Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Wicker Park
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Whicker park er svolítið sérstök mynd og skemmtilegur söguþráður sem hefði mátt útfæra á miklu betri hátt. Hér erum menn með góða hugmynd sem þeim tekst að klúðra með því að hafa byrjunina alltof langdregna og óáhugaverða. Fyrstu 50 mínúturnar gerist nákvæmlega EKKERT og maður skilur ekkert um hvað myndin er. En eftir það fara hlutirnir að gerast á spennandi hátt. Það er eiginlega nauðsynlegt að horfa á myndina tvisvar sinnum til að skilja fyrri partinn á henni. Myndin fjallar í stuttu máli um mann sem telur sig hafa séð konuna sína sem átti að hafa horfið á dularfullan hátt fyrir 2 árum, hann fer að leita hennar og reynir að komast til botns í málinu og kemst svo að því að hann er flæktur í allsvakalegan lygavef. Hér er á ferðinni ágætis drama um ástir og svik, myndin er ágætis skemmtun en mjög langdregin og ruglingsleg til að byrja með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ring Two
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd þá bjóst ég ekki við miklu. Fyrri myndin var mjög góð og hélt ég að þessi yrði einhverskonar misheppnað framhald sem myndi fjalla um nákvæmlega það sama og sú fyrri eins og svo oft hefur verið raunin með myndir nr 2. En það virtist ekki vera raunin að þessu synni, þessi mynd sló fyrri myndina alveg út og var allt öðruvísi en hin og miklu betri í alla kanta. Þessi mynd er meira hrollvekjandi, drungalegri, meira spennandi og bara allt öðruvísi söguþráður. Myndin skýrir eitthvað af þeim ósvöruðu spurningum úr fyrri myndinni. Mæli samt með að fólk sjái The Ring 1 áður en það sér þessa svo það viti almennilega um hvað málin snúast.

Frábær mynd í alla kanta, mæli með henni ef þig langar að sjá hrollvekjandi og spennandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cold Creek Manor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cold Creek Manor er ágætis mynd en mjög fyrirsjáanleg. Ung hjón ákveða að flytja úr stórborginni og kaupa gamalt hús út í sveit sem er í niðurníðslu. Myndin má þó eiga það að það eru engir ónáttúrulegir hlutir sem gerast í henni og hún er spennandi á köflum. Aðal gallinn við myndina er hversu mörg atriði hafa verið klippt út til að stytta hana. Sum þessara atriða máttu alveg fara en önnur hefðu þurft að vera til þess að gera söguþráðinn skýrari. Mæli með að fólk horfi á bónus efnið á DVD disknum eftir að horft hefur verið á myndina og skoði þau atriði sem voru klippt út. En annras er þessi mynd hin ágætasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hide and Seek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég myndi ekki kalla þetta hryllingsmynd frekar segja að þetta sé dularfull spennumynd. Aðal gallarnir við myndina eru að hún frekar langdregin til að byrja með og það er verið að notast við gamla klisju sem hefur verið notuð of oft í svipuðum myndum. Hide and Seek er hin ágætasta skemmtun og tekst að halda manni nokkuð spenntum út alla myndina. Mæli með henni ef þig langar að sjá spennandi og dularfulla mynd, en ekki búast við alltof miklu af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
White Noise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

White Noise er hin ágætasta mynd, söguþráðurinn er mjög einfaldur. John missir konuna sína og reynir að ná sambandi við hana í gegnum sjónvörp og önnur tæki. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé einfaldur og ekki mörg atriði sem gerast þannig séð þá er myndin mjög spennandi og tekst að halda manni spenntum allan tímann. Mæli með henni ef þú villt sjá spennandi og draugalega mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Constantine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Magnaður spennu tryllir... ég held að það þurfi aðeins að endurskoða þau orð. Það kemur ekki oft fyrir að maður fari á svo leiðinlega mynd í bíó að maður horfir á klukkuna og bíður eftir að myndin fari að verða búin, þegar það loks kom hlé þá var ég alvarlega að hugsa um að labba út.

Ég verð að segja að hér er á ferðinni ein sú allra leiðinlegasta mynd sem ég hef séð lengi og ábyggilega á ferðinni ein af lélegustu myndum ársins.

Myndin Constantine fjallar um særingamanninn John, lögreglukonu, engla, púka, himnaríki og helvíti. Útkoman verður vægast sagt hörmuleg með engu samhengi. Myndin er öðrum orðum bara bull frá A til Ö.

Ég hélt að ég væri að fara að sjá spennandi mynd sem myndi halda manni spenntum í sætinu allan tímann, en nei.

Af einhverjum ástæðum þá hefur alveg gleymst að gera söguþráð fyrir myndina og hún var ekki spennandi eina sekúndu, myndin er hryllilega langdregin og leiðinleg. Hér virðist vera sem menn séu að leika sér að því að gera tæknibrellur og hafi gleymt öllu öðru.

Mæli ekki með þessari mynd ef þig langar að sjá spennandi eða hrollvekjandi mynd, mæli frekar með því að liggja upp í sófa með lappirnar upp í loft. Ég myndi ekki einu sinni fara á þessa mynd þótt ég fengi frítt inn á hana, þú hefur ábyggilega meira mikilvægara við tíman að gera en að horfa á þessa þvælu. Myndin fær hálfa stjörnu fyrir tæknibrellur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Daredevil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get nú ekki sagt að Daredevil sé mynd upp á marga fiska, söguþráðurinn er frekar einfaldur, einhver ofurmaður í trúðabúning sem stekkur milli húsþaka í líkingu við Batmann og lemur vondu gæjana. Myndin byrjar ágætlega en virðist síðan snúast út í algera þvælu eftir því sem lengra dregur á hana. Þetta er upplögð mynd fyrir 10-13 ára krakka sem hafa gaman af óraunverulegum bardagaatriðum en ef þú ert mikið eldri en það þá efa ég að þú hafir mikið gaman af þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chicago
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get því miður ekki verið sammála öllu því fólki sem hefur skrifað hér á þessa síðu og gefið þessari mynd 3-4 stjörnur, ég er alveg viss um að því hefur verið mútað fyrir það. Chicago er einfaldlega ein sú leiðinlegasta mynd sem ég hef á ævi minni séð, hvert söngatriðið tekur við af öðru. Maður bíður í örvæntingu eftir því að einhvert leiðindar söngatriðið endi en um leið og það endar þá tekur bara það næsta við. Það er ekki nóg með að þessi söngatriði séu langdregin heldur eru lögin alveg hrillilega leiðinleg. Ég myndi frekar fleygja peningunum út um gluggan en að eyða honum í þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei