Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá þessa líka stórgóðu mynd núna á miðvikudaginn, og ég verð að segja, þetta var snilldar endir á snilldarverki hjá Peter Jackson, ég bara finn ekki galla á þessum þremur myndum og er það von mín að hann ráðist fljótt í að gera The Hobbit. Allt var líka vel gert í þessari mynd eins og hinum 2, bardagaatriði sem og byggingar og fleira og ég bíð spenntur eftir að komast yfir Special Edition og sjá það sem klippt var út. Mæli með að þið farið í bíó milli jóla og nýárs og sjáið það besta sem komið hefur á ræmu og verið sýnt hérna í bíóhúsum landsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Duplex
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég brunaði á þessa alveg hreint ágætu mynd núna um daginn, og varð ekki fyrir vonbrigðum, gerði mér ákveðnar væntingar og þær stóðust alveg fullkomnlega. Ben Stiller hefur nú áður verið í svipuðum hlutverkum, t.d. í Meet The Parents og There´s something about Mary og passar bara fínt í þetta, stendur alvef fyrir sínu. Sú sem hins vegar stendur upp úr hjá mér er Drew Barrymore, mér hefur alltaf fundist hún hálf leiðinleg, alla vega ekki standa undir orðspori sem góð leikkona en hérna stendur hún alveg fyrir sínu og er bara nokk góð. Ekki má svo gleyma hryllingnum á efri hæðinni, sem leikin er af Eileen Essel held ég að hún heiti, svona pain in the ...... þið vitið hvað ég á við og eru atriðin með henni oft á tíðum frábær. Nú myndin fjallar um par sem er að kaupa sína fyrstu íbúð og lítur hún vel út og allt í lukkunar standi með það en gallinn er sá að með íbúðinni fylgir gömul kona sem er með samning um að vera þarna áfram. Og myndin snýst svo um það hvernig hún fer meira og meira í taugarnar á ungu hjónunum þangað til á endanum að þau reyna með alls konar ráðum að losa sig við hana með skrautlegum og oft á tíðum sársaukafullum árangri. Í heildina þá er þetta svona grín/rómó mynd og alveg þess virði að eyða 2 tímum af helginni í að horfa á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ÆÆÆ, hvað er hægt að segja um þetta stjörnuhrap, þessi mynd er ekki einu sinni skugginn af forvera sínum, sem var fín afþreying, hraði, byssubardagar og flottar kellingar, s.s. strákamynd algjör þó svo að eflaust fullt af stelpum hafi einnig haft gaman af henni. En þessi mynd er þreytt, verður aldrei neitt, og fyrir utan örfá augnablik þá er hún ekki fyndin. Nú lítið hefur breyst hjá þeim félögum nema að Marcus (Lawrence) er orðinn þreyttur á að vinna með Lowry (Smith) og er alltaf í innri baráttu um að hætta að starfa með honum. Í þessari mynd berjast þeir félagar við sérlega illskeyttan fíkniefnadjöful sem er reyndar bara nokkuð skemmtilegur karater í þessari mynd, virkilega vondur kall. Nú eftir nokkur fáráðnleg uppátæki og mikla skothríð þá vitum við nú held ég öll hvernig þessi mynd fer, ekki satt og það leiðinlega við þetta allt saman, hún varð aldrei spennandi, og mjög sjaldan fyndin, mjög svo ólíkt fyrri myndinni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja ég brunaði á þessa mynd og þvílík mynd, það geta eflaust einhverjir dúddar fundið eitthvað að henni en ekki ég. Tarrantino hefur einstakt lag á að búa til sérstakar og eftirtektarverðar persónur sem maður man eftir. Nú Uma Thurman fer þarna hamförum og heggur mann og annan, ég verð nú bara að segja að ég man ekki eftir öðru eins sláturhúsi í mynd síðan jólamyndin í sveitinni var einu sinni Desperado, einstaklega góð tímasetning að hafa þá mynd um jólin en nóg um það. Nú myndin sjálf og þá aðallega bardagaatriðin eru hreinn klassi, hröð og skemmtileg og ekki of löng, enda skilst mér að sami gaur og var með í Matrix og Crouching Tiger, Hidden Dragon hafi verið þarna að verki í sambandi við bardagaatriðin þegar liðið svífur þarna fleiri metra í einu. Ég mæli 100% með þessari mynd, nema ef þú heldur að þú sért að fara með kærustuna og ætlar að eiga rómantíska stund, þá leigirðu þér Lion King á næstu videoleigu, eða eitthvað álíka.

Minn dómur, snilld og drífið ykkur á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Neineineinei!!!

Þetta er eiginlega það fyrsta sem kemur upp í hugann eftir að vera búinn að sjá þessa mynd. Jújú, eins og venjulega þá eru flott special effects í myndinni, og fyrir hlé var hún nokkuð góð, sennilega var þó eftirvæntingin mest við að bíða eftir lokaslag Agents Smiths og Neo. En sagan sjálf var frekar þunn, þó svo að maður fengi svör við ýmsum spurningum úr mynd númer 2 í þessari. Nú bardaginn milli Neo og Agent Smith byrjar vel, en var svo allt of langdreginn og boring, minnti óneitanlega á 2 Superman að slást. Eftir að hafa séð allar myndirnar núna á 2 dögum þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu, eins og svo margir hafa haldið fram, að Matrix hafi bara átt að vera ein mynd, s.s. sú fyrsta sem var langbest af þeim öllum, en allt í einu hafi menn ákveðið að bæta 2 við og græða meira, því ég sé enga ástæðu í raun fyrir myndum 2 og 3, þær standa engann veginn undir væntingum og fyrir utan special effect-ana og sitt hvort bardagaatriðið í hvorri mynd, eru bara slappar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Threesome
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var á sínum tíma alveg í sérflokki og þegar ég sá hana á sínum tíma hafði ég ekki séð neitt þessu líkt og einnig þegar ég sá hana á Stöð 2 um daginn þá sá maður enn betur hvað hún er í miklum sérflokki. Það verður enginn svikinn af þessari mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Night at the Roxbury
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágæt afþreying en ekkert meira, þessi mynd stendur og fellur með aulahúmor, þannig að ef þú ert hrifin af one-linerum og ddööö bröndurum þá gætirðu sennilega skemmt þér ágætlega yfir þessari mynd en annars ekki. Klæðnaðurinn er stórskemmtilegur en myndin er of amerísk, engin skortur á neinu í myndinni nema kannski heilafrumum hjá aðalleikurunum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei