Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Slap Her, She's French!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þó Lúsifer sjálfur hefði skrifað, leikstýrt og leikið öll helstu hlutverkin hefði niðurstaðan ekki verið verri og valdið meiri skaða á andlegt heilbrigði mitt.

Ég viðurkenni það að ég bjóst nákvæmlega ekki við neinu þegar þessi mynd var tekin (ekki af mér) en niðurstaðan var margfalt verri en ímyndunarafl mitt var fært um að krydda fram. Nú segja trúlega einhverjir að ég sé nú að ýkja, myndin geti ekki verið svona slæm og þar fram eftir götunum en ég fullvissa ykkur ágætu lesendur að svo sé ekki.


Þessi mynd hefst eins og venjuleg háskólamynd um fullkomnu stelpuna sem er að undirbúa sig undir fegurðarsamkeppni og allar þær klisjur sem því fylgir. Meira að segja kom fyndinn brandari frá litla bróðurinum og hefði ég vitað að þetta væri síðasta fyndna atriðið í myndinni hefði trúlega hlegið mun meira (greinilegur ókostur að vera ekki skygn).


8 mín liðnar af myndinni og toppurinn kominn og farinn. Eftir það versnaði myndin stöðugt. Franskur ömurlegur skiptistúdent kemur - er rosallega sæt og almennileg í byrjun (leiðinlegra en að verða vitni að krakkaballett) og verður síðan að tík frá helv... sem svo ótrúlega illa leikin og skrifuð að mér var flökurt. Hún fer og eyðileggur líf fullkomnu stelpunar sem síðan stefnir á það að hefna sín......


Eftir u.þ.b. 8 mín. áhorf var ég byrjaður að hata aðal söguhetju myndarinnar, PERSÓNULEGA og enginn karakter náði að sýna sitt andlit á skjánum lengur en í 1-2 mín áður en fyrirlitningin náði tökum á mér og er það án efa nýtt persónulegt met í nokkurri kvikmynd sem ég hef séð (og já ég hef séð Glitter). Undantekningin var litli bróðurinn (sem sagði brandarann í upphafi muniði) en hann sökk niður á mjög lágt plan í lokin þegar hann varð allt í einu umhyggjusamasti bróðir í heimi.


Ég hef haft það fyrir prinsipp að klára að horfa á þær myndir sem ég byrja en þetta var mesta raun sem ég hef lent í til þessa en góða við þessa lífsreynslu er það að nú get ég alltaf sagt ja þessi mynd er ekki jafn slöpp og slap her, she´s french


Ég tel að leikstjóri þessarar myndar, handritshöfundur og allir helstu leikarar ættu að skamma sín ótrúlega lengi fyrir þennan ófögnuð og síðan taka þá ákvörðun að koma ALDREI nálægt kvikmyndum aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rambo: First Blood Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað skal segja um Rambo: First Blood Part II? Jú hér er komin ein besta spennumynd sem hefur verið gerð! Stallone fer hér á kostum sem John Rambo, fyrrverandi Grænhúfa (sérsveitarmaður í bandaríska hernum sem sérhæfir sig í frumskógarátökum) sem fær það verkefni að finna hermenn sem komust ekki heim eftir Vietnam stríðið heldur urðu eftir í harðri vörslu Vietkong. Innri tilfinningabarátta Rambo fær góð skil í túlkun Stallone og endar myndina í glæsilegri lokaræðu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rambo III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér var Ramboserían fullkomnuð. Stallone sýnir það og sannar að hann er konungur spennumyndanna með frábærum leik í þessari kvikmynd. Myndin fjallar um það að vinur Rambo (Trautman) er tekinn höndum af rússunum í Afganistan þegar hann er að smygla stinger skeytum til uppreisnarmannana þar. Rambo sem var búinn að semja frið við sjálfan sig og aðra og gengin í búddaklaustur þarf að grafa upp stríðsöxina til að fara að bjarga vini sínum. Topp mynd og skyldueign á hverju heimili.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rocky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein allra besta mynd sem gerð hefur verið. Fékk óskarinn sem besta myndin og Stallone var tilnefndur sem besti leikarinn í aðalhlutverki. Hún fjallar um noname boxara sem fær tækifæri lífs síns þegar hann fær að berjast við heimsmeistarann í boxi. Rocky (boxarinn) þarf síðan að takast á við sinn innri mann til að láta ekki undan óttanum heldur taka þessari áskorun eins og karlmanni sæmir. Rocky er svolítið hæg á köflum en bætir það upp með frábærum leik og ótrúlegu endaatriði
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Timecop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir að hafa séð myndina get ég ekki orða bundist og ákvað að pósta þessa gagnrýni hér svo ENGINN annar myndi lenda í þessari hörmung. Ótrúlegt að leikstjóri eins og Peter Hyams (Outland, 2010, End of Days) skuli gera eitthvað svona. Þessi mynd flokkast eiginlega sem glæpur gegn mannkyni og það að Van Damme skuli yfirhöfuð leika í myndum sem koma á videoleigur er ofar mínum skilningi. Í stuttu máli sagt leikur Van nontalent Damme löggu sem hefur það hlutverk að gæta þess að menn fari ekki að fikta við tímann til að gera sig ríka. Ágætis hugmynd bakvið handritið og fínar heimspekilegar pælingar orsakir og afleiðingar o. S. f. V. Mike Richardson og Mark Verheiden hafa örugglega lagt mikla vinnu í handritið og vonast til þess að einhverjir með hæfileika tækju það upp á arma sína og gert kvikmynd en NEI!!!! Van Damme kemur inn og fer eitthvað að sparka og vesenast og útkoman er eftir því. Ekki skrítið þó þessir menn hafi ekki skrifað handrit eftir þessa mynd. Mia Sara er jafnvel enn ömurlegri en Van Damme og hefði aldrei átt að koma nálægt þessari mynd. (ekki frekar en nokkur annar) Bæbæ 350 kall og 90 mín. af lífi mínu sem munu ekki koma til baka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cobra
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sem Stallone fan þá getur maður ekki annað en dást að frammistöðu hans í þessari mynd. Cobra (Stallone) er lögga sem kallar ekki allt ömmu sína í átökum sína við snargeðveika glæpamenn og hefur það svona fyrir vana að taka þá ekki marga til fanga heldur fargar þeim bara. Hinn grískt ættaði George P. Cosmatos (Rambo first blood part II, Tombstone) gerir góða hluti hér í leikstjórastólnum en flestir aðrir (fyrir utan Stallone auðvitað) sýna það að ekki aðeins eru þeir hæfileikalausir heldur virðast hafa það eitt að markmiði að eyðileggja myndina og ef ekki hefði komið til stórleikur Sylvester Stallone hefði það tekist (þriggja störnu virði).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
First Blood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hreint meistarastykki. Stallone sýnir snilldartakta sem miskilin stríðshetja sem örlögin hafa leikið grátt. Hefur túlkun Stallone á þessum karakter verið líkt við helstu leiksigra kvikmyndasögunnar. Einnig MÁ ekki gleyma gömlu kempunni Brian Denehy sem er góður í hlutverki lögreglustjórans. Í stuttu má segja að First Blood sé ein klassískasta stríðsmynd sem hefur komið út. (í klassa með Platoon, Apocalipse Now og Deer Hunter) Með öðrum orðum mynd sem allir sannir kvikmyndaunnendur verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tigerland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vietnam sápa sem lítur mjög sakleysislega út svona í videorekkanum í leigunni en kemur virkilega á óvart þegar maður byrjar að horfa. Engin Platoon eða Hamburger Hill en samt mjög góð. Leikararnir eru góðir í þéttri leikstjórn þar sem söguþráður, ádeila á herinn og tignun einstaklingseðlisins skiptir meira máli en tæknibrellur og hryllingur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chill Factor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chill Factor er fyrirtaks keyrsla í anda Speed 1. (Speed 2 var bara hræðileg) Cuba Gooding Jr og Skeet Ulrich standa sig með prýði sem gaurarnir sem fara brjálað í pirrurnar á hvor öðrum en verða að standa saman til að bjarga deginum. Gef myndinni samt aðeins tvær og hálfa stjörnu því þó hún skemmti manni vel er hún horfin úr hausnum strax og ýtt er á stopp og ég hafði það á tilfinningunni að ég hefði séð hana áður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei