Neeson talar um Clash of the Titans 2

Liam Neeson, sem fór með hlutverk Seifs í stórmyndinni Clash of the Titans, hefur nú staðfest að framhaldið er í vinnslu. Í nýlegu viðtali segir Neeson frá því að unnið er hörðum höndum að handritinu og að myndin muni bera heitið Wrath of the Titans.

Clash of the Titans kom út fyrr á þessu ári og fjallaði um Perseus, leikinn af Sam Worthington, hálfguð sem þarf að berjast gegn öflum Hadesar, Ralph Fiennes. Þessir leikarar, ásamt Gemmu Arterton, munu öll snúa aftur í Wrath of the Titans en sá orðrómur hefur farið af stað að Javier Bardem muni taka að sér hlutverk Ares, Guð Stríðsins.

– Bjarki Dagur