Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Core
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skal hafa þetta mjög stutt og einfalt.


EKKI FARA Á ÞESSA MYND!!!!!!


Þessi mynd er ekki 10$ virði að eiða í bíó. þetta er í mesta lagi videóspóla, þar sem masókismi er þema kvöldsins. Það eina sem gerir þessa mynd skárri en Armageedon er að þessi mynd virðist vera laus við bandarsíka þjóðardýrkun, fyrir það eina gef ég þessari mynd 1/2 stjörnu.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Punch-Drunk Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög hlílegt og fyndin saga um ástarsamband bælds einstaklings.

Adam Shandler hækkar mikið í áiti hjá mér eftir mjög svo slappar myndir sem hann hefur gert unanfarið, er þessi mikið stökk uppávið og ég væri ekki frá því að þetta sé besta myndinn sem hann hefur leikið í. Þetta er sammt ALLS ekki týpísk Adam Shandler mynd. Ég veit ekki alveg við hverja á að líkja henni því hún er engri mynd lík. Ég held sammt að hún sé ekki fyrir alla. og þeir sem vilja fara á góða aulahúmorsmynd ættu að sleppa því að fara á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ákaflega hröð og fjörug mynd sem heldur manni við efnið allan tíman. Fyrir þá sem hafa ekki séð eldri myndirnar (apapláneturnar) þá er þessi mynd sennilega hin besta skemmtun. Ef fyrir þá sem hafa séð fyrstu myndina á sínum tíma og horfa á þessa þá gætu þeir orðið auðveldlega fyrir vonbrygðum. Þeir verða að hafa það í huga sem hafa séð eldri myndirnar að þetta er ekki Remake Frá eldri myndunum og þetta er ekki frammhald heldur. Þetta er Tim Burtons túlkun á sögunni um apaplánetuna. Mér fynnst niðurstaðan vera ákaflega vönduð og vel unnin mynd. Það eina sem ég hef út á hana að setja er TIM ROTH sem leikur Thaos sem er vondi kallinn í myndinni og mér fynnst hann ofleika. Ég mæli hiklaus með þessari mynd fyrir alla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
End of Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er nú hræðilega einföld mynd, sem er of fyrisjáanleg. Það vantar ALLAN frumleika í söguþráðinn. Það er ekkert nýtt hér á ferð. Persónurnar eru ýktar og illa skrifaðar. Myndin er mjög flott og ágætis sýning fyrir augað. Ég gef þessa einu og hálfu stjörnu fyrir flottar tæknibrellur og ágæta skemmtun, en ekki búast við að muna eftir miklu þegar þú labbar út úr bíósalnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Simple Plan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er einkar vel leikin. Ég sá hana reyndar fyrir 5 mánuðum síðan. Mjög raunveruleg og mjög sannfærandi, einmitt það sem vantar í Kanann. Ég hef ekkert nema gott um þessa mynd að segja og gef henni því mína hæstu einkunn. A.T.H. Þessi mynd er drama, þetta er ekki spennumynd ef einhverjum hefði dottið það í hug.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The World Is Not Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hreint út sagt ömurleg. Hérna er Bond orðin einhver He-Man. Ýktar sprengingar og gamlir frasar notaðir til þess að lífga upp á lélegan leik sem virkar ekki og endar í tómri þvælu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
JFK
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er sú þyngsta og erfiðasta á að horfa sem ég hef séð. Það er dælt í manni upplýsingum í 3 tíma og maður má ekki missa athyglina í eina mínútu, þá ertu búinn að missa af mjög mikilvægum parti myndarinnar. Í fysta skiptið sem ég sá hana fannst mér hún góð enn ekkert það sérstök, annað skiptið var hún mjög góð því þá skilur maður hana betur. Og þannig heldur það áfram. Ég hef séð þessa mynd núna ca. 10 sinnum og ég er alltaf að taka eftir einhverjum smátriðum sem ég missti af þegar ég sá hana áður. Þessi mynd verður einfaldega betri og betri því oftar sem þú sérð hana. Þetta er tvímælalaust ein af bestu myndum sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bowfinger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ágætis della sem maður gleylmir um leið og maður kemur út úr bíósalnum. Ef þú hefur ekkert að gera er ágætt að eyða tímanum á þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei