Verður Tom Hardy næsti Bond?

Breski leikarinn Tom Hardy er sagður efstur á óskalista framleiðenda kvikmyndanna um James Bond þegar Daniel Craig leggur byssuna á hilluna.

Samkvæmt vef The Vulcan Reporter var Hardy boðið hlutverkið eftir að hafa staðið sig frábærlega í prufu síðastliðinn júnímánuð. Á vefnum kemur einnig fram að framleiðendur Bond-myndanna muni tilkynna Hardy sem næsta Bond í nóvember næstkomandi.

Um svipað leyti verður þá kvikmyndin No Time to Die frumsýnd, þar sem Craig fer með hlutverk njósnara hennar hátignar í hinsta sinn.

Um er að ræða 25. myndina í seríunni um James Bond og fer Daniel Craig með hlutverk njósnarans í fimmta og síðasta sinn. Í myndinni mun Bond snúa aftur eftir að hafa lagt byssuna á hilluna og sest í helgan stein, en endurkoman fylgir í kjölfarið á því þegar Felix Leiter, gamall kollegi hans hjá CIA leyniþjónustunni, kallar eftir aðstoð hans.

Leikstjóri No Time to Die er Cary Fukunaga, en hann er þekktastur fyrir kvikmyndina Beasts of No Nation (2015) ásamt fyrstu seríu True Detective.

Hermt er að aðstandendur Bond-myndanna vonist til þess að geta gefið út nýja mynd árið 2022, en það ár markar 60 ára afmæli seríunnar.

Har­dy hef­ur vakið at­hygli fyr­ir ýmis hlut­verk í gegn­um árin. Á meðal þeirra má nefna leik hans í stór­mynd­inni Venom (og bráðum framhaldi hennar). Þá hef­ur hann árum sam­an leikið í Pea­ky Blind­ers, Star Trek: Nemesis, Mad Max: Fury Road, Inception, The Revenant og ekki er hann síst þekkt­ur fyr­ir túlk­un sína á Bane í The Dark Knig­ht Rises.

Hardy lék einnig njósnara í gamanmyndinni This Means War á móti Chris Pine og Reese Witherspoon.