Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Léon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg




Ég verð bara að segja að maður sér varla betri spennumynd en Leon. Hún er með Jean Reno í aðalhlutverki ásamt Natalie Portman og Gary Oldman. Meistarinn Luc Besson leikstýrir þessari mynd sem hefur leikstýrt og í frábærum myndum á borð við Nikita og Fift Element,Taxi 1 og 2 The story of joan of arc o.fl myndum. Klippingin er flott og tónlistin í stíl. Spænsk/franski töffarinn Jean Reno fer alveg á kostum í myndinni og greinilega sýnir að hann er algjör snillingur. En hann lék líka í einni nýlegri mynd sem heitir The Criminal Rivers sem allir ættu að sjá. Hún fjallar um leigumorðingjann Leon (jean reno) og stúlkuna Mathilda. Eyturlyfjulöggan Gary Oldman drepur fjölskyldu Mathildar fyrir framan augun á henni í blokkinni þar sem þau eiga heima. Þar fer hún til nágranna síns sem er Leon og verður hjá honum. Leon kennir henni að drepa og gengur henni í föðurstað. Mathilda ætlar að hefna sín á löggunni og Leon hjálpar henni. Natalie leikur sitt hlutverk nákvamlega eins og það á að vera og Gary Oldman leikur geðvikan mann eins og vanalega því hann leikur það nánast í öllum myndunum sínum. Bardagarnir eru flottir og Reno er lang bestur í myndinni þótt Oldman og Natalie Portman væru góð. Þetta er besta mynd Luc Besson sem ég hef séð. Eins og ég sagði eru bardagaatriðin með Jean Reno geðvikt flott eins og þegar hann birtist úr loftinu og skaut heila víkingasveit í klessu. Plottið er rossalega gott. Hún er bæði spennu og drama. Ég er búin að horfa á þessa mynd nokkrum sinnum og alltaf jafn mikil snild og þess vegna mæli ég með þessu meistaraverki.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Anthony Hopkins er aftur komin í hlutverkið sitt sem Dr.Hannibal Lecters og Julinne Moore í stað Jodi Foster sem neitaði leika í henni, hún lék í fyrri myndini sem hét The Silence Of The Lambs sem var snild. Það eru liðin 10 ár frá því að hann slapp úr gæslu og lifir góðu lífi á Ítalíu í Florens og hefur bætt mataræðið sitt,enda vill hann ekki enda í klefa allt sitt líf hann er nú eginlega ekkert búin að gera af sér síðust liðin ár en fólk eru ekki búið að gleyma honum því hann er nú talin hættulegasti maður í heimi sem er kannski ekkert skrýtið. Mason Verger er eina fórnalamb Hannibals sem hefur lifað af og ætlar að hefna sín á því sem Hannibal gerði við hann hann lætur upplýsingar berast um allan heim en einn daginn sér lögreglustjóri Florens sjálfan Hannibal og lætur Mason vita en Hannibal er fljótur að vita hvað er á seiði og áhveður að fara að rifja upp hvað hann gerði fyrir 10 árum og þá áhveður Clarice Starling (Julinne Moore að hefjast leitar . Þetta er eiginlega besta eða svona hrylingsmynd sem ég hef séð en Silence Of The Lambs heldur alltaf fyrsta sætinu uppi . Það eru margir sem eru búnir að bíða eftir þessari mynd og er kannski ekkert skrýtið því fyrri myndin The Silence Of The Lambs var frábær. Anthony Hopkins er góður í hlutverkinu sínu og líka Julline Moore. Það ættu allir að sjá þessa ef þeim þykkja gaman af hrollvekju. Hú fær 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bridget Jones's Diary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bridget Jones´s diary er leikstýrð af Sharon Maguire og skartar Reneé Zellweger, Colin Firth og Hugh Grant. Ég verð að segja að ég skemmti mér alveg konnglega yfir myndini og kom hún mér verulega á óvart. Reneé leikur Bridget Jones sem er seinheppin og óhefluð kona á fertugsaldrinum. Hún er einhleyp, reykir eins og strompur, drekkur mikið og mistekst flest það sem hún tekur sér fyrir hendur. Eitthvað er hún orðin þreytt á þessu og ákveður að ná tökum á lífi sínu með því að skrifa dagbók. Hún kemst í kynni við Mark, son nágrannakonu móður sinnar sem leikinn er af Colin Firth og fer um leið að mynda tengsl við yfirmann sinn, Daniel (Hugh Grant). Þessi ágæta mynd sem byggð er á samnefndri skáldsögu Helenar Fieding er mjög góð. Persónurnar eru mjög skemmtilegar og mikil kímni í samtölum. Húmorinn er frábær, þannig að hún fær þrjár og hálfa stjörnu og á það skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rocky III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frábær með Stallone hér leikur hann Rocky Balboa sem er heimsmeistari í þungavikt. Hann er 34ra ára gamall og er ánægður með líf sitt eftir bardagann á móti Apallo Creed (Carl Weather) sem barist var af hörku um titlinn. Þá er komið að tröllinu Clubber Lang sem skorir á hann í heimalandinu sínu. Rocky ákveður að berjast við hann, en reyndar átti nú þetta að vera síðasti bardaginn hans en hann tók því, en þjálvari hans var nú ekki glaður yfir því vegna þess að hann sagði að hann ætti engan möguleika í hann en Rocky taldi sig geta það, en það kom að því að þjálvarinn vildi það. Þegar þeir voru komnir inn í höllina varð slagsmál á milli Rocky og Clubber þá fárveiktist þjálvari hans Mickeys og varð Rocky að spila á móti honum án þjálvara það fór nú ekkert vel því Rocky var fljótlega rotaður en eftir þennan bardaga hitir hann Apallo Creed inn í gamla æfingasvæðinu sínu og þar fær hann tækifæri til að taka titilinn aftur vegna Apallo því þá ætlar hann að þjálfa hann og þá ætlar Rocky að reyna sanna hvað hann getur. Stallone fer á kostum í þessari Box eða spennumynd það eru flottir bardagar í þessu en endilega takið Rocky 1 og 2 áður en þið sjáið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Traffic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Traffic er frábær mynd eftir Steven Soderbergh, en hann leikstýrði einnig Erin Brockovich. Í myndinni eru frábærir leikarar á borð við Michael Douglas, Benico Del Toro,Catherine Zeta Jones, Dennis Quaid, Benjamin Bratt og Don Cheadle. Hún hlaut fimm óskarsverðlauna,fyrir besta leikstjórn, besta handrit besta leik í aukahlutverki (Benico Del Toro)sem lék í The Way of The Gun, og bestu klippingu og fékk tilnefningu sem besta kvikmynd ársins. Það má segja að þetta séu svona fjórar sögur sem tengjast öll eiturlyfjum. Fyrsta saga fjallar um dómarann Robert Wakefield (Micheal Douglas) sem bíður mjög vandasmat verk. Hann var skipaður yfirmaður fíkiefnavarna í Bandaríkjunum. En þegar hann tekur við nýja embætinu veit hann það að dóttir sín sé djúpsokkin í dópi. Önnur sagan fjallar um Mexikóska lögguna Javier(Benico Del Toro) sem er vafinn út í svika og fíkiefna. Og þriðja sagan segir fá tveimur bandarískum fíkniefna löggum sem vinna við hörðum höndum og sjá um það að allt sé hreint í bænum. En í síðustu söguni segir það frá konuni) Helenu(Zeta Jones) hvernig líf hennar er þegar eiginmaður hennar er skuldugur og fór í fangelsi fyrir innflutning á fíkiefnum. Þetta eru mjög vel skrifuð mynd og frábært hvernig leikstjórinn nær að tengja þær saman. Persónurnar eru vel skrifaðar og myndatakan til fyrirmyndar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Women Want
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg gamanmynd með stórleikaranum Mel Gibson sem leikur hálfgerða karlrembu. Hann vinnur á auglýsingarstofu en einn daginn fær hann straum í sig og vaknar á gólfinu á baðinu hálf ruglaður. Þegar hann fer í vinnu sína fattar hann það að hann les hugarnir konur og þar að meðal veit hann það að eftir á að hann getur notfært sér það við konur og fleira. En þangað til að hann verður hrifin af nýja yfirmanninum sínum, Darcy Maguire(Helen Hunt) og þá getur hann heilmikið notað þetta á hana. Mel Gibson var tilnemdur til Golden Globe verðlaunanna fyrir besta leik í gammanmynd og sem hann á svo sannarlega skilið. Góð mynd og þar að meðal frábærir leikarar. Ég mæli með henni. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almost Famous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi frábæra mynd gerðist árið u.þ.b. 1973 þegar var farið hlusta á tónlist og vera í eiturlyfjum. Hún fjallar um ungan 15 ára strák sem er með mikin áhuga á tónlist, hann skrifar tónlistar greinar í tímariti. Einn daginn þegar hann ætlar á tónleika til þess að taka viðtal við fullt af mönnum, þar á meðal í einni hljómsveit sem heitir Stillwater, en það versta er að hann kemst ekki inn. Þangað til að hljómsveitin sjálf Stillwer kemur og þar fær hann að komast inn með þeim. Og þar hittir hann unga stelpu sem heitir Penny Lane (Kate Hudson) sem er öruglega stærsti aðdáendin Stillwater og fylgir þeim stíft. Honum tekst að vera ráðin í hljómsveitina og fylgist með þeim. Ritstjóri Rolling Stone býður honum góða upphæð fyrir að túra með Stillwater um Bandaríkjana og skrifa um 3000 orða grein um ferðina. Þessi mynd var tilnefnd fyrir Óskarsverðlaunana árið 2001 fyrir besta frumsamda handritið af Cameron Crowe sem gerði myndina Jerry Maguri fræga. Og hinn voru fyrir bestu leikonur í aukahlutverki (Kate Hudson) og (Frances McDormand) og klippinguna. Skemmtileg mynd og frábær tónlist. Sá sem vill hlusta á góða tónlist og horfa á góða mynd þá myndi ég mæli með þessari mynd. Sjáðu Almost Famous og góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dude, Where's My Car?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er í einu orði sagt ömurleg mynd. Það er hreinlega alveg sama hvað ég reyni, ég bara get ekki fundið einn ljósan blett á þessari hörmung. Ég átti nú reyndar ekki von á neinni stórmynd þegar ég leigði mér hana heldur grínmynd í anda American Pie og Roadtrip. Seann William Scott og Ashton Kutcher leika þá Chester og Jessie sem vakna upp einn dag eftir fyllerí og muna ekkert frá gærkvöldinu, en svo virðist sem margt hafi gerst og meðal annars er bíllinn þeirra horfin. Myndin snýst svo um það þegar þeir Jessie og chester reyna að leysa ráðgátuna. Í sjálfu sér er hugmyndin ekki svo slæm og ætti að vera hægt að gera ágætis mynd í kringum hana, en það mistekst gersamlega. Það fyndnasta við þessa mynd er hvað hún er svakalega ófyndinn. Þeir Seann William Scott og Ashton Kutcher voru svo sorglega lélegir að manni langaði til að fara að grenja. Ég ráðlegg engum að taka þessa mynd nema þeir séu að leita sér að leiðindum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tigerland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tigerland er klárlega með betri myndum sem ég hef séð í háa herrans tíð. Leikstjóri myndarinnar er hinn misjafni Joel Schumacher sem hefur gert frábærar myndir á borð við The last boys, 8mm og Flatliners og svo hræðilegar myndir eins og Batman og Robin sem er vægast sagt hræðileg. Í stuttu máli fjallar Tigerland um unga hermenn sem eru í undirbúningsþjálfun fyrir Víetnam. Þjálfunin er mjög ströng og reynir verulega á andlegan og líkamlegan styrk hermannana. Leikararnir eru flestir ungir og óreyndir en standa sig engu að síður vel, sérstaklega þó Colin Farrell sem er hreint magnaður í hlutverki sínu sem Roland Bozz, einnig er myndatakan í hæðsta gæðaflokki. Myndin er frábrugðin flestum öðrum stríðsmyndum þar sem hún gerist eingöngu á undirbúningstímabilinu og er þess vegna ekki eins mikið um sprengjur, dráp og hávaða. Samt sem áður er myndin mjög dramatísk og spennandi frá upphafi til enda, og það sem betra er þá er hún alveg laus við óþarfa væmni og er alls ekki langdreginn eins og flest allar stríðsmyndir. ég ráðlegg öllum að sjá Tigerland.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snild hjá Bruce Willis og þetta er hugsanlega besta mynd með honum ég mátti ekki sleppa neinu atriði þá varð maður að spóla. Ég get horft á hana mörgum sinnum og fæ aldrei leið á henni og sömuleiðis með hinar Die Hard myndirnar en ef Bruce Willis hefði ekki verið í henni þá hefði hún verið miklu lélegari. Vonandi kemur fjórða myndin. Hún fær Þrjá og Hálfa stjörnu vegna snildar hjá Bruce Willis.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd með Bruce Willis og Samuel L. Jackson. Bruce Willis og Samuel L. Jackson, eins og alltaf, eru góðir. Bruce Willis lendir í lestarslysi en það skrýtnasta við það er að hann fékk ekki skrámu á sig hann hittir dullarfullan mann sem er enginn annar en Samuel L. Jackson sem á eftir að breyta lífi Bruce Willis. Fín mynd frá hinum leikstjóra M. Night Shyamalan (Sixth Sense). Sjáið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Animal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins! Loksins! Bráðfyndin grínmynd með Rob Schneider, hann leikur frábærlega í myndinni. Hún fjallar um mann sem er lögregla en allir hata hann einn daginn þá hringir síminn til að tilkynna glæp og þar er hann einn á verði því allir hinir eru í hafnabolta og það er Rob Schneider. Þegar hann er á leiðini að reyna stöðva glæpinn þá lendir hann í bíllslysi og þar vaknar hann hjá vísindamanni eða eitthvað svoleiðis, vísindamaðurinn setir í hann allskonar líffæri úr dýrum. Frábær mynd, endirinn var frábær ég myndi segja að hvert einasta atriði væri fyndið. Þessi og Ace Ventura eru fyndnustu myndir sem ég hef séð, eða það held ég. Colleen Haskell leikur sitt hlutverk eins og það á að vera. Hún kom mér svolítið á óvart ég vissi að hún væri fyndin en ekki alveg svona fyndin. Ég myndi í þínum sporum myndi ég fara strax í bío og fara á mynd sem heitir The Animal. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ace Ventura
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara snild og ekkert annað, lang besta mynd með Jim Carrey og besta grínmynd ever. Maður getur horft á hana mörgum sinnum og hvert skipti springur maður úr hlátri. Hann leikur frábæran gæludýraspæara sem fer á kostum og frábærir brandarar sem aðeins Jim Carrey getur gert. Ef þú ert ekki búin að sjá hana (þá hefur þú öruglega aldrei átt vídió) en þá myndi ég strax fara á Vídeóleiguna og taka Ace Ventura og sömuleiðis númer 2 þótt hún sé aðeins lélegari en samt er hún fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Red Planet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fín mynd með Val Kilmer og allavega skárri en Mission To Mars og hinar geimmyndirnar sem ég hef séð, mjög góð mynd en hún fjallar um hóp sem ætlar til Mars. En eitthvað misheppnast því lendingin er svo harkaleg að hópurinn missir öll hjálpartækin og samskiptatæki sín við jörð. Ágætis mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crouching Tiger Hidden Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fín mynd með Chow Yun Fat, vel leikin. Mér fannst samt myndin heldur langdregin en bardagaatriðin voru flott og mér fannst þau mjög lík Matrix. En hefði verið betra að hafa hana á ensku en ég átti von á leiðinlegri mynd vegna þess að hún var á öðru tungumáli en svo sá ég að þetta var mjög góð mynd. Það er allt í lagi að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er besta hrylingsmynd sem ég hef séð, hún var allan tímann spennandi. Anthony Hopkins leikur sitt hlutverk nákvæmlega eins og það á að vera og það má varla sleppa 1 sekúndu, þá verður maður að spóla til baka. Jodie Foster er góð en hún leikur alríkislögreglukonu sem heitir Clarice M. Starling og reynir að finna Buffalo Bill sem er raðmorðingi . Fyrst leitar hún til Dr Hannibal Lechter til að fá nánari upplýsingar. Þegar maður er búin að sjá myndina þá verður maður að sjá Hannibal. Sá sem er ekki búin að sjá hana þá myndi ég fara í hvelli á vidióleiguna en ef þú ætlar að sjá Hanibal og er ekki búin að sjá The Silence of the lambs þá myndi ég fyrst sjá þessa. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frábær spennumynd sem er með Brad Pitt sem hefur leikið í frægum myndum til dæmis Fight Club og líka Vinnie Jones sem er skoskur og hefur leikið í Gone 60 Seconds og Lock,Stock And Two Smoking Barrels. Guy Ritchie leikstýrði líka Lock,Stock and Two Smoking Barrels. Hún er fyndin en söguþráðurinn svolítið flókin en annars er þetta fín spennumynd. En ef eitthver á eftir að sjá þessa mynd þá myndi ég fara strax á vídeóleiguna og taka þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Nutty Professor 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um mann sem ætlar að kvænast konunni sem hann elskar, sem heitir Denise Gaines (Janet Jackson) og á eftir að passa inn í Klump-fjölskylduna a. m. k ef miðað er við matarlyst hennar. Öll Klump-fjölskyldan er afar ánægð með þessa tilhögun þótt ástæurnar fyrir þeirri ánægju séu í flestum tilfellum eignhagsmunir einstakra fjölskyldumeðlima. Það eina sem skyggir raunverulega á hina rísandi hamingjusól og væntanlega brúðkaup er ótti Shermans við að leiðindanaggurinn Buddy Love skjóti aftur upp kollinum. En hann vill með öðrum orðum yfirtaka allt líf Sherman en Sherman getur líka sýnt að hann sé harður. Þetta er sérstaklega vel leikið hjá Eddie Murphy. Sum atriði er fyndin en sum eru ekkert fyndin. Mér fannst númer eitt eiginlega betri en þetta er ágætis mynd, fjölskyldan er alltaf fyndin. En ef eitthver er í erfiðleikum að velja spólu og er ekki búin að sjá þessa mundi ég taka hana. Ég gefi henni tvær og hálfa stjörnu sérstaklega fyrir fjölskyldunni. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Postman Pat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og ég segi þá fíla ég ekki svona myndir, hún er ekkert fyndin nema kannski tvö-þrjú atriði. Þessi mynd fjallar um klappstýrulið sem heitir Toro sem er frá Rancho Carne framhaldskólanum í San Diego. Það hefur sigrað bandarísku keppnina 6 ár í röð og hinn nýji leiðtogi þeirra Torrence Shipman (Kirsten Dunst) er áhveðin að sigra sinn sjöunda bikarinn. En í ljós kemur að æfingarnar sem Toro liðið hefur verið að æfa er stolið atriði frá aðalkeppinautonum, Clover-liðinu í New York.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Road Trip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin segir frá Josh Parker,nemanda í Ithica-framhaldsskólanum í New York,sem kvöld eitt ákveður að taka upp á myndband ástarleik sinn með stúlku sem hann hitti í villtu partýi!Nokkrum dögum eftir þann ánæjulega atburð bregður honum hrikalega í brún þegar hann uppgötvar að myndbandið óvart verið sent í pósti til unnustu hans býr í Austin í Texes.Þannig hann ákveður að halda á stað til Austin í Texes og bjarga málunum. Fyndin mynd og skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sixth Sense
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd sem á pottþétt að fá fjórar stjörnur. Þetta er svo vel leikið hjá Bruce Willis og Haley Joel Osment. Bruce Willis leikur sálfræðing sem á að hjálpa stráki sem er skyggn eða hann sér dáið fólk. Topp mynd fyrir þá sem vilja sjá frábæra spennumynd. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shriek If You Know What I Did Last Friday the 13th
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leiðinleg mynd, ekki næri því eins góð og Scary Movie. Það voru nokkur atriði fyndin en annars var þetta hræðileg mynd og ég mæli ekki með hennni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 6th Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær hasarmynd og Arnold Schwarzenegger leikur vel í þessari kvikmynd. Schwarzenegger leikur þyrluflugmann sem heitir Adam Gipson. Hann lifir hamingjusömu lífi með eiginkonu og dóttur en einn daginn þegar hann kemur heim úr vinnunni þá fattar hann að hann hefur verið klónaður. Mikill hasar og spenna. Ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Art of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Wesley Snipes hann leikur leyniþjónustumanninn Neil Shaw sem hefur það starf með höndunum að tryggja öryggi aðalritara sameinuðu þjóðanna og vernda bygginguna sjálfa fyrir hugsanlegum utankomandi árásum hryðjuverkamanna. Shaw er algjör snillingur í öllu sem lýtur að tæknilegri hlið öryggismálanna. Enn svo finnst gámur á hafnarbakkanum í New York og í ljós kemur að hann inniheldur fullt af líkum flóttamanna frá Kína. Í gang fer bæði flókin og dularfull atburðarás sem leiðir til morðs á kínverska sendiherranum hjá sameinuðu þjóðunum. Og þá á Neil Shaw að rannsaka málið. Þessi mynd er fín hasarmynd en ég átti von á að myndin væri betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ógeðslega flott mynd, Keanu Reeves og Laurence Fishburne eru frábærir, ótrúlegar flottar tæknibrellur skemmtilegur hasar. Þetta er lang besta mynd með Keanu Reeves. Hún er skemmtileg og er ein af bestu myndunum sem ég hef séð og ef að það kemur framhald af þessari mynd bíð ég spenntur og ætla pottþétt að fara á hana í bíó. Þessi mynd á að fá óskarinn fyrir handritið og leikarann. Það er frábær söguþráður og ótrúlega vel leikið hjá öllum sem leika stórt hlutverk í þessari mynd. Ef eitthver er ekki búin að sjá myndina þá er hún ómissandi fyrir fólk sem vilja sjá flottar tæknibrellur og góða spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard with a Vengeance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd, Bruce Willis og Samuel Jackson fara á kostum í þessari spennumynd Þetta er mynd sem enginn má missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Exit Wounds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd með Steven Seagal. Þetta er lang besta mynd með honum sem hann hefur leikið í,þetta er flottur hassar. DMX og Tom Arnold voru góðir í myndini fínn húmor en hann mætti fá fleiri högg á sig annars er þetta frábær mynd með honum.Þessi mynd er ómissandi fyrir sá sem vilja sjá góðar spennumyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Jackal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Jackal er fín mynd með Bruce Willis sem leikur leigumorðingja og það er vel leikið hjá honum. Ritchard Gere er líka mjög góður. Ef einhver á erfitt með að taka spennumynd og er ekki búin að sjá þessa myndi ég taka The Jackal. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd með Bruce Willis sem leikur John Maclane sem er frábær. Hún fjallar um það að konan hans er að koma heim úr farþegaflugvél sem er rænt. En hún er ekki betri en Die Hard 1 en samt er hún frábær. Ef þú ert ekki búin að sjá hana þá er tími til að sjá hana en ef það er einhver annar en Bruce Willis sem myndi leika í Die Hard myndunum þá myndi hún ekki vera nærri eins góð vegna þess að Bruce Willis er bara meira en frábær. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Romeo Must Die
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd með Jet Li og Isaiah Washington og mörgum fleirum góðum leikurum. Flottar tæknibrellur sem eru svipaðar og í Matrix en samt finnst mér flottari tæknibrellur í Matrix. Ágætur húmor en mér fannst hún miklu betri í bíó en á vidiospólu, svolítið líkt Jackie Chan en aðeins örðvísi bardagaatriði. Sá sem hefur gaman af Karate eða bardagamyndum skal fara strax á vídeóleiguna og taka mynd sem heitir Romeo Must Die.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei