Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dirty Dancing: Havana Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins er komin önnur Dirty Dancing það var sko alveg komin tími á þessa mynd og hún hitti beint í mark hjá mér. Jafn dramatísk og sú fyrri og æðislegir dansar. Patrick S. hefur reyndar elst dálítið síðan síðast en það gerir ekkert til því þarna er komin rosalega sætur latin boy sem mjög gaman er að horfa á. Myndin er frábær afþreying og ég brosti út af eyrum þegar ég var búin að horfa á hana. Allar stelpur sem og aðrir sem hafa áhuga á rómantík ættu ekki að láta þessa fara framhjá sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Garfield
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd sem allir aðdáðendur Grettis verða að sjá sem og þeir sem vita hvernig köttur Grettir er. Þeir sem vita ekki hvernig köttur Grettir er gætu misskilið hann og fundist hann hrokafullur og fleira í þeim dúr, en þannig er bara Grettir og það er það sem gerir hann svo sérstakann kött. Billy Murray stendur sig snilldar vel og húmorinn hans Grettis kemst svo sannarlega til skila :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei