Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Wars: Revenge of the Sith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já botninn sleginn í sögu sem byrjaði fyrir 28 árum. Eftirvæntingin sem byrjaði þegar tilkynnt var um Episode 1-3 var mikil. En eftir Episode 1 og 2 bjóst maður ekki við miklu frá Episode 3. En maður fær miklu meira en maður bjóst við. Mér finnst persónlega langflottast í þessum myndum þegar stór skip eru í stórum bardögum. Byrjunin í þessari er því algjör snilld! Þá er ég ekki að segja snilld og byrja á öðru heldur er þessi bardagi einn af 10 bestu senum sem ég hef séð. Myndin er flott en rosalega er allt tölvugert, mér finnst það leiðinlegt og pirrandi.

Ewan McGregor stendur sig vel, Natalie Portman finnur sig í erfiðu hlutverki, Samuel L. Jackson er einfaldlega rosalega svalur og Ian McDiarmid er stórkostlegur. Hayden Christensen er ekki besti leikarinn í myndinni en hann á nokkur góð atriði. R2-D2 er langflottasti karakterinn í öllum myndunum og hann heldur því hér áfram. Lucas nær manni í atriðinu þar sem Jedarnir er drepnir. Það er gott atriði og þegar Jedinn með hvíta skeggið deyr fékk ég sjokk. Ég vissi að hann myndi deyja en á eftir Mace Windu er hann langflottasti Jedinn. Myndin er fjórða alvöru Star Wars myndin en það vantar samt einhvern neista í hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Motorcycle Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alvarleg, fyndin, sorgleg, frábær! Gael Garcia Bernal sýnir snilldarleik sem ungur Che Guevara. Rodrigo De la Serna leikur Alberto Granado vin Guevara. Vel leikin, vel leikstýrð og vel skrifuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mean Creek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferð truflandi mynd um Sam (Rory Culkin) sem er laminn af George (Josh Peck.) Sam segir reykjandi stóra bróðir sínum Rocky (Trevor Morgan) frá þessu og Rocky fer strax ásamt vinum sínum Clyde (Ryan Kelley) og Marty (Scott Mechlowicz) að skipuleggja hefnd. Ákveðið er að bjóða George í bátsferð og taka hann úr fötunum og henda í ánna. Inní þetta kemur svo kærasta Sams, Millie (Carly Schroeder.) En eftir nokkrar mínútur í bátnum fara krakkarnir að sjá mannlegar hliðar á hrekkjusvíninu og vilja hætta við en er hægt að stoppa atburðarás sem þegar er byrjuð?

Flestir krakkarnir sýna snilldarleik. Rory virðist ekki ætla að gefa systkinum sínum neitt eftir i leik. Scott Mechlowicz er frábær sem skíthællinn í hópnum, og Carly Schroeder og Josh Peck eru góð. Senuþjófurinn er þó Ryan Kelley sem er bara snilldarlegur. Mér hefur aldrei líkað Trevor Morgan og ég veit ekki afhverju. Jacob Aaron Estes leikstýrði myndinni og skrifaði handritið og gerir það snilldarlega.

Sorgleg mynd sem sýnir venjulega krakka lenda í óvenjulegum aðstæðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hotel Rwanda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað þessi kvikmyndahátíð kemur manni til að hugsa. En hvað um það. Terry George leikstýrir myndinni frábærlega og skrifar handritið. Handritið eru frábærlega skrifað og lýsir virkilega því sem gerðist í Rwanda 94'. Don Cheadle vinnur leiksigur ásamt Sophie Okonedo. Þrátt fyrir að vera sorgleg mynd slær hún stundum á létta strengi. Aukaleikararnir, Nick Nolte, Joaquin Phoenix, Fana Mokoena og Desmond Dube eru frábærir og stutt innkoma Jean Reno er góð. Allir aðrir skila sínum hlutverkum vel. Hræðilegt er að sjá skiptinguna á hvítum og svörtum í þessari mynd og sýnir það hvernig SÞ og fleiri horfðu framhjá þessum hræðilegu þjóðarmorðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I ♥ Huckabees
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferð, hvað get ég sagt, skrítin mynd. Hún er um Albert Markovski, náttúruverndarsinna sem fær exst-eitthvað spæjara (Dustin Hoffman og Lily Tomlin) til að komast að því hvað líf hans þýðir og til að finna út hver afríski maðurinn sem Albert rekst alltaf á er, hann vinnur hjá Huckabees og vinnufélagi hans Brad (Jude Law) reynir að stela starfi Alberts. Í gegnum spæjarana kynnist Albert slökkviliðsmanninum Tommy og gagnspæjaranum Catarine (Isabell Huppert) Spurningin í endinn er svo, til hvers erum við hér?

Skrítin, fyndin og heimspekileg gamanmynd sem fær mann virkilega til að hugsa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
House of Flying Daggers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Smá spoiler.

Ef þið eruð að leita að bardagamynd sem er bardagi út í gegn, sleppið þessari! Þrátt fyrir það eru bardagaatriðin í myndinni frábær. Sagan er góð, leikararnir flottir en rosalega endurtekur myndin sig! Hestaatriðin eru alltof löng og meirihluti þeirra skilar engum tilgangi. Kossaatriðin mátti líka stytta. En sagan er samt hugljúf. Dansatriðið er flott og myndin sver sig í ætt kínverskra bíómynda þegar mennirnir svífa í trjánum og þegar allir hnífarnir birtast. Bardagaatriðin eru vel stílfærð en það vantar svona handabardaga og svo einn stuttan lokabardaga milli Flying Daggers og hermanna keisarans.

Hugljúf bardagamynd sem hrífur mann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Downfall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bruno Genz sýnir hér snilldarleik sem Adolf Hitler. Myndin er um síðustu 10 daga Hitlers á lífi. Hún er einnig raunverulegasta stríðsmynd sem ég hef séð. Öllum áróðri er sleppt og ég furðaði mig á því hve sumt fólk var hlynt Hitler og hvernig það gat fórnað sér fyrir hann og viljað deyja með honum. Sjálfsmorðin eru mörg, virkilega mörg! Snilldarmynd, vel leikin og maður verður aldrei þreyttur. Bardagaatriðin eru virkilega raunveruleg og vini mínum brá svo þegar sprengjurnar sprungu og vélbyssurnar skutu á allt og alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Titanic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tæknibrellurnar smá ofnotaðar, leikararnir eru svona fifty-fifty og mynd alltof langdregin! En þrátt fyrir það verður þessi mynd betri og betri. Samt ekki svo góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað í fjand.... hér er á ein versta framtíðar/geimveru mynd í heimi. Leikararnir ofleika og allt annað í myndinni vikar ekki. Travolta ofleikur hér geimveruna Terl sem stjórnar geimverunum á jörðinni. Hvar er jarðarbúar? Annaðhvort dauðir eða í þrælavinnu. Einn þrællinn verður svo hetja og rís upp gegn geimverunum. Ekki góð mynd. Ömurleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raiders of the Lost Ark
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Steven Spielberg og George Lucas sameina hér krafta sína í fyrstu Indiana Jones myndinni. Og hvað gerist? Bara fín mynd.

Indiana þarf að fara til Egyptalands til að finna Sáttmálsörkinni á undan nasistum sem hafa leitað lengi að örkinni. Flott mynd, góð spenna, sumir góðir leikarar og sumir vondir leikarar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stupid is as stupid does. Ein fyndnasta mynd í heimi. Tom Hanks fékk Óskarinn fyrir leik sinn og myndin sjálf vann Óskar. Myndin er algjört grín en samt sér maður blákaldan og alvarlegan raunveruleikann skjótast fram.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Robots
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn ein fjölskyldugamanmyndin. Myndin fer hægt af stað en svo eykst hraðinn með komu Robin Williams. Robin sem bjargar myndinni með rosalegum eftirhermum. Skoski hreimurinn var snilldarlegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Back to the Future Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Aftur? Jæja oki. Aftur það sama gamla góða. Þessar sögur eru eins og ein löng bíómynd. Og þessvegna eru þær svona góðar. Þeir félagar eru fastir í villta vestrinu og þurfa að komast heim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Back to the Future Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eitthvað gerðist. Eitthvað vitlaust. Og nú ætlar Marty McFly að laga það. Sama snilld og fyrsta myndin, best því hún pikkar upp söguþráðinn þaðan sem sú fyrsta hætti. Gott framhald.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Back to the Future
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyndin mynd, góður söguþráður og frábærir leikarar. Michael J. Fox er snilldarlegur og Christopher Lloyd fyndinn. Þannig er það nú að Marty McFly (Fox) ferðast aftur í tímann og kemur í veg fyrir að foreldrar hans hittist þannig að hann verður ekki til. Ég segi ekki meira. Góð mynd. Solit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
E.T.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lengst framan af er myndin góð en það endinn veit ég ekkert um þar sem ég sofnaði úr leiðindum. Góðir leikarar og fínn söguþráður...framan af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrsta og besta Jurassic Park myndin. Einhver gaur finnur leið til að búa til risaeðlur og býður virtustu riseðlufræðingum heims til að samþykkja öryggisreglur og eitthvað þannig svo bregst öryggiskerfið og allt fer til fjandans. Sam Neill virkar sem svona risaeðlufræðingur og Jeff Goldblum sem einhverskonar doktor. Aðrir leikarar standa sig líka vel. Söguþráðurinn er góður og tónlistin flott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pianist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd sem lýsir þeim erfiðleikum sem fylgdu því að vera gyðingur seinni heimstyrjöldinni. Adrian Brody vinnur hér leiksigur sem píanóleikarinn Wladyslaw Szpilman sem þarf að berjast fyrir lífi sínu í WWII.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Schindler's List
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð, snilldarleg, frábær, stórkostleg. Myndin lýsir baráttu og kvöl gyðingja í seinni heimstyrjöldinnni. Myndinni er frábærlega leikstýrt af Steven Spielberg og leikararnir er frábærir, Liam Neeson er sannfærandi, Ralph Fiennes er frábær og Ben Kingsley sýnir besta leik sem ég hef nokkurntíma séð.

MEISTARAVERK!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Fockers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þá er komið að því... að foreldrar þeirra Pam og Gaylords hittist. Og útkoman. Nokkuð fyndið en líkt fyrri myndinni. Dustin Hoffman og Barbra Streisand koma sterk inn. Söguþráðurinn er fyrirsjáanlegur. Það fyndnasta og krúttlegasta í myndinni er þegar Little Jack (Spencer og Bradley Pickren) segja ASS...hoooooooooooooooolllllllllleeee.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Be Cool
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar maður heyrir nafið Be Cool býst maður ekki við svona mynd.

Myndin býr yfir góðum húmor, litríkum karakterum og oki söguþráðum. André 3000 og The Rock eru bestir í myndinni og Uma Thurman er fín. Myndin er langdregin, en þó yfir meðallagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Home Alone 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sko, ef bófar stela öflugri míkróflögu og eiga að kunna á hana hvernig sleppa þeir ekki framhjá 8 ára væskli. Culkin gat leikið og það vel en G-VÖÐ þessi nýji er alltof alltof ýktur.

Síðast voru heimskir bófar vs. Greindur strákur, nú

Greindir bófar vs. Heimskur Strákur. 1 og 2 eru klassískar fjölskyldumyndir en þessi ja hún fellur undir ekkert. Hún er bara léleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Home Alone 2: Lost in New York
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sama sagan, sömu leikarar bara í New York. Macaulay Culkin er alltaf jafn flottur og Daniel Stern og Joe Pesci klikka ekki. Fuglakonan var góð. Aðrir, OFLEIKA! En það er alltaf jafn fyndið að sjá Joe og Daniel berjast í gegnum þær gildrur sem Culkin setur upp fyrir þá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Home Alone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd. Macaulay Culkin er hreint og beint snilldarlegur. Joe Pesci fínn og Daniel Stern lala. Góð fjöldskylduskemmtun. Allir aðrir leikarar ofleika mikið. Þá meina ég MIKIÐ. Fyrir utan gaurinn sem lék gamla kallinn og hann John Candy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sleepy Hollow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyndin, óvænt og smá hrollvekjandi mynd um lækni/rannsóknarlögreglumann sem sendur er til bæjar til að rannsaka dularfull morð og uppgvötar að ekki allir í bænum eru það fyrirmyndarfólk sem það á að vera. Jhonny Depp fer á kostum í þessari hrollvekjandi grínmynd. Vel leikin, vel gerð mynd, og umhverfið flott og má minna á að myndin er tekin upp á bláa linsu þannig allt blóð varð að vera appelsíngult í alvöru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Untouchables
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

They pull a knife, you pull a gun. He sends one of yours to the hospital, you send on of his to the morgue! That's the Chicago way, and that's how you get Capone!

Jahá, vel leikin, vel útfærð og bara snilld. Kevin Costner, Sean Connery, Robert De Niro, Andy Garcia og Charles Martin Smith fara hér á kostum hér í myndinni The Untouchables. Myndin sem er snilldarlega vel leikin og bara ein best leikna mynd sem ég hef séð. Föt, bílar, byssur og hús passa vel við tímailið (sem er 1930's.) Myndin gerist á meðan vínbanninu í BNA stóð en þrátt fyrir bannið barðist einn valdamesti maður Chicago Al Capone við að smygla vín til BNA. Hann hefur lögguna og yfirvaldið í vasanum. En lítill hópur manna stendur upp á móti honum vinna að því að koma kappanum á bak við lás og slá.

Snilldar mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Smá Spoiler


Ég verð að segja að Matrix Reloaded hafi ollið mér vonbrigðum. En þessi mynd er allt annað. Bardagatriðin minna mikið meira á Matrix 1. Ég hef alltaf fílað dómsdagsmyndir þar sem alvarleikinn er í fyrirrúmi og allt eitthvað alvarlegt hehe.

Það sem mér finnst lélegt í þessari mynd er ferð Neo og Trinity í borg vélanna. Sú ferð er óþolandi rusl sem skilur þá fyrstu frá þessari. Einhverveginn missir Laurence Fishburne taktinn í myndinni og verður mjúkur ástsjúkur aumingi.

Einnig er lokabardaginn milli Smith og Neo einum of langdreginn. Arkitektinn var einn af fáu góðu í annari myndinni en einn af mörgum í þessari. Þessi mynd sparkar í rassinn á annari myndinni en hefur ekki tærnar þar sem sú fyrsta hefur hælanna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ehh, ehh, uhh jamm. Fyrsta Matrix myndin var snilld í alla staði. Samtöl, bardagaatriði og annað. Þessi önnur mynd missir sig í allt allt annað. Samtölin er vitleysisleg og bardagaatriðin missa allan stíl. Fyrri hluti myndarinnar er ofaukinn langdregnum bardagaatriðum. Seinni hlutinn er betri skiljanlegri og ja bara góður. Fyrri myndin var svona grá í sér á meðan þessi er einhverveginn græn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur.

Snilld. Bardagaatriðin, samtölin og leikararnir. Verst hvað framhöldin héldu illa við þessa mynd. Boðskapurinn er snilldarlegur.

Mr. Andersson = Hr.Mannsonur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað er hægt að segja. Þessi mynd er ekki betri en forveri sinn. Satt að segja er þessi mynd svona ekki með söguþráðinn í lagi. Daryl Hannah er frábær í þessari mynd og David Carradine líka. Michael Madsen er frábær og Uma Thurman er fín. Besti leikarinn er þó Michael Parks sem Esteban Vihaio. Myndin er góð en ekki jafngóð og Kill Bill volume 1.


Ég verð þó að segja að þegar Beatrix (Uma) tók augað úr Elle (Daryl) þá hafi ég verið að sjá eitt langbesta atriði kvikmyndanna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér í þessari mynd er maður ekki að tala um ódauðlegt meistaraverk heldur góða mynd sem heldur manni vakandi. Sögurþráðurinn ferskur, húmorinn sterkur og niðurröðun atriða frábær. Mynd sem er einfaldlega góð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hitch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já þessi rómantísku gamanmynd er öðruvísi en aðrar myndir af þessu tagi. Í fyrsta lagi er alvöru grín. Í öðru lagi er ekki allt lagt í að sýnda fram á að karlmenn séu ónærgætin svín. Will Smith og Kevin James fara vel með sín hlutverk og Amber Valleta er fín. Aðrir leikarar er svona la-la. Þrátt fyrir góðan leik hjá þremur leikurur og fínt grín vantar eitthvað uppá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, ég bara vá. Þessi mynd er ein besta stríðsmynd sem ég hef séð. Steven Spielberg sannar hér enn einu sinni að hann er kóngur kvikmyndanna. Opnunaratriðið í Omaha Beach er hrein og bein snilld. Hraðinn, spennan og kalhæðnin í því atriði er bara flott. Þessi mynd er skipuð mörgum stjörnuleikurum, Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns, Barry Pepper, Adam Goldberg, Giovanni Bibisi, Vin Diesel, Matt Damon, Jeremy Davies, Ted Danson, Paul Giamatti, Dennis Farina o.fl. Gerist sagan í seinni heimstyrjöldinnni.


Það vill svo til að ritari nokkur kemst að því að þrír bræður þeir Dan Ryan, Sean Ryan og Hinn Ryan hafa fallið í valinn í stríðinu með stuttu millibili og muni móðir þeirra fá þrjú bréf sama daginn sem segja frá láti þeirra. En þó er fjórði bróðirinn hann James Ryan (Matt Damon) týndur einhversstaðar í hinu hættulega Normandí og ekki er vitað hvort hann sé lifandi eða dauður. Gengur fréttin milli yfirmanna í hernum þar til hershöfðingi nokkur ákveður að senda skuli út átta mann björgunarsveit inná hið hættulega Normandí til að bjarga týnda syninum. Sveitin er skipuð hermönnum sem nýlega hafa ráðist inní Omaha Beach. Sveitina skipa Captain Miller (Tom Hanks), Sergeant Horvath (Tom Sizemore), Private Reiben (Edward Burns), Private Javkson (Barry Pepper), Private Mellish (Adam Goldberg), Private Caparzo (Vin Diesel), T-4 Medic Wade (Giovanni Ribisi) og túlknum Upham (Jeremy Davies). Saman fara þeir um sveitir Frakklands í leit að Private Ryan. En á hverju strái eru Þjóðverjar og björgunarsveitin missir menn og spurningin er hverjir þeirra lifa af!


Tom Hanks er góður í myndinni og það sama má segja um alla leikarana en þrátt fyrir það finnst mér Tom Sizemore, Jeremy Davies og Giovanni Ribisi standa sig best. Maður verður aldrei leiður á þessari mynd og maður getur horft á hana aftur og aftur. Lokabardagaatriðið er í sjálfu sér snilld og einhvern veginn er dauði Private Mellish mest grípandi.

Snilldar mynd, hlaðin verðlaunum hvaðan af úr heiminum og ein sú besta í heimi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Predator 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æi hvað þetta er dæmigert. Fín fyrsta mynd en svo kemur framhaldsmynd og eyðileggur allt. Leikararnir ofleika alltof mikið og svo virðist eins og allir sem komið hafi að gerð þessarar myndar hafi bara horft á fyrri myndina og fegið söguþráðinn þar bara á öðrum stað. Ekki nógu gott hjá Danny Glover.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar kemur að svona myndum gildir að sýna kvöl og ótta fólks. Það tekst í þessu stríðsmeistaraverki. Leikararnir er frábærir og myndin sýnir ringuleiðina í rússneska hernum sem og skiplagninguna í þeim þýska. Snipereinvígin eru frábær og sum atriði eru einfaldlega snilld. Þrátt fyrir það dregst myndin dálítið á langin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now Redux
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er snilld. Redux eða ekki, bara snilld. Skólabókardæmi um hvernig á að gera myndir sem eiga að hafa í stríðum eða heimstyrjöldum. Martin Sheen er snillingur í þessari mynd. Eitt orð SNILLD! Brando frábær. Dennis Hopper ógeðslega góður. Gaman að sjá Laurence Fishburne svona ungan. Robert Duvall töff. SNILLD!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Son of the Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa sjálfstæðu framhaldsmynd bjóst ég við að sjá barnalegri gerðina af The Mask þótt að ég ætlaði ekki að bera þær saman, en annað kom á daginn þegar SOTM líktist The Mask alltof mikið. Í fyrstu myndin fór Jim Carrey á kostum eftir að hafa fundið grímu hins virta Loka sem hann svo hendir í á. Í þessari mynd fær maður að sjá Loka sjálfan sem leikinn er af Alan Cumming. Þegar maður ímyndar sér Loka sér maður ekki Cumming fyrir sér í því hlutverki. En sú mynd sem dregin er upp af Loka í þessu ævintýri hæfir Cumming 100%, illur mömmustrákur sem vill bara lifa lífinu án þess að pabbi sinn skipti sér af.

Það er gert lítið úr norræni goðafræði.

Nú sjálfur Jamie Kennedy á hér að leysa Jim Carrey af hólmi og Kennedy er í einu orði hörmulegur. Aðrir leikarar minna á lélega leikhúsleikara frekar en bíómyndaleikara. Þessi mynd er sú fyrsta sem ég hef íhugað að ganga útaf.

Bob Hoskins lítur út eins og bjáni sem Óðinn. Myndin er að flestu leiti ófyndin og léleg tilraun til þessa að herma eftir The Mask. Fyndnu atriðin í myndinni eru fá. Teiknimyndirnar er góðar og sumt það sem kemur útúr hundinum. Það minnistæðasta er þó dimma rödd Alvey Avery segjandi Mother og Madre! Myndin hendir frá sér bandarískum söguþráð en hann er að valdamiklir feður eiga ekki að leggja miklar væntingar við sín yngstu afkvæmi þó að eldri afkvæmi hafi staðið sig mjög vel.

Hörmuleg mynd en nælir í hálfa stjörnu vegna teiknimynda og Mother og Madre!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Team America: World Police
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd vitandi að ég ætti að sleppa öllu skynsamlegu og rökhugsandi. Ef þú gerir það sama þá áttu eftir að elska þessa mynd. Lögin, grínið af BNA, brúðurnar og talmál Albana, Frakka, Kóreumanna og S-Ameríkumanna eru snilld. Myndin fjallar um gengi sérsveitarfólks sem er uppfullt af föðurlandsást.

Myndin er eins og einn langur South Park þáttur. Þó er ekki gaman að horfa á sama grínið í 98 mín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar maður kemur að þessari mynd býst maður við Schwarzeneggerslátrun. En nei ekkert þannig kemur á daginn. Myndin er lengi vel góð og lífleg.

Myndin fjallar um hóp sérsveitarmanna sem sendir eru útí skóga S-Ameríku til að bjarga ráðherra en þegar þeir koma þangað kemur annað á daginn. Þar bíða bara leyniskjöl og ein ljót geimvera.

Umhverfið er fínt og Predatorinn vel uppsettur.

Svo verður myndin langdregin og leiðinleg. Schwarzenegger er flottur í myndinni og það sama verður að segja um alla aðra. Þrátt fyrir það er myndin alltof langdregin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er á alla vegu snilldarleg ævintýramynd.

Myndin fjallar um þrjú systkini Violet (Emily Browning) Klaus (Liam Aiken) og Sunny (Kara og Shelby Hoffman) sem missa foreldra sína í eldsvoða. Svo eru þau flutt til hins illa frænda þeirra Ólafs greifa (Jim Carrey)Atburðarásin er svo um hvernig Ólafur reynir að komast yfir auðæfi barnanna. Í millitíðinni eru börnin tekin af Ólafi og sett til annara fósturforeldra eða Montgomery Montgomery (Billy Connolly) og seinna til Aunt Josephine (Meryl Streep) en Ólafur greifi eltir þau um allt.


Leikmyndin og búingarnir eru frábærir. Leikur barnanna er til fyrirmyndar og Meryl Streep og Billy Connely skemmtileg á köflum. Aukaleikarar eins og Timothy Spall og Catherine O'Hara standa sig með prýði.

Söguþráðurinn er snilldarlegur og ég er byrjaður á að lesa bækurnar til að skilja meira.


Samt er Jim Carrey samur við sig eða svona í meðallagi en við megum ekki kenna honum um allt. Viðvörunin í byrjun myndarinnar um að þetta sé sorgleg mynd og allt það drepur eiginlega alla stemmningu þar sem sorgin í myndinni kemst ekki almennilega inní þetta allt saman.


Myndin í heild er ævintýramynd og skemmtileg sem þannig mynd.

Leikhópurinn var þéttur og góður en viðvörunin bara eyðileggur margt. Samt er litla stelpan Sunny sem kemur þessari mynd í 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chasing Liberty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bekkurinn minn horfði á þessa mynd sem umbun (fyrst átti að horfa á Bad Santa en það klúðraðist. Allvega þá er þessi mynd ekkert sem maður hefur ekki séð í rómantískumgrínstelpumyndum. Myndin hefur satt að segja mjög lítið alvöru grín í sér. Myndin er einnig ótrúlega fyrirsjáanleg og hreint og beint leiðinleg. Maður var næstum sofnaður eftir tuttugu mínútur.


Myndin fjallar um dóttir forsetans Önnu (Mandy Moore) og löngun hennar til að sleppa frá ofverndun föður síns forsetans (Mark Harmon.) Svo loksins í ferðalagi í Prag með foreldrum sínum stingur hún af til að sjá Love Parade í Berlín. Á leiðinni kynnist hún ungum manni Ben Calder(Matthew Goode), bakpokaferðalangnum og vasaþjófnum Mcruff (Martin Hancock), gondólssiglaranum Eugenio (Joseph Long) og móðir hans (Miriam Margolyes.)En á leiðinni er hún elt af njósalífvörðum föður síns þeim Alan Weiss (Jeremy Piven) og Cynthiu Morales (Annabella Sciorra)


Miriam Margolyes og Jeremy Piven standa sig frábærlega hlutverkum sínum. En leikarar eins og Matthew Goode, Mark Harmon (er góður annars staðar), Mandy Moore og Martin Hancock stóðu sig satt að segja illa. Aðrir aukaleikarar eins og Joseph Long og Annabella Sciorra halda sig á mottunni. Tónlistin í myndinni truflar mann og aulabrandararnir er hræðilegir.


En myndin í heild er leiðinlegur rómantískur eltingaleikur sem breytist ekkert á pínlegum 111 mínútum. Allt það sama og engin breyting. Ekki nógu gott hjá Andy Cadiff, hann ætti að halda sig við sjónvarpseríur. Myndin fær þó hálfa stjörnu fyrir leik Miriam Margolyes og Jeremy Pivens.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Incredibles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég hafði heyrt mikið um þessa mynd ákvað ég að skella mér á hana með vini mínum. Myndin er fín, tónlistin ágætt og handritið gott.

Tæknilega hliðin er góð í þessu umhverfi. Samtölin eru fyndin og sum atriðin sprenghlægileg. Myndin er fullkomin fjölskylduteiknimynd. Talsetning er góð og Samuel L. Jackson fer snilldarlega með hlutverki sitt sem Frozezone. Myndin er um Parr-fjölskylduna sem lifir hinu venjulega bandaríska lífi eða hvað? Þetta er fimm manna fjölskylda sem hefur ofurkrafta! Pabbinn/Bob Parr/Mr.Incredible er súpersterkur. Mamman/Elastygirl getur teygt sig langt, mjög langt! Dóttirinn/Violet Parr getur gert sig ósýnilega og gert verndarsvið (force field) og Sonurinn/Dash da flash getur hlaupið virkilega hratt. Svo er það litla barnið sem getur í raun ekki gert neitt eða hvað?


Mamman og pabbinn ákváðu fyrir löngu að hætta ofurhetjustörfum og eignast fjölskyldu en þegar pabbinn er rekinn úr vinnunni ákveður hann taka að sér eitt lítið ofurhetjustarf en kemst of seint að því að yfirmaður hans í því starfi er sár og svikinn fyrrum aðdáandi sem fangar Mr.Incredible og þarf Mr. Incredible nú hjálp frá restinni úr fjölskyldunni sem kemur stormandi inn með góðum/vondum afleiðingum!

Þegar myndin var búinn kom hin klassíska spurning frá vini mínum ,,Hvaða ofurkraft hefðir þú viljað hafa?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Se7en
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er algjör snilld. Syndirnar sjö (Ofát, græðgi, leti, öfund, reiði, stolt og girnd) eru hér settar undir smásjána og kynntar eru sjö leiðir til að deyja með því að fremja eina af syndunum sjö (einn dauðaleið á eina synd.) Leikararnir í myndinni eru fremur rólegir en það getur verið gott. Brad Pitt sýnir svo sannarlega góðan leik og Morgan Freeman tekur þetta með trukki, en langbesti leikarinn í myndinni sá sem drottnar yfir öllu er Kevin Spacey, hann bara getur ekki klikkað. Aðrir leikarar í myndinni gera það gott og endirinn er dálítið óvæntur. Vísbendingarnar sem þeir félagar (Freeman og Pitt) fá um morðin leiða þá í gegnum snilldarlega atburðarás og eru vísbendingarnar komnar úr bókum sem tengjast Syndunum sjö. Atriðin eru snilld og handritið flott. Seven er svo sannarlega mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
AVP: Alien vs. Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þar kom að því. Alien vs. Pretador! AVP er skrítin mynd að miklu leiti vegna hve allt lítur mun raunverulega út. Maður býst við svona nútímamynd léleg og ömurlegur söguþræði. En þessi mynd kemur manni á óvart á margan hátt. Vísindamen komast að því að það sé píramidi 2000 fet undir jörðinni hjá Andartíku. Sendiför er hafin en þegar á staðinn er komið þá finnur hópurinn út að líf sé að finna í píramydanum og þá byrjar uppgjörið milli Aliens og Pretadora Allt er frábærlega vel gert, búningarnir, Píramýdinn og yfirgefna hvalaveiðistöðin eru heilt sett. Leikendurnir eru frábærir og hvernig bardagi Pretadoranna og Alienanna er útfærður er snilld. Grínið í myndinni er ágætt og verð ég að segja að fyndnasti karakterinn í myndinni er síðasti Pretadorinn. :d. Myndin er mun betri en Pretadormyndirnar og kemst upp til Alienmyndanna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já þessi mynd er örugglega fyrsta stórmynd sumarsins Hugh Jackman er frábær sem van Helsing og Kate Beckinsale kemur góð inn sem prinsessan Anna. Oft þegar myndin var farinn að vera OF alvarleg kom David Wenham (Lord of the Rings) með létt grín. Það sést þó mikið í hljóðnemann í atriðunum í brenndri myllunni, undir mylluni og í skógum Búlgaríu. Skrímslin eru vel leikin þó sérstaklega Drakúla sem leikinn er af Ricard Roxburgh en Roxburgh er rosa scary.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Day After Tomorrow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

VÁ!!!!! Þessi mynd er bara VÁ!!!!! Ég var með miklar áhyggjur af þessari mynd þegar ég frétti af því að Dennis Quaid ætti að fara með aðalhlutverk í þessari stórmynd. En hann kom mér svo skemmtilega á óvart sem Jack Hall faðir og veðurfræðingur. Ian Holm er góður sem samstarfsfélagi veðurfræðingsins. Jake Gyllenhall er bestur í þessari mynd sem sonurinn Sam Hall. Tæknibrellurnar eru frábærar og tónlistin... var tónlist? man það ekki. Roland Emmerich tókst að ná upp sömu spennu og í Godzilla. Frábær mynd sem er keyrð áfram af glæsilegum tæknibrellum, sterkum leikarahóp og líflegum og spennandi söguþráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brad Piitt er ekki í sínu besta og Wolfgang Petersen og co. ná tónlistinni og Trjóustríðinu á sitt stig, það sem heldur þessari mynd uppi eru aukaleikararnir fyrir utan Rose Byrne og Garrett Hedlund. Orlando Bllom er ekki í sínu leikaraformi. Besti aðalleikarinn er þó Eric Bana en hann er rosalegur bardagakappi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, Alfonso Cuarón tókt það sem Chris Columbus tókst ekki. Mér finnst þriðja bókin af fimm sem komið hafa út sú önnur besta en myndin er greinilega sú besta af þessum þrem sem komið hafa út. Tæknibrellurnar eru flottar og tónlistin er meiriháttar. Nýju leikararnir David Thewlis, Michael Gambon og Gary Oldman eru góðir en Gary Oldman er þó brjálæðislega nettur. Ungu leikararnir hafa batnað mikið síðan í annari myndinni en þó sérstaklega Emma Watson og Rupert Grint en Daniel Radcliffe má bæta sig oggubonsulítið. Robbie Coltrane er þó alltaf góður og Alan Rickman hefur bætt sig rosalega í hlutverki Severiusar Snapes. Margir hafa verið að kvarta undan rangri tímaröð á söguþræðinum en mér fannst Alfonso gera góða hluti með myndina og breyta aðeins tímaröðinni svo hörðustu áðdáendur Harry Potter viti ekki alltaf hvað sé að fara að gerast. Byrjunin er líka einhvernvegin öðruvísi en áður eða betur en áður. Verst við myndina er hve lítið er kafað inní suma mikilvæga hluta myndarinnar og hve hratt er farið í gegn svo þeir sem ekki hafa lesið bókina fatta ekkert. ,,Er Sirius einn af vitsugunum” svo ég vitni í eitt ruglaðan krakka í salnum. Svo finnst mér minna mæða á Dumbledore í myndinni en áður en Gambon hefði geta gert góða hluti með hlutverkið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, það er gott að sjá þegar framhaldsmyndir eru góðar og fyndnar. Söguþráðurinn er frábær og Eddie Murphy hefur loksins gert góða bíómynd. :D:D Nýju persónurnar eru frábærar þó sérstaklega Stígvélaði kötturinn og Draumaprinsinn. Tónlistin er töfrandi og ekkert er betra en að sjá Grimms-ævintýraverur í svona hlutverkum. Tölvugerðin er mun betri en myndin er stundum fyrirsjáanleg. Antonio Banderas er sá besti í myndinni í hlutverki Stígvélaða köttsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Starship Troopers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já þessi mynd er ein fárra sannana um að geimmyndir geti verið góðar. Tæknibrellurnar eru flottar og tónlistin fín. Söguþráðurinn er allt í lagi. Forsagan er nægilega stór svo maður skilji myndina. Leikararnir er sannfærandi með Casper Van Dien í fremstu víglínu.

Myndin er þó smá langdregin og fréttaskotin sem koma inn á milli í myndinni eru fáráleg. En þessi mynd heldur sér fyrir ofan velsæmilínuna og fellur ekki í gryfju hinna lélegu Hollywoodmynda. :d
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æ, það er ekki gaman að sjá svona myndir eyðilagðar með rómatík og væmni. Byrjunin minnir meira á gamanmynd frekar en spennumynd. Og er ekki fullmikið lagt á Peter ég meina getur hann ekki sagt M.J. hver hann er og hún ákveður hvort hún verði vinkona hans eður ei og frænka hans verður alltaf frænka hans ég meina hún færi ekki að segja öllum bænum að Peter sé Spiderman. Vælukjóaatriðin í myndinni eru of mörg. Alfred Molina og James Franco eru bestir í leikarahópnum og búningar Spidermans og Doc Oac eru flottir. Skurðstofuatriðið, þegar bílnum er kastað í glerið á kaffihúsinu og setningum ,,But he is just a kid, eru það langbesta við myndina. Bardagaatriðin eru flott sérstaklega þegar tónlistin er tekin af en þau meiga vera fleiri og lengri. En söguþráðurinn er ekki góður og margt er eins og í fyrri myndinni og sumt er alltof fyrirsjáanlegt og það vantar lokabardaga. Það mætti kalla hana. The hard life of Peter Parker, eða eitthvað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Village
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað er skemmtilegra en að horfa á mynd eftir M. Night Shyamalan .


Þessi snillingur færði okkur The Sixth Sence, Unbreakable og Signs og hann gefur ekkert eftir í nýustu mynd sinni The Village.


Í friðsamlegu og útskekktu þorpi býr fólk sem virðist lifa fullkomnu lífi. Algjörlega úr sambandi við umheiminn vegna þess að skógur er allt í kringum þorpið en það er ekki allt því í skóginum búa hræðilegur verur sem laðast að öllu rauðu. Þorpsbúar hafa gert samning við verurnar um að fara aldrei inní skóginn og þá koma verurnar ekki inní þorpið. En þegar Lucius Hunt (Joaquin Phoenix) labbar inní skóginn koma verurnar inní þorpið og allt verður vitlaust!


Þetta minnir ekki mjög á mynd eftir M. Night Shyamalan en hún er með þannig yfirbragð.


Í myndinni er margir frægir leikarar svo sem Brendan Gleeson (Troy), Joaquin Phoenix (Signs), Sigourney Weaver (Alien 1,2,3,4) og Adrien Brody (The Pianist). Einnig er þar Bryce Dallas Howard dóttir Rons Howards leikstjóra.

Allir þessir leikarar eru frábærir.


Tónlistin er drungaleg að vanda en spilar stundum of stórt hlutverk.


Flott hryllingsmynd sem ég mæli með.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hellboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já það er ekki oft sem góðir hetjumyndir eru gerðar.


En...


Hellboy er mynd sem maður pælir í.


Myndin byrjar vel og heldur sig fyrir ofan velsæmismörk... sem betur fer.

Búningar og útlit allra eru frábær þó sérstaklega búningurin hnífamannsins í byrjunaratriðinu (Nasistaherbúningurinn) og hreyfingar mannsins eru snilld.

Ég hef aldrei séð Ron Pearlman í slíku stuði síðan í Enemy at the Gates.

Selma Blair er söm við sig og John Hurt sýnir ekki minnstu veikleikamerki og Doug Jones fer vel með erfitt hlutverk.

Samt minnir þetta óþægilega á gamlar stríðmyndir og gamlar sem nýjar galdramyndir.


En grínið spilar hæfilega gott hlutverk í myndinni og einnig kaþólsk trú.

Trú mín hefur aukist til muna :p .


Flestir aukaleikararnir er frábærir.

Ofurhetjumynd sem fer alls ekki útí öfgar eins og sumar aðrar þannig myndir... nefni engin nöfn.


Tónlistin er þó ekki í sama fíling og atriðin.


Guillermo del Toro heldur sig á mottuna... gott.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Another Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pierce Brosnan sannar að hann ætti að hætta sem Bond og gefa yngri mönnum séns. Halle Berry er algjörlega ekki Bond-stelpu týpan en John Cleese klikkar ekki. Söguþráðurinn er fínn fyrri hluta myndarinnar en seinni hlutinn er langdreginn og leiðinlegur. Gaman var að heyra að Ísland myndi koma fram í þessari mynd en hvernig það er notað er ömurlegt. Demantanáma fuss og svei! Tónlistin er fín en kommon. Það vantar smá gamla og góða Bond-takta í þetta. Það er gefin upp ranghugmynd af N-Kóreu og en eitt af fáum góðum atriðum er þó atriðið í byrjuninni sem gerist í N-Kóreu.

Sorglegt er að segja að þessi mynd er hörmung.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei