Myndir af tökustað Mission Impossible Ghost Protocol

Tökur á spennumyndinni Mission Impossible Ghost Protocol standa nú sem hæst, og birti vefsíðan Comingsoon.net nýjar myndir af tökustað á vef sínum í dag.
Á myndunum sjást m.a. leikstjórinn Brad Bird og leikararnir Tom Cruise, Simon Pegg og Paula Patton, á tökustað í Vancouver í Kanada í gær, mánudag.

Myndin er framleidd af J.J. Abrams, og kemur í bíó 16. desember á þessu ári. Smellið hér til að skoða fleiri myndir.