eftir að hafa séð hana.

Full Metal Jacket er gerð eftir bók sem ber nafnið The Short Timers og er hún eftir hinn heitna Gustav Hasford. Gustav Hasford var hermaður sem barðist með bandarríska hernum í Víetnam, hann skrifaði bókin því út frá því sem hann varð vitni af. Sögupersónurnar eru reyndar skáldaðar en sum atriðinn gerðust í alvörunni. Eins og þegar Joker er að ferðast með hermanninum í þyrlunni. Þessi hermaður drepur saklausa Víetnama eins og ekkert sé sjálfsagðara. Gustav Hasford varð vitni að þessum atburðum.

Stanley Kubrick sagði að bókin hefði fundið hann. Þegar hann las hana fyrst var hann sorgmæddur og heillaður. Hann ákvað að koma þessari bók til skilar til heimsbyggðarinnar og hvaða leið er betri til þess en að búa til ádeilukvikmynd um efnið.

Full Metal Jacket er í raun samblanda af öllum hans myndum. Það er smá keimur úr öllum myndum hans í Full Metal Jacket. Það er hægt að finna tilvísanir í allar myndir hans í Full Metal Jacket, allt frá Barry Lyndon til Eyes Wide Shut. Þessar tilvísanir eru ekki alltaf sýnilegar, þær tengjast oft persónum myndarinnar og hugsunargangi hennar. Vélræna hugsunnin=A 2001 Space Odyssey (þeir sem vilja kynna sér Full Metal Jacket mjg vel geta skoðað bókina “Stanley Kubrick, director, a visual analysis” en þar er farið mjög vel í allar myndir leikstjórans).

Af hverju breytti Stanley Kubrcik titilinum frá bókinni í Full Metal Jacket? Af hverju lét hann ekki myndina heita The Short Timers?. Þessari spurningu veltu margir fyrir sér, þar á meðal ég, Stanley Kubrcik var hræddur um að fólk myndi misskilja titilinn. Fólk sem vinnur hálfan dag í verksmiðjum eru stundum kallað The Short Timers, hann ákvað því að breyta nafninu í Full Metal Jacket eitthvað nafn sem fólk tengir strax við stríð.

Þótt ótrúleg sé þá var Full Metal Jacket tekinn að mestu leyti upp rétt fyrir utan húsið hans Stanley Kubricks í Englandi. Með hjálp vinar síns sem var mikilsmetinn hönnuður þá bjó Kubrick til borgina Da Nang og eyðileggingarsvæðið Hue með því að breyta einum ferkílómeter af svæði sem gasverksmiðja átti í rústir einar (þær voru eiginlega rústir fyrir). Það átti hvort sem er að fara eyðileggja allt þetta svæði. Ólíkt mörgum stríðsmyndum sem fjalla um Víetnámsstríðið þá fer hernaðurinn í Full Metal Jacket ekki fram á skóglendi heldur fer hann mest fram á eyðilegum strætum yfirgefna borga. Út af þessum ástæðum var allt að ofangreindu mögulegt. Þjálfunarbúðirnar voru líka reistar rétt fyrir utan landareign Kubricks.



Í Full Metal Jacket er öll nýjasta tæknin notuð. Sum atriðin eru ótrúlega raunveruleg og má þar nefna klósettatriðið í þjálfunarbúðunum. Myndin var líka mjög kostnaðarsöm út af mikilli sviðsmyndargerð.

Full Metal Jacket fjallar eins og var sagt hér að ofan um Víetnamsstríðið. Hún fylgir nokkrum venjulegum mönnum þar sem þeir halda af stað í þjálfunarbúðir. Aðalsögupersóna myndarinnar er Joker. Áhorfandi fylgist hægt og sígandi með þeirri breytingu sem verðu á nýliðunum fyrir og eftir þjálfunarbúðirnar.

Í þjálfurbúðunum tekur helvíti við nýliðunum í mynd eins manns, Gunnery Sergeant Hartman. Gunnery Sergeant Hartman er miskunnarlaus við nýliðanna. Hann brýtur þá niður með erfiðum þreksæfingum og sífelldri persónulegri niðurlægingu.

Flestir hermennirnir komast í gegnum þjálfunni og eru þeir síðan sendir rakleiðis til Víetnams þar sem þeir kynnast raunverulegu helvíti. Þeir eru þvingaðir til að berjast við erfiðar aðstæður á móti huguðum Víetnömum sem eru tilbúnir til að deyja fyrir föðurlandið. Hægt og sígandi byrjar geðheilsan að renna burt frá mönnunum og þeir verða það sem þeir eru búnir að vera þjálfaðir til að vera, drápsvélar.



R.Lee Emery er frábær í hlutverki Gunnery Sergant Hartman og í fyrsta klukkutíma myndarinnar er hann algjörlega að brillera. Maður er hræddur við hann þegar maður horfir á myndina. Hann er svo óútreiknanlegur og harður. Ímyndiði ykkur hvernig það er að hafa svona mann sem yfirmann sinn.

Stanley Kubrick eins og oft er raunin var gagnrýndur fyrir mynd sína. Sumum fannst hún bara vera áróður á móti Bandarríkjunum. Þeir sendu ofursaklausa bandarríska pilta til að slátra saklausum Víetnömum. Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið blint á merkingu kvikmynda. Stanley var ekkert að láta einhverja gagnrýni á sig fá, hann hafði heyrt þetta allt áður, hann var ánægður með Full Metal Jacket og voru áhrifin sem hún hafði á fólk einmitt sú sem hann hafði verið að fiska eftir.

Myndartaka myndarinnar er með því besta sem maður hefur séð í stríðsmyndum. Myndavélin fangar allt sem er í gangi, örvætinguna og grimmdina. Talandi um örvæntingu og grimmd það er eitt atriði myndarinnar sem sker sig algjörlega úr öllum sem maður hefur séð og er þetta eitt af betri atriðum sem ég hef séð. Þetta er atriðið með leyniskyttuna. Hersveitin sem Joker er í er staðsett í yfirgefni borg sem er eiginlega bara ein stór rúst. Þegar þeir koma inn í borgina virðist allt með kyrrum kjörum en þá er byrjað að skjóta á þá, það er leyniskytta. Það endar með því að leyniskyttan fellir nokkra hermenn en þeir sem eftir eru komast inn í húsið þar sem leyniskyttan er staðsett. Þeir ná leyniskyttunni og skjóta hana án þess að drepa hana. Áhorfandinn bjóst við blóðþyrstum Víetnama í fullum herklæðnaði en leyniskyttan er bara ung stelpa (15 ára) hinir sem eru eftirlifandi í hersveitinni geta varla fengið sig til að drepa stelpuna og er þetta eitt það átakanlegasta atriði sem ég hef séð. Áhorfandinn horfir á Joker safna hægt og sígandi í sig kjarki til að binda enda á þjáningar stelpunar og síðan Bang. Úfff.

Tónlistin í myndinni er mjög góð en stenst hún ekki samanburð við myndir eins og A Clockwork Orange og 2001:A Space Odyssey.

Matthew Modine fer með hlutverk Private Jokers og er hann fyllilega vaxinn þessu hlutverki. Hann skilar mjög góðum leik, sem kvikmyndaráhugamaður getur ekki verið ósáttur við. Full Metal Jacket skaut Matthew Modine upp á stjörnuhimininn en hann hafði áður leikið í stórmyndinni Birdy (í leikstjórn Alan Parkers (Missipi Burning, The Wall).

Stanley Kubrick skýtur og skorar í þessari mynd. Enn eitt meistaraverkið í þeirri slóð meistaraverka sem hann skilur eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jaws 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er með verri myndum sem ég hef séð. Hún nær engan veginn að fylgja fyrstu myndinni eftir. Jaws var mjög góð en Jaws 2 var algjör hörmung. Illa leikstýrð, óspennandi og illa leikin. Ótrúlegt að Rob Sneider hafi fengið sjálfan sig til að leika í þessari mynd.

Ég nenni ekki að sóa fleiri orðum í þessa lélegu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Needful Things
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Needful things fjallar um ógnvænlega atburði sem gerast í smábænum Castle Rock, Maine.

Allt er með kyrrum kjörum í smábænum Castle Rock, lífið gengur sinn vanagang þangað til skringilegur búðareigandi sem ber nafnið Leland Gaunt (Max Von Sydow) ákveður að opna búð í bænum. Íbúarnir Castle Rock eru allir mjög áhugasamir um þessa búð, það er ekki á hverjum degi sem aðkomumaður kemur til Maine og dregur það ekki úr forvitnin að það er límt fyrir alla glugga búðarinnar svo að enginn getur komist að því hvað er þar að fara fram. Allir eru rosalega spenntir fyrir þessari búð fyrir utan lögreglurstjóra bæjarins Alan Pangborn (Ed Harris). Hann finnur á sér að ekki er allt með felldu. Búðinn opnar og orðrómur gengur um Castle Rock að þar geti maður fengið allt sem hjartað girnist, kynlífsþrár, ríkidæmi, vald-allt er þetta til sölu í Needful Things.

Allir heimsækja búðina og koma tilbaka frá henni með bros á vör. Nokkrum dögum síðar byrja mikill ofbeldisverk að eiga sér stað í Castle Rock, illviljaðar nágrannadeilur, blóðugar hjónadeilur og margt fleira. Alan Pangborn grunar að Leland Gaunt eigi einhvern þátt í þessari vaxandi ofbeldistíðni íbúa Castle Rock og ætlar hann ekki að sitja auðum höndum á vitneskju sinni sem aðrir bæjarbúar virðast vera blindir fyrir.

Needful Things er gerð eftir samnefndri sögu hins víðfræga hryllingsbókarhöfunds, Stephen King. Bókin eru rúmlega 750 blaðsíður og var það því vandasamt verk að koma bókinni yfir í kvikmyndarformið.

Leikstjórinn sem tókst á við þetta erfiða verk heitir Fraiser Clarke Heston og á hann að baki myndirnar Mother Lode, Treasure Island. Þess má til gamans geta að Fraiser er sonur hins víðkunna leikara Charlton Heston.

Myndin var gefinn út 1993 og var ekki sýnd í kvikmyndarhúsum þrátt fyrir að stórstjörnur eins og Ed Harris og Max Von Sydow léku í henni. Þrátt fyrir litla markaðsetningu varð myndin brátt nokkuð þekkt út af því orðspori sem barst með henni. Þetta átti að vera besta útfærsla á Stephen King bók síðan The Shining var gerð 1980. Stephen King aðdáendur voru ánægðir með myndina en þeir sem voru ekki búnir að lesa bókina áður en þeir horfðu á myndina voru ekki eins ánægðir.

Ef það eru þrjú orð sem lýsa þessari mynd fulkomnlega frá mínu sjónarmiði þá eru það orðin allt í lagi. Ég sem er mikill aðdáandi Stephen Kings varð fyrir vonbrigðum með myndina. Myndin var ekkert sérstaklega trú bókina sem var frábær. Myndin náði ekki að fanga það glundroðaástand sem ríkti í bænum í seinni part bókarinnar og náði hún ekki þeirri miklu persónusköpun sem Stephen King setti í persónurnar í bókinni. Mér fannst Ed Harris ekki sannfærandi í hlutverki Alan Pangborns, hann var langt frá því að vera upp á sitt besta,.. Mér fannst eitt annað pirrandi við myndina og er það leikkonan Amanda Plummer sem fer óstjórnlega í taugarnar á mér.


Max Von Sydow hélt myndinni algjörlega upp, hann túlkaði Leland Gaunt fulkomnlega, hann var illskan uppmáluð


Myndin yfirhöfuð var eins og ég sagði áðan allt í lagi, mér leiddist ekkert yfir henni og voru nokkur mjög góð atriði í myndinni. Hún náði sér samt aldrei alveg á flug. Þessi mynd er ein af fjölmörgum miðjumoðs myndum sem hafa verið gerðar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crash
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Crash

Paul Haggis, þekktur handritshöfundur og skapari margra sjónvarpsþáttaraða er hér á ferð með sína fyrstu kvikmynd þar sem hann situr í leikstjórastólnum(ef við teljum ekki með Ghost of Chances, sem fékk nánast enga umfjöllun og var stuttmynd, tæpar 6 mínútur)

Það er oft sagt að maður eigi að taka létt á frumraunum rithöfunda og leikstjóra. Þegar ég var að horfa á þessa mynd hefði ég aldrei geta ímyndað mér að þetta væri frumraun Paul Haggis.

Þessi mynd segir frá sögu margra einstakling sem tvinnast síðan saman.


Lögreglumaður sem á við mikið af persónulegum vandamálum að stríða. Hann á mömmu sem er dópfíkill og átti hann erfitt uppdráttar þegar hann var smástrákur og hafði það áhrif á framtíð hans. Hann er fjarlægur við alla sem eru í kringum hann. Hann fær það hlutverk að rannsaka morðmál þar sem einn óeinkennisklæddur lögreglumaður drap annan óeinkennisklæddan lögreglumann.

Hjón verða fyrir miklu áfalli þegar tvær ósvífnir bílaþjófar ræna bílnum þeirra. Maðurinn er aðalsaksóknari borgarinnar en konan er algjört snobb sem er leiðinleg við allt og alla sem eru í kringum sig.

Lögreglumaður sem er mikill kynþáttahatari stoppar svarta konu og mann hennar og geri sig sekan um kynferðislegt áreiti.

Metnaðarfullur og framsækinn Hollywood leikstjóri þarf að horfa upp á að konu sinni sé sýnt kynferðisleg áreiti.

Persneskur innflytjandi sem kaupir byssu til að vernda búðina sína.

Mexískóskur lásasmiður á dóttur sem er sjúklega hrædd við byssukúlur.

Tvær svartir glæpamenn sem vorkenna sjálfum sér út af mismunun og rasisma í garð síns.


Allar þessar persónur eru tvinnaðar saman með stórkostlegri útkomu.

Sum atriðin í þessari mynd eru rosalega átakanleg, ég var að horfa á þessa mynd með hóp af fólki og það voru frekar mikil læti en þegar þetta atriði kom stoppuðu allir að tala um voru gjörsamlega límdir við skjáinn.

Ekki nóg með það að handritið sé mjög gott þá er þetta líka mjög góður leikara hópur, stórstjörnu eins og Brendan Fraiser og Sandra Bullock sýna góðan leik og sýnir hinn lítt þekkti Terrance Howard snilldarleik.

Þessi mynd fjallar líka mikið um kynþáttafordóma og þau áhrif sem þeir hafa á samfélagið.

Mynd sem ég mæli með fyrir alla.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shining
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Shining er snilli tveggja manna kominn saman í eina kvikmynd. Annars vegar er það einn sá besti hryllingsrithöfundur sem uppi hefur verið, Stephen King (The Stand, Rita Hayworth and the Shawshank Redemption, Dreamcatcher, The Body, The Dark Tower series, IT). Hins vegar er það hin frábæri leikstjóri Stanley Kubrick sem skilur eftir sig hvert meistarastykkið á eftir öðru (Barry Lyndon, Clockwork Orange, 2001: A Space Oddyssey og margar fleiri). Saman stóðu þeir sterkir!

Stephen King var maðurinn sem bjó til og skrifaði söguna Shining sem seinna átti eftir að verða ein besta hryllingsmynd sem hefur verið gerð.

The Shining fjallar um persónuleg átök aðalpersónurnar, Jack Torrance, við fjölskylduna sína og geðheilsuna.

Jack er rithöfundur sem á í miklu basli með að fá góðar hugmyndir að sögum og leikritum, af sökum þessar hugmyndarskorts er hann atvinnulaus . Hann er því í skýjunum þegar honum býðst gott starf við Overlook hótelið, húsvarðastarf. Hann á að sjá um allt milli himins og jarðar sem tengist hótelinu, hita það, gera við skemmdir, sjá um þrifnað og margt annað. Eini gallinn við starfið er einangrunnin sem fylgir því. Overlook hótelið er staðsett hátt upp í fjöllunum og er því ófært til og frá því yfir hæsta veturinn. Það er einmitt á þessu tímabili sem Jack þarf að sjá um hótelið.

Hótelið á sér líka svarta sögu, einn af fyrri húsvörðum þess Delbert Grady varð brjálaður og drap konu sínar og dætur. Það höfðu líka margir gesti sagt að hótelið væri reimt.

Jack lætur sér ekki bregða enda mikill efasemdarmaður um allt yfirnáttúrulegt. Þetta er kaldhæðnislegt því að hann á strák sem er skyggn, hann býr yfir hæfileika sem er kallaðu “the shining”. Jack ákveður að taka konu sína Wendy( Shelley Duvall) og son sinn Danny (Danny Lloyd) með sér til vistar á Overlook hótelinu. Allt leikur í lyndi til að byrja með en síðan fer Danny að sjá hræðilegar sýnir og Jack byrjar að haga sér undarlega...........

Eins og ég sagði áðan þá er Stanley Kubrick einn af bestu leikstjórum okkar tíma ef ekki sá besti. Hann er mikill perfectionisti og steig hann ekki feilspor í gerð The Shining. Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að sjá sýnishornið úr myndinni. Það er tær snilld og er þetta með betri sýnishornum sem ég hef séð.

Þessi mynd er ótrúlega drungaleg og er undirtónin erfiður að kyngja. Manni finnst alltaf eins og að eitthvað sé að fara gerast. Þegar hryllingsatriðinn koma eru þau enn hræðilegri enn maður hafði undirbúið sig fyrir.

Þótt ótrúlegt megi virðast var þetta fyrsta og eina hryllingsmyndin sem Stanley Kubrick gerði (sumir segja að Clockwork Orange ætti að vera flokkuð undir hryllingsmynd út af yfirdrifnu ofbeldi en ég er ósammála.). Hann hafði þá reglu við kvikmyndir að endurtaka aldrei sjálfan sig.

Þeir sem hafa horft á myndir eftir Stanley ættu að taka eftir því hvernig hann notar litina í myndum sínum. Tvo atriðið þar sem litinir eru vel notaðir er t.d. Delbert Grady atriði, klósettið og sýnishornaatriðið. Hann getur framkallað sterkar tilfinningar með notkun sinni á litum og í þessari mynd beinist það helst að því að gera horfandann heillaðan og hræddan.

Stanley Kubrick er þekktur fyrir það að vera góður að velja í hlutverk, hann ákveður að skarta Jack Nicholson í aðalhlutverki sem Jack Torrance og gat hann ekki fengið betri leikara til að leika þennan hálfgeðbilaða leikara sem fer yfir brúnina, hver man ekki eftir “Here’s Johnny” atriðinu.

The Shining er og verður ein af óhugnalegustu myndum sem hafa verið gerðar.


Ps. Endirinn er algjör snilld þótt að hann sé ekki trúr bókinni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Clockwork Orange
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Clockwork Orange

Árið 1962 var gefinn út bók sem átti heldur betur eftir að umbylta cult-bókmenntaheiminum, þessi bók hét Clockwork Orange og var einn af fyrstu cult-bókum sinnar kynslóðar.

Bókin fékk misgóða gagnrýni, sumum fannst hún vera gargandi snilld meðan aðrir gagnrýndu hana fyrir of mikið ofbeldi.

Clockwork Orange fjallar um fjóra ofbeldisseggi sem láta ekkert aftra sér til að fullnægja hræðilegri ofbeldisþörf sinni. Þeir pynta, nauðga og drepa eins og ekkert sé og eru þessi piltar eins skrýtið og það má virðast ennþá táningar. Þrír félagar af hópnum ákveða að gera uppreisn gegn sjálfkjörnum leiðtoga hópsins Alexander og svíkja þeir hann til lögreglunnar sem tekur mjög hart á honum og dæmir hann í fjórtán ára fangelsi fyrir morð á mikilsmetnari listakonu. Þegar hann er búinn að vera í fangelsi í tvö ár býðst honum að taka þátt í meðferð sem á að hreinsa hann af allri ofbeldishneigð en þessi meðferð hefur ófyrirséð áhrif á hann og hans líf.

Þessi bók gerist á einhverju afskekktu tímaskeiði og gefur höfundurinn ekki upp hvenær sagan á að taka sér stað en maður fær að vita að hún gerist í Bretlandi. Þessi fjarlæga veröld er að mjög slæmum toga og eru morð og nauðganir daglegt brauð í þessari matraðarveröld.

Anthony Burgess hefur lengi verið talinn einn af betri rithöfundum sem uppi eru og er hann líka talinn vera einn af skrýtnari höfundum sem uppi eru og má sem dæmi taka ritstíll hans í Clockwork Orange en hann semur sjálfur eins konar tungumál og bætir inn orðum eins og droogs og rasoodocks en þetta eru orð sem eru algjörleg kominn úr hans huga.


Anthony Burgess tók upp á því að afneita bókinni. Hann hataði hana og óskaði þess að hann hefði aldrei skrifað hana. Hann seldi Mick Jagger söngvara Rolling Stones kvikmyndaréttinn af bókinni. Mick Jagger sá sjálfan sig í aðalhlutverki sem hinn ofbeldisóði Alexander Delarge (Alexander The Large í bókinni.) Allt gekk á afturfótunum hjá Mick Jagger við gerð myndarinnar og því seldi hann Stanely Kubrick kvikmyndaréttinn á sama verði og hann hafði keypt hann (500 dollurum).

Stanley Kubrick sem var rosalega mikill perfectionisti byrjaði strax að eyða öllum sínum frítíma að skrifa handrit, hann varð gjörsamlega heillaður af bókinni þegar hann las hana fyrst. Hann réð algjörlega óþekktan leikara, Malcom Mcdovell til að leika hinn ofbeldissjúka Alexander. Tökur myndarinnar gengu mjög brösulega , Stanley Kubrick þurfti þrisvar að skipta um leikkonur í eitt ógeðfelldasta atriði myndarinnar út af því að þær gátu ekki leikið það, svo fengu leikararnir ekki frið út af mótmælum og endaði það þannig að Malcom Mcdovell fékk taugaáfall stuttu eftir að myndin var gefinn út en hann jafnaði sig.

Kvikmyndaeftirlitið gaf myndinni x-rating og er Clockwork Orange ásamt Midnight Cowboy eina myndin sem hefur unnið óskarsverðlaun með x-rating á bakinu. Þegar myndin kom út í Bretlandi voru einhverjir siðspilltir einsatklingar sem létu hana hafa of mikill áhrif á sig og frömdu þeir morð sem svipuðu mjög til þeirra morða sem voru framin í myndinni.

Stanley Kubrick var mikið gagnrýndu fyrir þetta atvik og endaði þetta þannig að hann leyfði ekki sýningar á myndinni í Bretlandi. Það liðu 27 ár þangað frá því að myndin var gefinn út (1971) og þar til hún var sýnd í Bretlandi (1998, árið sem Stanley Kubrick dó.)

Clockwork Orange er algjör snilld og á hún marga harða aðdáendur. Hver rammi myndarinnar er fulkominn og er sviðmyndin alveg frábær. Hún samræmi sig algjörlega við þá hugmynd sem Anthony Burgess skapaði í huga lesanda bókarinnar. Tónlisti er einn mikilvægasti partur myndarinnar, sumum finnst viðbjóðslegt að Stanley Kubrick hafi notað klassískar sinfóníur sem undirspil í hræðilegum ofbeldisatriðum. Mér finnst það algjör snilld. Tónlistin undirstrikar gæði myndarinnar.

Þegar Stanley Kubrick tilkynnti hver væri aðalleikari myndarinnar urðu margir hissa. Hann valdi óþekktan leikara og átti þessi leikari að halda uppi myndinni. Þessi leikari hét Malcom Mcdovell og hélt hann uppi myndinni og meira til.

Clockwork Orange var og er einn umdeildasta mynd sem hefur verið gerð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
After the Sunset
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

After the sunset er ágætis skemmtun og ef maður vil sjá ágætis afþeyingarmynd getur maður skellt sér á hana. Aðalleikararnir skila sínu og fannst mér Woody Harrelson skara fram úr og Salma Hayek sýndi á sér hlið sem ég ef ekki séð hún var alveg sjóðheit skvísa í þessari mynd.Þessi mynd er mjög fyndin á köflum en mér finnst botninn detta úr henni í blálokinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Clockwork Orange
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hreint út sagt meistaraverk, án efa ein af bestu myndum Stanley Kubriks sem er ein besti leikstjóri sem uppi hefur verið. Þessi mynd er um mann sem heitir Alexander Delarge, mjög ofbeldisfullan smákrimma sem fremur hver ofbeldisverkin á eftir öðrum þangað til hann er gómaður og settur í meðferð ég ætla ekki að segja meira um sögunna til að eyðileggja myndinni fyrir framtíðaráhorfendur hennar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rocky Horror Picture Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er einn af uppáhaldsmyndunum mínum ég get horft á hana aftur og aftur. Öll lögin í myndinni eru svo grípandi að maður getur varla staðist það að syngja með. Allir leikarnir eru sniðnir í hlutverk og þar má nefna Tim Curry sem leikur Frank-N-Further. Frábær mynd sem engin má láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei