Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ghost Ship
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var mjög þægilegt að fara á Ghost Ship því maður þurfti ekkert að hugsa eða brjóta heilanum um neitt og hefði ég alveg getað skilið heilann minn eftir heima í glerkrukku. Að vísu þá var ég farinn að telja upp öll þá atriði í myndinni sem gátu ekki hafa átt sér stað samkvæmt kenningum eðlisfræðinnar en eins og svo oft áður verður maður að horfa framhjá svoleiðis mistökum. Í stuttu máli fjallar Ghost Ship um björgunarmenn sem fá vísbendingar um að draugaskip sé að finna í Beringssundi milli Alaska og Rússlands. Þegar skipið er fundið og farið er um borð kemur í ljós að ekki er allt með felldu og byrja framliðnir farþegar skipsins að hrella liðsmenn björgunarleiðangursins. Myndin er blanda af því að vera slöpp og spennandi en eins og svo margar hrylingsmyndir þá gat manni brugðið nokkuð oft en mörg af þeim atriðum voru mjög fyrirsjáanleg og vissi maður nokkurn veginn hvenær skellurinn kæmi og var gæsahúðin á mér ekki beint ekta líkt og ef maður fær við að horfa á t.a.m. The Exorcist. Fyrir hlé var myndin svona ágæt enda mjög spennandi að fylgjast með hópi fólks fara inn í risastór, ryðgað og ógeðlseg skip sem innihélt muni, húsgögn og fleiri hluti sem létu líta út fyrir að þarna hefði verið heljarinnar kabarett og veisla, líkt og allir hefðu gengið í burtu frá öllu saman fyrir nokkrum dögum síðan. Eftir hlé verður atburðarrásinn hröð og frekar fyrirsjáanleg og versnar myndin því meira sem styttist í endann á myndinni sem er einn sá lélegasti sem ég hef séð en það er líkt og framleiðendurnir hafi runnið út af tíma, týnt handritinu, farið á fyllerí og reynt að rubba þessu af til að komast í sumarfrí sem fyrst. Ég myndi segja að það sé best að bíða eftir að Ghost Ship sé sýnd á Stöð 2, jólin 2004 og er það á mörkum að það sé þess virði að hún sé tekin á myndband en það er ekki þess virði að fara á hana í bíó en samt sem áður sé ég ekki eftir aurnum. Þetta er svona mynd sem maður gengur út af úr salnum og hugsar ekkert meira um hana og ferð strax að spá hvar lagði ég bílnum mínum aftur?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Swimfan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

11. september íslenskrar kvikmyndasögu skall á þann 24.nóvember síðastliðinn þegar einni kvikmynd var flogið inn í mitt Smárabíó með þeim afleiðingum að ég og án efa fleiri kvikmyndahúsagestir, munu fara með mikilri varkárni í bíó aftur.


Umrædda kvikmynd heitir Swimfan eða Sundaðdáandinn og er maður nú lítið að spá í hvers kyns bíómynd er á ferðinni þegar maður lætur kærustuna sína ráða ferðinni en það sorglega er að það var ég sem valdi þessa mynd og hef ég oftast skellt mér á hvaða myndir sem er með stuttum fyrirvara.


Hér hélt ég að væri á ferðinni mögnuð spennumynd með Nicholas Cage hoppandi úr þyrlu ofan á húsþak til að reyna að afstýra því að vondi karlinn myndi sprengja um ráðstefnuhöllina í L.A. og hreinlega allur pakkinn en þvílíkar ranghugmyndir.


Eftirvænting um góða spennumynd breyttist í martröð þegar ég sá að í öllum helstu hlutverkum voru væmnir strákar, klipptir út úr dönsku unglingatímariti og það fyrsta sem ég sá fyrir mér var peningurinn sem ég borgaði í miðasölunni.... ég hefði þess vegna getað kveikt í honum.


Ég vissi alveg í hvað stefndi með myndina þannig og það litla sem ég sá af myndinni var hörmung og ég gat ekki einu sinni sofnað fyrir hávaðanum í spennuatriðunum sem voru það mislukkuð enda fær Djúpa lauginn á Skja Einum frekar hárin til að rísa (allaveganna þegar þeir sýna stelpurnar í salnum)


Ég komst sem betur fer lifandi út úr salnum í hlénu en talið er að allt af 150 manns hafi orðið eftir inn í Smárabíói áfram.


Ef einhvern tímann ég hefði viljað borgað einhverjum pening fyrir að vara mig við kvikmynd, þá hefði það verið einmitt þarna en þessi átti greinilega að fara strax út á myndband og skil ég ekki hvernig hún slapp í bíósalinn.



Góðar stundir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei