Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Replicant
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn ein hasarmyndin með Jean Claude van Damme lítur dagsins ljós, og margir hugsa væntanlega bara, o shit! .. en van Damme kemur virkilega á óvart í þessari nýjustu mynd hans, The Replicant (eða eftirlíkingin).. Hann leikur tvær persónur, annars vegar morðingja sem leikur lausum hala og er kallaður kyndillinn og hins vegar leikur hann klóninn sem á að nota til þess að lögreglan nái að hafa hendur í hári kyndilsins. Löggan sem vill svo ólmur ná kyndilinum, eða The Torcher, er leikin af Michael Rooker og fer hann vel með það hlutverk, (hann lék t. d. í The Bone Collector). Eftir síðustu, og frekar slöku myndir van Damme kemur hér furðugóð og spennandi mynd sem heldur manni fast í stólnum allan tímann!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Way of the Gun
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sast í minn sófa og bjó mig undir það að horfa á myndina The Way of the Gun og var ég mikið spenntur, enda ekkert heyrt nema gott um myndina og auk þess sem hún er stútfull af frábærum leikurum á borð við Ryan Phillipe, Benicio del Toro og James Caan. En þrátt fyrir það að þá skyldi ég ekki alveg byrjunina í að ræna ófrískri konu sem endar svo með algjöru blóðbaði á furðulegan hátt. Byssubardagar hljómuðu hins vegar vel og fær myndin plús fyrir það. Myndin er einnig mjög frumleg og það gerir hana vissulega öðruvísi. Sumir fíla það, en sumir ekki.. og ég var því miður einn af þeim, í þetta skiptið....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei