Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Nutty Professor 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð náttúrulega bara að segja að þetta er eitt það lélegasta framhald sem ég hef nokkurn tíma séð. Önnur eins afbökun á góðum brandara hef ég sjaldan áður orðið vitni að! Fyrri myndin var frábær! Eddie Murphy sýndi það og sannaði með þeirri mynd að hann var ekki búinn að glata hæfileikanum að fá fólk til að hlæja. Maður gat að sjálfsögðu ekki búist við annarri eins mynd í framhaldinu, en guð minn góður!!! Í fyrsta lagi hefðu þeir mátt sleppa algerlega kaflanum um Buddy Love í myndinni. Í hvert skipti sem hann birtist á skjánum langaði mig til að stökkva upp á sviðið og skera bíótjaldið í ræmur! Janet jackson... ég veit ekki einu sinni hvort ég ætti að fara út í þá sálma... Hún getur allavega ekki leikið fyrir fimm aura, og væri nær að halda sig bara við sönginn... nei bíddu nú við... hún er hræðileg söngkona!!! Kannski ætti hún bara að þegja og vera falleg! Það er það sem hún gerir best. Úfffff.... hvað meira? Jú Klumparnir áttu nú sínar stundir í myndinni. En ekki veit ég af hverju það þurfti að vera að blanda einhverjum kynferðislegum vandamálum hjá foreldrum Shermans inn í myndina... Hlutverk þeirra í myndinni ætti bara að vera að segja brandara og prumpa með reglulegu millibili... og hananú! Amman stóð nú samt alltaf fyrir sínu! Og eitt hér að lokum... Hvað var málið með þennan hamstur???
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Nutty Professor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Grínmynd í hæsta gæðaflokki. Eddie Murphy fer á kostum sem allir meðlimir Klump fjölskyldunnar. Ég var að enda við að skrifa umfjöllun um Nutty professor 2 þannig að ég ákvað bara að láta þennan fylgja með. Þetta er skólabókardæmi um hvernig á að gera góða grínmynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei