Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Mist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Varist - Hugsanlegur Spoiler
Ég vil byrja á því að segja að mér fynnst þessi mynd ekki verðskulda 8 af 10 stjörnum, enganvegin, þar sem allur seinni helmingur myndarinnar og útkoman í rauninni var bara hið versta rugl. Ég veit ekki hvernig þeir voru að pæla þetta, kanski hugsunin hafi verið að gera eitthvað nýtt og koma manni á óvart með hverri senu. En því miður þá er það bara þannig að allt sem að ég sá í þessari mynd var stolið úr öðrum myndum, sett inn í söguþráð sem að gerði mann bara pirraðan og svo endað á þennan hátt, guð minn almáttugur, mig langaði bara hreinlega að fá enduborgað, ekki getur það verið að þeir hafi verið að sækjast eftir því þegar þeir gerðu þessa blessuðu mynd sem að lýtur út eins og samsuða af "Silent Hill 2" tölvuleiknum, Jumangy, The Fog, Wicker Man og fleirum myndum sem að ég nenni ekki að telja upp hérna.

Það sem að ég hef um þessa mynd er að segja, að ég vildi óska þess að ég hefði bara staðið upp og labbað út í hléinu eða allavega rétt fyrir lok myndarinnar, þá hefði ég verið talsvert sáttari með útkomuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Varist - Hugsanlegur Spoiler
Ég vil byrja á því að segja að mér fynnst þessi mynd ekki verðskulda 8 af 10 stjörnum, enganvegin, þar sem allur seinni helmingur myndarinnar og útkoman í rauninni var bara hið versta rugl. Ég veit ekki hvernig þeir voru að pæla þetta, kanski hugsunin hafi verið að gera eitthvað nýtt og koma manni á óvart með hverri senu. En því miður þá er það bara þannig að allt sem að ég sá í þessari mynd var stolið úr öðrum myndum, sett inn í söguþráð sem að gerði mann bara pirraðan og svo endað á þennan hátt, guð minn almáttugur, mig langaði bara hreinlega að fá enduborgað, ekki getur það verið að þeir hafi verið að sækjast eftir því þegar þeir gerðu þessa blessuðu mynd sem að lýtur út eins og samsuða af "Silent Hill 2" tölvuleiknum, Jumangy, The Fog, Wicker Man og fleirum myndum sem að ég nenni ekki að telja upp hérna.

Það sem að ég hef um þessa mynd er að segja, að ég vildi óska þess að ég hefði bara staðið upp og labbað út í hléinu eða allavega rétt fyrir lok myndarinnar, þá hefði ég verið talsvert sáttari með útkomuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Deja Vu
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er einka skemmtileg áhorfs, maður fær samt eiginlega ákkurat það sem að maður bjóst við. Ég veit ekki með ykkur en mér þótti myndin heldur fyrirsjáanleg, en hún var samt góð



Það eina sem að ég get sagt er að ef að fólk heillast af pælingunum sem að eru í gangi í myndinni þá er til önnur mynd sem að gæti skemmt því fólki. >Primer<. Fleira var það ekki. /Konni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pulse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pusle, hreint ekki mynd sem að ég mæli með að nokkur borgi sig inn á. Ég sé frekar mikið eftir því, en samt ekki. Myndin var ágæt í það sem að ég ætlaði mér, drepa tímann. Þetta var svona on of them nights þar sem að maður hefur ekkert betra að gera heldur en að fara bara í bíó.



Myndin er ekki hrikalega vel skrifuð, en réttarasagt frumleg. Hún er bara einn ein af þessum myndum sem að koma bara út, enginn veit hver skrifar þær og engin veit hvað fólk var að pæla með að setja pening í þessa þvælu, þeir gerðu það samt, maður fór og horfði á hana, og var eiginlega alveg sama. Það er eins og þessar myndir séu gerðar til þess eins að maður angrist ekkert, maður fer út úr bíóinu sem nákvæmlega sama manneskjan, nema kanski hvað þig langar ofboðslega að kaupa þér snickers allt í einu, og mikið af því.. Hahaha..



Hálf stjarna, hún er ekki illa gerð. Bara innihaldslaus út í eitt. /Konni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tenacious D in the Pick of Destiny
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hressileg mynd hér á ferð með þeim félögum Jack Black og Kyle Gass sem að saman mynda hljómsveitina Tenacious D.



Húmorinn í myndinni er í stíl einkennandi við Jack Black, hann hefur vissulega leikið annan karakter í gegnum tíðina en ef að hann kemur að gerð myndarinnar þá er það svona sem að hann leikur helst, og það þá venjulega sjálfan sig bara.



T.d. School of Rock, voða svipaður karakter og sama gildir um Orange County.



Fyrir þá sem að fýla Jack Black, og það ég geri þá er þessi mynd hin besta skemmtun, kemur inn á sögu hljómsveitar þeirra félaga, efast þó um að myndin sé byggð á sönnum heimildum en hverju skiptir það. JB og KG leggja af stað í ferðalag að leita að bestustu og frábærustu gítarnögl í heimi sem að gerir þeim kleift að verða stærstu rokkstjörnur heimsins og lenda í alls kyns erfiðleikum með þann pakka. Eins og ég segi, fyrir þá sem að fýla Jack black þá er þetta alveg geggjuð mynd.



Ég gef henni 3 stjörnur, mér fannst hún fantagóð, en þetta er nú samt ekkert meistaraverk. Leikarar og mynd fín, ekkert sem að ég man eftir sem að pirraði mig við áhorf myndarinnar. Um að gera að skella sér bara í bíó. /Konni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór að sjá Eragon um daginn og eins og þeir sem hafa skrifað hér á undar mér var ég fyrir alveg stórkostlegum vonbrigðum. Ég fór á myndina, með það í huga að kanski hann hafi selt frá sér kvikmyndunar-réttindin aðeins of snemma. Ég held nú að það sama hafi gerst með Lord of the Rings, og það hafi ekki verið fyrr en núna sem að bókinni var gert skil almennilega í bíómynd.



Það sem að ég held að hafi farið mest í taugarnar á mér í sambandi við myndina var það að í bókinni fetaði Paolini í fótspor Tolkien með því að lýsa persónum bókarinnar, allavega nógu vel til þess að maður gæti gert sér þokkalega mynd af þeim í huganum, og það að í myndinni hafi þessi persónusköpun verið tekin og fleygt út um gluggann. Allt í sambandi við útlit persóna þessarar myndar fór í taugarnar á mér, hver og einn einasti karakter, þá sérstaklega Galbatorix sem leikin var af John Malkovich. Ég skil ekki hvernig þeim datt í hug að það myndi spjara sig, ekki hrikalega sannfærandi að setja þetta þekktan leikara í hlutverk aðal illmennisins, hefði ekki verið betra að fá smá fresh talent.



Myndin er ekki illa unnin, ug upptaka sæmileg bara. Það er væntanlega handritshöfundum þessarar bíómyndar mestan part að kenna hversu hrikalega illa hún tókst til, satt að segja þætti mér sniðugara að gera fyrstu myndin aftur, og svo halda áfram þaðan. Ef að þeir gera 2 myndir í viðbót með þessum hætti, gæti ég alveg eins sniðgengið þessa mynd í kvikmyndahúsunum þó ég væri væntanlega reiðubúinn að leygja þær.



Gef myndinni 2,stjörnur vegna þess að hún var ágætlega unnin, og bókin er hin hreinasta snilld. Vona að næsta mynd verði betri, sé þó ekki hvernig þeim tekst það, oh jæja. Þannig er það nú. Konni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei