Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Charlie's Angels: Full Throttle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það þarf meira en góða tónlist, sprengingar, tölvubrellur og flottar gellur til að gera góða kvikmynd. Myndin þarf að hafa góðan söguþráð líka og leikstjórinn þarf að KUNNA að koma honum til skila, sem McG kann alls ekki. McG er betur þekktur sem leikstjóri tónlistar-myndbanda (Korn, Slipknot ofl.) heldur en kvikmynda leikstjóri enda sígur hann sem slíkur.

En hann leikstýrir einnig þáttunum Fast-Lane á skjá 1.

þær stöllur lenda í honum kröppum í þessari mynd þegar þær eru fengnar til að endur heimta hringa sem geyma upplýsingar um HALO, vitnaverndina. Vondu gæjarnir eru á eftir hringunum líka sem er haldið af þjófnum (sem leikin er af Demi Moore en hún skítur Bruce Willis, fyrrverandi eiginmann sinn í hausinn í þessu hlutverki-kanski eithvað langþráð) fyrir hæstbjóðanda. þvílíkir bílar, þvílíkar sprengingar, þvílíkt kjaftæði.

John Clease(Monty Python) byrtist þarna sem illa uplýstur faðir

Lucy Liu og Bernie Mac sýnir hversu lélegur leikari hann er. McG einbeitir sér svo mikið að sprengingum, bílum, mini-pilsum, og tónlist að hann steingleymir að myndin þarf skiljanlega útfærðan söguþráð líka. Kanski hann ætti að halda sig við myndöndin þar sem hann getur sýnt þetta allt án þess að þurfa að huga að söguþræði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Willard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Daniel Mann gerði myndina Willard árið 1971 og hér er kominn endurgerðin eftir Glenn Morgan með Crispin Glover (Back to the future, Charlies Angels) í aðalhlutverki.-

Willard Stiles er bældur ungur maður sem á ekkert í sínu lífi nema geðtruflaða móður(Jackie Burroughs) sína og leðinda starf á skifstofu fyrirtækis sem eitt sinn var í eigu föður hans, sem nú er látinn. Í vinnuni þarf hann að þola níð og háð frá yfirmanni sínum og ekki tekur betra við þegar hann kemur heim og þarf að hjúkra aldraðri móður sinni. Líf Willards tekur breytingum þegar hann ætlar að losa sig við meindýrin í kjallaranum en vingast við þau í staðinn. Hann eignast vininn Sókrates sem er hvít rotta sem virðist ótrúlega vel gefinn það líður ekki á löngu fyrr en allar rotturnar í kjallaranum eru á hans valdi- Eða hvað?

Myndinn er vel leikinn og Crispinn Clover alveg skapaður í þetta hlutverk. Leikmyndinn er mjög vel gerð og sýnir áhorfandanum hversu grá-myglaður hversdagsleiki Willards er. Myndinn er samt mishepnuð á köflum. Svartur húmorinn höfðar líklega ekki til margra og þegar á heildina er litið þá er maður alltaf að bíða eftir einhverjum hápunkti sem aldrei kemst almennilega til skila.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
28 Days Later...
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Flestar myndir um vírusa (t.d.Outbrake) vekja eithvað óhuggulegt inní sálartetrinu hjá flestum, þar sem vírusar eru óneitanlega svartasti ótti allra manna, sem leiðir til þess að það er mjög erfitt að klúðra óhuggnaði í Vírusa myndum. Að mínu mati er þessi mynd ALLS EKKI hryllings mynd heldur vírusa spennumynd með svona Resident Evil(Tölvuleikja sería) ívafi. Fjármunir myndarinnar komu frá Lottó vinningi sem Alex Garland (einn handritshöfundanna) vann. Og ef vandlega er skoðað er myndinn ekkert nema auglýsingar frá sælgætis, gosdrykkja og bíla framleiðendum sem styrktu gerð myndarinnar. Söguþráðurinn er einfaldur. Jim (Cillian Murphy) vaknar uppúr dái á sjúkrahúsi í London vegna bílslyss, en aðeins til að upplifa hræðilega breytingu á öllu sem hann þekkir. London er yfirgefin í rústum og mannfallið gífurlegt vegna veiru sem vekur upp hrikalega heift hjá fórnarlambinu og breytir því í hugsunarlausan morðóðan djöful í mannsmynd. Það líður ekki að löngu fyrr en hann finnur aðra sem ekki hafa smitast og lifa í rústunum og klassíska vísindaskáldskapar atburðarrásin um síðasta fólkið á jörðinni byrjar. 28 days later er í rauninni endurgerðin af The omega man(1971) og flest í fari þeirra smituðu er stolið uppúr Adrenaline -feel the rush(1996) þar sem við fengum að sjá Christopher Lambert kveljast. Þrátt fyrir að þessi mynd sé alls ekki frumleg þá skapar hún alveg ótrúlega vel heppnað og sefasjúkt andrúmsloft sem sýnir á mjög raunsæann hátt hvað gerist þegar fólk lendir í erfiðum aðstæðum. Myndin heldur spennuni og sefasýkinni í botni alveg frá upphafi til enda. Góð afþreying fyrir þá sem vilja fá hnút í magann fyrir framan skjáinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
2 Fast 2 Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hreinasta hörmung frá upphafi til enda. Fast and the furious(fyrri myndin með Vin Diesel) kom nokkuð á óvart í endann en nær samt ekki með tærnar þar sem kvikmyndagerð hefur hælana og þessi er enn verri. Paul Walker kemur hér aftur í hlutverki Brians O'Connor, fyrrverandi löggu sem núna er krimmi sem stundar glanna akstur á götum Miami (karakter sem tók rétta stefnu í lífinu). Löggan loksins nær honum og í staðinn fyrir að stinga honum inn láta þeir hann hjálpa sér að finna og handtaka eiturlyfja baróninn Carter Verone (Cole Hauser) og þá skuli þeir eyða sakaskránni hans, hann samþykir með því skilyrði að hann fái að velja sér félaga sem er auðvitað Roman Pearce (Tyrese). Myndirnar báðar sýna einhvern afskræmdan raunveruleika þar sem smákrimmar og aðrir fyrirmyndaborgarar koma saman á kvöldin í stórborgunum, loka götum, og breyta heilu hverfunum í Rallybraut þar sem rándýrir bílar (hvernig sem þessir einstaklingar fá peninga fyrir þeim) eru notaðir. Myndin er ömurlega leikin og stútfull af klisju- töffara skap, einhverju tilbúnu bílaslangri sem a sér enga stoð í raunveruleikaranum, tölvugerðum kappakstri, leiðinlegri tónlist, nöktum kvennmönnum og flottum bílum. Þessi mynd er einsog langt og hrillilega leiðinlegt hipphopp, R&B myndband. Þvílík sóun á filmu og peningum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
House of 1000 Corpses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg



OK, þessi mynd fékk reglulega lélega dóma frá gagnrýnedum almennt. Enda þannig gerð myndar sem mjög auðvellt er að jarða: Óraunsæ, ofleikinn, með mjög grunna persónusköpun (fyrir utan klisjukenndu splatter-geðsjúklings týpuna). Dauðarokkarinn Rob Zombie fékk þó að öllu heldur frekar þó stundum frekar ósanngjarna dóma því með frumlegri kvikmyndatöku og skemtilegum atriðum(sérstaklega þegar mjög svo pirrandi lögregluþjónn er tekinn af lífi) sýnir hann framá að hann hefur hæfileika til að verða ágætis leikstjóri.

House of 1000 Corpses er EKKI góð mynd, þetta er LÉLEG mynd, virkilega LÉLEG mynd.

En höfðar samt til þeirra hluta sem hryllingsmynda cult classic myndir er gerðar úr, þó svo ég stórefist um að þessi fái að hanga á vegg með myndum einsog Nightmare on Elmstreet eða Jason goes to hell.


Tvenn kærustupör eru að flakka um þjóðvegi bandaríkjanna, því þau eru að skrifa bók um hina furðulegu hlið Norður-Ameríku sem er leynd fyrir hinum hefðbundna túrista. Í afdala, sveitavarga héraði rekast þau á hrillings-freakshow safn og strákarnir telja það vera fullkominn stað til að skrifa um. Þar fá þau skoðunarferð inní heim fjöldamorðingja og geðsjúklinga

(sem allir hafa prítt sögu bandaríkjanna) og einnig kynnast þau sögu hins hræðilega Dr.Satan sem átti víst að hafa verið fjöldamorðingi í héraðinu fyrir áratugum síðan. Eftir þessa skemtilegu og frekar taugatrekkjandi skoðunarferð vilja krakkarnir fá teikningu af grafarstað Dr.Satan en það hefðu þau betur látið ógert. Þau villast af leið og enda inn í húsi fullu af morðóðum geðsjúklingum.


Áhorfandinn kynnist karakter sem minnir skuggalega á Riff-Raff sem við hlógum að í Rocky Horror Picture Show fyrir 25 árum síðan, það vill svo skemtilega til að gaukurinn ber nafnið Otis(Ottis Tootle var félagi Henry Lee Lucas og saman eiga þeir að hafa drepið um 500 manns í bandaríkjunum snemma á 8. áratugnum) og enn fremur hinni 19ára kynþokkafullu Baby: snargeggjaðri frekjubuddu með ljósa lokka og stóran beittan hníf. En þessir karakterar eru eftir-minnilegastir. Andrúmsloftið í þessari mynd minnir óþægilega á Texas Chainsaw Massacre og maður fær það á tilfinninguna að Rob Z. hafi fengið margar hugmyndir lánaðar þaðan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Irreversible
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Irreversible er meistaraverk leiksstjórans Gasper Noe ( I stand alone, 1999)

Irreversible er kvikmynd sem gefur áhorfandanum kröftugt högg á magan, með argandi tilfinningaþrunga.

Noe virðist ætla sér visst takmark með þessari mynd og hann nær því sko örugglega, en takmarkið er vafalaust að vekja upp miklar tilfinningar og íhugun um raunveruleikann sem við lifum í.


Myndinn fjallar um tvo elskendur, þau Alex (Monica Belucci) og Marcus (Vincent Cassel) og örlagaríka breytingu sem verður á lífi þeirra þegar ráðist er á Alex eitt kvöld og henni nauðgað og misþyrmt á hrottalegan hátt af torræðna mellu-dólgnum Tenia.

Með hjálp smákrimma á götum Parísar finna Marcus og Pierre vinur hans (Albert Dupontel)

Homma-S&M klúbbinn The Rectum (endaþarmurinn) og þar riðjast þeir inn í mikilli geðshræringu til að finna þennan ógeðfelda mellu-dólg og hefna, en það endar með hræðilegum afleiðingum.


Noe leikur sér hér á sama hátt og Christopher Nolan gerði með aftursnúnu myndina MEMENTO, það er að segja hann byrjar myndina á endanum og fytjar sig síðan smá saman upp á byrjun, þar sem myndin er látin byrja í helvíti og enda í himnaríki. Snilldin við þetta er hvernig hann blandar saman tónlist, hreyfingu myndavélarinnar, og umhverfisáhrifum til að framkalla stórbrotnar tilfinningar hjá fólki.


Í byrjun myndarinnar er áhorfandinn leiddur í gegnum S&M-homma klúbb þar sem hann upplifir sóðalega úrkynjun,

Hnefa-endaþarmsríðingar, leðurólar, subbulegt klám, sjálfspyntingar og fróanir meðan myndavélin er á sífeldum snúningi, rauðleiddri lostabyrtu er varpað á umhverfið, og tónlistin er bylgjukennd lágtíðnis ærandi sveifla með deyfðum techno hjómi, stunum og sársauka-nautna öskrum í bakgrunn.


Þessi umhverfisáhrif + sjúkleikinn sem er sýndur veldur hálfgerðri ógleði hjá áhorfandanum, enda er það ætlunarverkið (munið að myndinn byrjar í helvíti).


Því næst riðjast þeir félagar þar inn til að leita að hinum alræmda Tenia og það endar með að félagi hans er barin til dauða með slökkvitæki. Þaðan fykrar myndin sig áfram og áfram að byrjuninni með ruglingslegum snúningi á myndatökunni þar til að 10 mínútna langt, ofbeldisfullt naugunnar atriði Alexar kemur, sem endar með að hún er barin til dauða. Noe skellir eða öllu heldur þrumar ísköldum raunveruleikanum framan í áhorfandan einsog blautri tusku, þar sem hann sýnir okkur einfaldlega hlut sem gerist á hverjum degi allsstaðar í heiminum í kringum okkur, og til að gera hræðilegan hlut enn hræðilegri lætur hann nafnlausan hjástandara labba inn í neðanjarðargöngin, sem nauðguninn á sér stað í. Þessi einstaklingur stoppar eitt augnarblik, sér hvað er að gerast og gengur síðan burtu án þess að viðhafast neitt, með því er er Noe að sýna okkur á einfaldann hátt að við vitum um ógeðið og illskuna í kringum okkur en við viljum ekki sjá það.


Þessi ruglingslegi snúningur og ringulreið á myndavélinni á eftir vill kanski að vera myndlíking af sjúkri og úrkynjaðri hugsun mannskepnunar, en inní þetta setur hann dæmi um firringu, kynþáttahatur, reiði, spillingu og margt fleira. En myndin fykrar sig lengra upp á byrjun þar sem fallegir hlutir eiga sér stað einsog ást milli tveggja einstaklinga, hamingja, fylling, sakleisi, sumar og sól. Þannig að við fáum í lokin þennan fagra Hollywood endir þar sem allt endar vel (Þó að við vitum að í rauninni á það að vera byrjunin).


Noe virðist vera að nota þessa mynd sem yfirlýsingu á því að hamingja og öryggi er EKKI sjálfsagður hlutur og við sem njótum þess, megum vera þakklátari, einnig notar hann myndina sem vitundar vakningu um að heimurinn er ekki góður staður þar sem einstaka slæmir hlutir gerast, heldur miskunarlaus veruleiki þar sem hrottalegt ofbeldi á sér stað að handahófi, heimskuleg hegðun einsog tilgangslausar hefndir og einnig að hver einstaklingur á ekkert meiri rétt á sér en hver annar....


Þessi mynd er sannkölluð meistara flækja raunsærra tilfinninga og hugarástands sem breytir hugsun áhorfandans alvarlega og ef ekki til frambúðar. Ég gef myndinni 10/10 og mæli með henni fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á heimspeki og almennilegri kvikmyndagerð

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei