Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Trek: Insurrection
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held bara að þeir séu að batna með hverri myndinni sem kemur út, svei mér þá! Ég hef ekkert yfir að kvarta yfir þessari mynd, persónurnar eru frábærar, grínið er frábært og góður söguþráður. Svo virðist vera að þeir StarTrek menn hafi gefist upp á því að vesenast við að gera myndina skiljanlega fyrir Ó-StarTrek sinnaða almenninginn. Flestir brandararnir snúast út á það að persónur eru að hegða sér ólíkt því sem þeir eru vanir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Home Alone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Home Alone er ágætis grínmynd og örugglega líka gaman mynd fyrir fullorðna með börnum sínum. Til að vita eitthvað um þessa mynd þá verð nátturulega að segja um hvað þessi mynd er um. Myndinn fjallar um dreng sem gleymist heima hjá sér þegar öll fjöldskyldan fara í ferðalag. Á meðan í nágrenninu þá eru tveir ræningjar. Þeir ætla að ræna húsinu enn Kevin veit af þessu og hann ætlar aðeins að leika sér á þeim. Mér fannst nú þessi bara svona ágætis skemmtun og Kulkin er að standa sig vel í þessari mynd. Það er svo hallarislegt að Joe Pesci,já hann Joe Pesci leika kláran bófa í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Væntingar mínar til Van Helsing voru ansi miklar - en þrátt fyrir það þá stóðust þær væntingar fullkomlega og gott betur en það. Ég er í raun alveg hissa á dómunum sem þessi mynd er að fá út í heimi(og hér?). Þessi mynd er einfaldlega langtum betri en öll önnur action-flick sem ég hef séð. Í raun og veru er Van Helsing svona eins og sambland af Underworld og LXG - en mér fannst einmitt actionið og spennan stórkostleg í Underworld og sagan í LXG snilld. Þetta saman með, held ég geti vel fullyrt, bestu tæknibrellum í kvikmynd hingað til, er uppskriftin af Van Helsing. Útkoman er ótrúleg. Hjartað í mér hamaðis nánast allan tímann og gæsahúðin var viðloðandi. Svona myndir eru reyndar alls ekki fyrir alla. Persónulega hef ég gaman af Dracula, varúlfum og vampírum en öðrum gæti ekki þótt það eins heillandi. Svo er heldur ekki víst að fólk lifi eins fyrir tæknibrellur og hljóð og ég geri. En mér finnst samt ekki nóg að hafa bara tæknibrellur...það þarf að vera eitthvað meira á bakvið þær. Van Helsing gerir það svo sannarlega. Sagan bak við þetta allt saman er snilldin ein...en það er eitthvað sem ég var ekkert sérstaklega að búast við. Hugh Jackman stendur sig frábærlega eins og vant er. Þokki Kate Beckinsale gerir það að verkum að hún þarf ekkert endilega að leika vel en það gerir hún samt. Uppi stendur þó Dracula sjálfur, en Richard Roxburgh skilaði Dracula greifa stórkostlega vel af sér. Í heildina séð þá flokkast Van Helsing með allra bestu myndum sem ég hef séð, en mynd eins og þessi á það mjög líklega til að eiga mjög þröngan aðdáendahóp, rétt eins og Underworld. Hjá mér mun allavega enginn vafi leika á því að Van Helsing á eftir að vera mikið notaður meðlimur DVD safnsins þegar að því kemur.=)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei