Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Day After Tomorrow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jáms, ég skellti mér í bíó á nákvæmlega þessa mynd og fór frekar sátt út. Tæknibrellurnar voru ekkert smá TÖFF...allt í sambandi við þær var flott, þó að úlfarnir hefðu mátt vera aðeins betur gerðir í hreyfingum (ég veit, smámunasemi í manni. Það voru bara tímabil sem maður sá að þeir voru pottþétt tölvugerðir). Skýin, klakarnir, frostið, snjórinn og sjórinn var allt svo rosalega vel gert að maður fékk fyrir magan á tímabili. Tónlistin fékk hárin til að rísa á köflum, sérstaklega þó í byrjun (rosaleg byrjun!) sem ég hreyfst mikið af. Jake Gillenhall var snilldin ein og vinur hans og flestir meðleikendurnir. Það eina sem ég get sett út á hjá þeim er að brandararnir komu stundum á slæmum tíma og sumar setningarnar. En myndin hreyf mig ekki alveg því ég náði aldrei að komast fullkomlega í hana. Sorglegu augnablikin hrifu mig ekki neitt (sem gerist ekki í hvert skipti) og ég náði aldrei almennilega að komast inn í myndina, það var eins og ég væri að....tja horfa á bíómynd ef þið skiljið...þetta var ekki nógu raunverulegt til þess að ég fann fyrir því, það vantaði þennan neista sem engin af þessum magnþrungnu atriðum kveiktu. En þrátt fyrir það þá var eitt atriði sem var ákveðin tilbreyting í þessari mynd frá öllum þessum kanamyndum sem bjargaði mér frá því að sveija. Það var atvikið með forsetan eftir að hann yfirgaf hvítahúsið, sem ég ætla ekki að nefna hérna :D. En ég sé ekkert eftir þessum 800 kalli og segji því fólki að fara á hana, í bíó frekar en að leigja hana á spólu ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á myndina í bíó fyrir ári síðan og ég hef ekki enn jafnað mig.

Spennan ætlaði að ganga frá mér á staðnum. Áhrifin voru þvílík sem myndin færði yfir mann.

Það eru sárafáar myndir sem hægt er að lifa sig inn í, finna að maður sé á staðnum, eins og maður sé að upplifa það sem gerist.

The Two Towers lætur mann vera part af því. Bardagarnir eru frammúrskarandi, hraðinn og nákvæmnin í öllu er þvílíkur. Sögurþráðurinn heldur sínu striki frá byrjun til enda og fleytir manni í gegnum söguna.

Bókin að sjálfu sér eru rúmar 350-400 bls útroðnar af mögnuðum viðburðum, og að koma því í lifandi þriggja 1/2 tíma mynd er ótrúlegt.

Ég veit ekki hvað meira á að segja, það eru ekki til nein lýsingarorð sem geta lýst þessari mynd.

Lord of the Rings FÆR óskarinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ice Age
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð minn góður hvað ég hló...ég ætlaði ekki að getað andað, grenjaði svoleiðis úr hlátri. Ice Age er ein magnaðasta mynd sem ég hef augum litið. Fyndin, skemmtileg, áhrifarík og frábær graffík, sérstaklega svipbrigðin. Ég hélt ég myndi deyja á staðnum þegar aumingja Syd var að klöngrast upp fossinn og Manfred stóð fyrir aftan hann, glottandi.

Þvílík mynd!

Ég fór á hana í bíó fyrir löngu og man en eftir fólkinu í salnum, ég get svo svarið það. Einn gat ekki hætt að hiksta, var svoleiðis í krampakasti og móðir mín hélt fyrir munninn á sér svo að tennurnar hrykkju nú ekki út.

Og ÉG!...ég var komin hálfa leið niður á gólf og gat varla staðið upp í hléinu...

Þessi mynd fær sko 4 stjörnur!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
K-PAX
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja það að þessi mynd kom mér talsvert á óvart. Ég bjóst við einhverju þvílíku geimverudrama...það var greinilega ekki.

Myndin var mjög góð og skemmtilegar pælingar í henni og hún endaði líka mjög vel.

Ég hef ekkert að segja til að setja út á hana nema að það voru holur hér og þar sem væri hægt að fylla.

annars mjög góð mynd og mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Legally Blonde 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ALMÁTTUGUR!! þetta var hreyn hörmung.

Myndin er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Fyrri myndin var ágæt, þó ég átti bágt með að horfa á hana, en þessi gerði útslagið. Og ekki sé minnst á leikkonuna, jújú hún er góð leikkona og allt það en það lá við að ég héldi fyrir eyrun undir lokin, ég þoldi ekki röddina í henni mikið lengur. Það var eins og að hún væri upp á háa C allan tímann.

Mér fannst söguþráðurinn algjört drasl, þessi týpísku atriði komu aftur og aftur fram í myndinni, ekki sé minnst á endann þar sem hún var að sannfæra alla í dómsalnum (eða hvað sem þetta nú var)...hverjum hefði ekki dottið í hug að hún myndi sannfæra ALLA, hvern einn og einasta!. Og hvernig í ósköpunum fannst móðir HUNDSINS?

Það getur vel verið að það sé sniðugt að hafa einhverja persónu sem gerir EKKERT vont eða rangt, bara rétt. en það verður leiðinlegt til lengdar.

Því miður, þá fær myndin ekki fleirri stjörnur, og það bara fyrir Jennifer Coolidge sem ég hló mikið af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bruce Almighty höfðar sko ekki fyrir alla....en hún gerir það fyrir mig :)

Ég ætlaði ekki að hætta að grenja úr hlátri þegar hann var að trufla fréttaþulinn, ég hélt ég myndi DEYJA.

Persónulega finnst mér svona brandarar leiðinlegir sem hann segir í myndinni en það getur enginn annar en jim Carrey bjargað því :D.

Söguþráðurinn er skondinn og kemur manni til að hugsa.

Hvað myndi ég gera ef ég væri Guð í viku?

Bruce einn óheppnasti maður heims (er honum finnst)gefst upp á Guði og segir honum að nú sé mælirinn fullur og segir að hann vinni ekki sína vinnu eins og hann eigi að gera.

Stuttu síðar hittir hann Guð. Eftir miklar þrætur lætur Guð hann fá sinn mátt til að sýna honum hvernig það er að vera Guð.

Bruce gengur út sem nýr maður.

Hann lítur á sjálfan sig og reynir að laga allt sitt líf með mátti Guðs, og eftir margar hefndaraðgerðir og skemmtileg heit kemur babb í bátinn.

Kærastan er orðin þreytt á því hvað hann er alltaf að gera allt fyrir hana og gefst upp þegar hún sér hann kyssa aðra konu og fer frá honum...

svo er að sjá hvort hann nær henni til baka með töfrunum sínum.

Myndin í sjálfri sér er grínmynd og á maður að hafa gaman af henni en ekki að vera að hugsa út í hvort að það sé verið að gera grín að Guði eða neitt þannig, grínmynd í gæðaflokki segji ég og njótið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Beauty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Satt best að segja fannst mér þessi mynd SNILLD!!!

Ég ætlaði aldrei að getað hætt að hugsa um hana þegar ég kom heim, pæla, pæla, pæla...í henni.

Frábærir leikarar og algjör snilld að hafa strák með myndatökuvél að pæla í lífinu (rétt eins og hverjir aðrir í myndinni).

En þetta var frábær mynd, vel hugsuð. Fyrst í stað hélt ég að þetta væri einhver mynd í anda American pie en hún er langt frá því að vera eins kynóð og hún.

Geðveik mynd, svo sannarlega 2 klst virði, hlaupið út í sjoppu og fáið hana leigða!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Trapped
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þræl góð mynd (enda með einum af mínum uppáhald leikari í henni ;) ). Söguþráðurinn er góður og myndin heldur manni við efnið allan tímann. Litla stelpan var frábær, ræninginn (man ekki nafnið :S) var þrælgóður líka. Og að sjálfsögðu voru foreldrarnir líka alveg brilliant. Mæli með þessari mynd, sérstaklega fyrir þá sem eru tilfinninganæmir!

mögnuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghosts of Mars
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ömurleg mynd, hreynt út sagt. Sofnað næstum.

Mæli með því að ef ykkur langar ekki til að missa 800/320 krónur þá forðist þessa...og ég meina FORÐAST!.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vampires
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í fyrsta lagi hélt ég að þessi mynd mundi nú vera ágæt, í það minnsta ekki léleg því ég heillast af vampírumyndum.

En það voru hreyn mistök að gera hana, hún var alltof ömurleg.

Þessi James var hreynt og beint bara ömurlegur, gamall skarfur að drepa vampírur með lásaboga, það er EKKI það sem fólk VILL.

Og endirinn var ekkert til að hrósa sér yfir, alltaf það sama.

Leiðinleg mynd, neiddi mig til að horfa á hana alla bara til að skrifa þennan dóm um hana.

o stjörnur, einn fílukall.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crossroads
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, hér kemur fílukallinn minn.

því miður var ekkert við myndina sem heillaði mig, það var einfaldlega vegna þess að ÉG HEF SÉÐ HANA ÁÐUR!

Þetta er mynd sem er með söguþráð sem FJÖLDI mynda er með!

Um leið og maður sá byrjunina þá fattaði maður alla myndina, auðvitað verður þessi ástfangin af þessum o.s.fr.

Dómur minn á myndinni er yrði ekkert skárri þó ég myndi líka vel við Britney Spears og hennar lög. Réttarasagt finnst mér þau grútleiðinleg og eyðileggja myndina.

En ok, sættum okkur við það að hennar lög eiga ekki heima í kvikmyndaheiminum....OG HVAÐ ÞÁ HÚN.

ég skil ekki þá hugdettu að láta Britney Spears leika, hún lék verra en....en....það er bara enginn svo lágt settur til að mæla við hana....nema kannski Mariah Carey í Glitter.

Ef ykkur langar til að leiðast eða drepast úr hlátri, horfið þá á þessa. Mæli með því. Án efa!

Ef ekki afsakið þá dóm minn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cheers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var mjög góð. en því miður fattaði minn litli heili ekki alveg endinn.

En hún var samt góð, vel leikin og allt. Kom manni til að pæla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maður þarf að vera á ofskynjunarlifjum til að þykja þetta rugl fyndið. Og það illilegan stóran skammt!

Brandararnir voru ekki þess virði að heyra, örugglega lesnir beint upp úr þessum ömurlegu brandarabókum á Íslandi, og söguþráðurinn....já, SÖGURÞRÁÐURINN!!!...þetta er ekki einu sinni SÖGUÞRÁÐUR, þetta er hreynt og beint út sagt mesta rugl sem ég hef augum litið!

Eitt af því mörgu sem ég sá eftir var það að hafa eitt 2 tímum af lífi mínu til að sjá þetta.

STUBBARNIR ERU SKEMMTILEGRI EN ÞETTA RUGL!...það segji ég satt

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Man Apart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Því miður....eða nei, mér er ekkert miður fyrir að gefa henni svona fáar stjörnur. Alls ekkert.

Vin Diesel hefur mér alltaf þótt vera leikari sem langar að verða töffari en er það bara hreynt ekki í þeim myndum sem hann hefur verið í. xXx fannst mér hann ganga af göfflunum með töffara stælana, það var OF mikið af þeim, og oftast komust þeir hreynlega ekki almennilega til skila.

En þessi mynd gerði útslagið. Þetta er mynd sem bætti engu betra við töffara hetjuna.

Drama í gegn með örlitlum hasar og húmor, með hræðilega illa völdum leikara í aðalhlutverki. Ekki að hann sé lélegur leikari, það var bara valið á því hver átti að vera í aðalhlutverki sem er hreynlega rugl. Kannski voru höfundarnir að reyna að búa til einhvern nýjan stíl á hasarmyndum, ég veit það ekki, en það heppnaðist ekki vel.

Tilfinningasenurnar voru mér ofviða, það munaði litlu að ég hefði hlegið. Sérstaklega hvernig vinur hans var alltaf að vorkenna honum eins og barni.

Ég held að fólkið sem stóð á bak við þessa mynd hafi ekki fattað það að svona miklar tilfinningasenur hefur maður ekki í HASAR mynd.

En Vin diesel var í betri kanntinum í atriðunum sem HÆFÐU honum, s.s. hasarinn!

En annars ágætur söguþráður og húmorinn fínn, leikararnir mjög fínir, 2 stjörnur þó ótrúlegt megi virðast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Villiljós
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ekkert mikið fyrir svona myndir en íslenskt er nú einu sinni alltaf sérstakt.

Mér fannst þetta frekar skondin mynd, sérstaklega þegar að Gísli og og Nína Dögg voru að leika, þá dó ég. Þau voru alveg frábær!

Og ekki má gleyma henni Eddu Björgvins, hún er náttúrulega alveg mögnuð í þessu hlutverki og Eggert!

Þetta atriði var það BESTA í myndinni (þ.e.a.s. inni á veitingastaðnum)

Hin voru alveg ágæt líka, Ingvar að sjálfsögðu lék blinda manninn vel (Þú ert frábær leikari Ingvar!!)

Jæja, þessi mynd fær 3 stj. frá mér :D

Hún hefði getað fengið 4 stj. ef ég hefði bara fattað svona mynd :S, var nefnilega ekki að fatta út á hvað hún gekk.

Góð mynd fyrir það ef maður nennir að pæla í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Halloween: Resurrection
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Var þetta misheppnuð spennumynd...JÁ!

Hefði ég farið á hana í bíó hefði ég gengið út. Atriðin voru ömurleg, engin spenna í gangi, ekkert svona Shit, hann er fyrir aftan þig maður!-spenna...frekar svona, .....ha?....

Söguþráðurinn var ágætur ef maður skoðar aftan á spóluna...en þegar hún er komin í tækið og byrjuð að rúlla þá fer maður að hugsa '350 kall til einskins'.

Ég meina, ég veit ekki hvort að þetta var tónlistin sem spillti spennunni eða 'hræðslan' sem leikararnir sýndu.

Meir að segja vinkona mín sem hrekkur í kút við hvert fótmál í hryllingsmyndum, fór HEIM AF LEIÐINDUM!

Svo var ég ekki alveg að ná af hverju hann var að drepa, hver var ástæðan?

Það var gjörsamlega ekkert fútt í þessu sem ég sá þarna í myndinni, sá engan tilgang, bara misheppnuð morð!

Og svo ég bæti einu við þá var þetta hræðilega fyrirsjáanleg mynd...hverjum hefði ekki dottið í hug hvernig hún endaði?

En allt í lagi, álit mitt á myndinni er komið glöggt í ljós, nema eitt....HVAR ERU FORELDRARNIR????

Ég minnist þess ekki að hafa séð einn einasta foreldra í allri myndinni.....tja, greinilega var þeim alveg sama um börnin þá.

Jæja, búin að segja mitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Blair Witch Project
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þokkalega góð mynd.

Ég sá hana heima hjá mér og drapst úr hræðslu, ýmundar aflið fór með mig á flakk og ég panikkaði. Ég held að ef maður trúir ekki á einhverja svona hluti þá getur maður ekki mikið verið hræddur við þá. En það gildir náttúrulega ekki fyrir okkur öll.

En allavega.

Myndatakan var öðruvísi, snilld, leikararnir voru góðir, snilld, þegar tjaldið hristist fann ég alveg herping í maganum eins og ég væri á staðnum inn í tjaldinu.

Maður verður að lifa sig inn í myndina, ekki reyna að hugsa út í það hvernig myndin er tekin eða hvernig leikararnir leika, maður á að njóta myndarinnar, sérstaklega seint að kvöldi og láta allt annað fjúka. Maður á að hugsa hvað myndi ég gera ef þetta væri ég?

njótið, frábær hryllir, endirinn bara SNILLD SNILLD SNILLD!!!

mæli með henni, 4 stjörnur og hana nú.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef það er einhver mynd sem ég gæti horft á aftur og aftur, þá er það þessi.

Leikararnir eru valdir frábærlega, og Kirsten Dunst (Claudia) er frábær!! Það eru ekki allir ungir krakkar sem geta sýnt allar þessar tilfinningar, og þegar hún klippir á sér hárið og kemst svo að því að það vex strax aftur var snilldar atriði, maður sá bókstaflega hatrið í augunum á henni þegar hún kom öskrandi framm.

Og það allra besta með henni var þegar hún eldist, hún sýndi það að hún var kona innst inni þó hún liti út fyrir að vera barn.

Antonio Banderas-Armand var snilld líka, hvernig hann lék Armand og hann skilaði því fjári vel. Það var eins og hann væri ekki mannlegur, heldur alvöru vampíra.

Brad Pitt-Louis....hann skilaði því mjög vel, það sást að hann var ekki eins og aðrar vampírur, hann var mennskari og vildi ekki drepa, hann hafði sérstakar tilfinningar í garð ódauðlegra manna.

Tom Cruise-Lestat..persónulega fannst mér að Lestat ætti að vera dökkhærður, en í bókum Anne Rice er hann ljóshærður og ég ætla ekkert að vera að spilla því. Tom hefur ekki alltaf heillað mig og mér hefur aldrei litist á hann.....þar til ég sá Interview with the vampire, þá heillaði hann mig upp úr skónum. Þegar hann leikur Lestat þá getur maður ekki annað sagt en Hann er Lestat.

Besta atriðið sem ég sá í myndinni með honum var þegar hann var að spila á pianóið eftir að Claudia hafði drepið hann og hent honum út í mýrina. Þetta var flott atriði hvernig vindurinn feikti gardínunum frá svo hægt og rólega sást í hann þegar hann var að spila.

Þetta er aðeins brot af því sem ég get sagt um myndina, en ég vil ekki hafa þetta langt.

Myndina var frábær á alla kannta, myndina er mjög vel gerð eftir bókinni, ekkert vantar sem skiptir máli og ekkert er óþarfi. (Anne Rice var líka mjög ánægð með myndina ;) ) Interview with the vampire á svo sannarlega skilið 4 stjörnur og meira til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Royal Tenenbaums
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ekki ein á báti með það að segja að þessi mynd hafi ekki uppfyllt mínar væntingar þegar ég horfði á hana á hvíta tjaldinu. Ég fór á myndina með réttu hugarfari með vinkonu minni, ánægð og bjóst við alveg ágætri mynd. Við höfðum frétt af öllum þessum úrvals leikurum og bjuggumst nú ekki við neinu slöku.

Ánægðar sátumst við niður með popp og kók og myndina byrjaði......eftir 15 mín fórum við aðeins að pæla um hvað myndin væri, við gátum ekki með nokkru móti fattað það. Einhver stelpa alltaf að reykja inn á klósetti....ég man ekki meir af myndinni, áhuginn datt gjörsamlega niður eftir korter. Leikararnir komu alltaf og fóru af skjánum, eins og einhver flash mynd og maður náði ekki alveg hvað persónurnar áttu að vera.

20 mín vorum við byrjaðar að tala saman um að fara út úr hléinu. Og það gerðum við, fórum bara inn á næstu mynd, Jimmy Neutron sem var hálfnuð, og við hlóum ÞÁ í fyrsta skiptið.

Ég á sjálf erfitt með að trúa því en Jimmy Neutron var miklu skemmtilegri, hún hafði allavega söguþráð og eitthvað takmark.

Þessi mynd fær hálfa stjörnu fyrir það að leikararnir voru góðir (erfitt að mótmæla því) og ekkert annað.

Þið verðið að afsaka en þetta var ömurleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja það að þessi mynd er ekki það sem ég kalla 'áhugaverð' mynd. Hún sýndi ekkert sem maður gat verið spenntur fyrir eða hlegið af svo manni fannst gaman, heldur hló maður oftast bara til að lyfta sér eitthvað upp, sem gekk ekki eftir.

Ég veit ekki hvað ég á að segja mikið meir um þessa mynd, það er nú líka nokkuð langt síðan ég sá hana og man varla neitt úr henni. En myndin má eiga það að vera með lélegan húmor.

Og að lokum verð ég bara að segja að það var ekkert sem heillaði mig við myndina, ég var næstum farin út úr hléinu og á næstu mynd. Ég sé eftir því að hafa ekki gert það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Útlaginn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Útlaginn, verð ég satt best að segja, leiðinlegasta mynd sem ég hef augum litið...ömurlegar persónur sem lýta allar eins út...þekkir ekki mann frá konu...og ef ég hefði ekki verið búin að lesa bókina þá vissi ég ekkert hvað væri í gangi. ( ég var pínd til að lesa bókina by the way).

Tónlistin eins og það væri að pína einhvern, og atriðin inn á milli (konurnar sem eru að spinna) er svo misheppnið að maður dó úr hlátri....hvernig átti maður að vita að þetta væri DRAUMUR Gísla?!!

SVO!!!!! bardaginn......þetta var sá ömurlegasti bardagi sem Ísland hefur getið af sér í kvikmyndaheiminum!! Mennirnir biðu þess bókstaflega að verða drepnir!!!!

Hana nú!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aladdin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alltaf gaman að horfa á Disney...góð mynd, fíla hana í botn enn þann dag í dag (15). flott teiknað, flottar persónur, ljótur vondi kallinn (sem er æði!!!) lítur út eins og hann hafi tekið of stóran skammt af Herba Life!!

Andinn alltaf sniðugur...og skemmtileg útgáfa af sögunni, aðal leikarinn er sætur, og að sjálfsögðu Jasmín í sínu fínasta skarti.

Skemmtileg lög sem prýða oft Disney teiknimyndir, mikið hugmyndarflug í gangi...

Laddi góður sem andinn (þetta var nú fyrsta íslenska talsetta teiknimyndin, þó að Laddi sé nú að verða dálítið lúinn)....og allt gott
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fantasia 2000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábærar teikningar, tónverkin pössuðu gjörsamlega inn í og ekki sé minnst á Hnotubrjótinn sem var með tónverk sem minnti helst á götur rómar, en smell passaði í þessari senu.

Ég verð bara að segja að þetta er snilldin ein í gegn!

Litla systir mín (5ára) elskar þessa spólu og efur horft á hana marg oft og sleppur aldrei augunum af henni.

Ég get ekki sagt annað en þetta er MEISTARAverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei