Endaþarmsop fjarlægð úr Cats: „Við þurfum öll á þessu að halda núna“

Hingað til hefur árið 2020 verið eins og eitthvað úr súrrealískri stórslysamynd. Nú hefur hið furðulega náð hinu ótrúlegasta hámarki og snýr það (en ekki hvað?) að söngleiknum Cats.

Umtalið í kringum myndina hefur yfirleitt verið annaðhvort eitrað eða undirstaða óteljandi brandara. Nýverið var skammarstimpillinn endanlega innsiglaður í Hollywood þegar myndin vann til fimm Razzie-verðlauna, þar á meðal fyrir verstu mynd og verstu leikstjórn.

Aðstandendur myndarinnar gerðu þó eflaust ekki ráð fyrir því að þetta væri aðeins upphafið að þeim logandi umræðum sem mynduðust í kringum söngleikinn á dögunum. Hafa nú fjölmargir víða um heim krafist þess að sérstök útgáfa af myndinni verði gefin út – þekkt sem „Útgáfan með endaþarmsopin“ eða „Rassgatsklippið.

Eina starfið hans

Það var rithöfundurinn Jack Waz sem vakti athygli á fyrirbærinu sem er lyginni líkust. Hann rekur sögu af vini vinar síns, sem starfar í sjónbrellugeirandum, sem var falið það verkefni að eiga við eitthvað af brelluskotum myndarinnar. Waz segir:

„Eina starfið hans var að fjarlægja tölvugerð endaþarmsop, en þeim var bætt inn nokkrum mánuðum áður. Þetta þýðir þá að einhvers staðar þarna úti er til rassgatsklipp af Cats.“

Á skömmum tíma hefur myllumerkið #ReleaseTheButtholeCut vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum og eru margir þekktir leikarar, kvikmyndagerðarmenn og gagnrýnendur búnir að lýsa yfir stuðningi sínum á „rassköttinu.“ Á meðal nafna eru Rian Johnson, Alex Winter, Paul Scheer, Lindsay Ellis og Seth Rogen.

„Við þurfum öll á þessu að halda núna“


Seth Rogen gafst upp – „Sumir kettir eru í buxum, aðrir ekki“

Ber að geta að Rogen gerði nýlega tilraun til þess að horfa á Cats og stóðst ekki mátið að hlaða í allmörg tíst á meðan glápinu stóð. Leikarinn og grínarinn fór ekki leynt með það (frekar en fyrri daginn) að hann hafi horft á söngleikinn skakkur og sagði hann myndina bæði vera súrrealíska og óskiljanlega.

Tístin hans Rogen eru eflaust skemmtilegri en myndin sjálf. Hann játaði sig þó sigraðan á endanum og gafst upp á myndinni til að horfa á 90 Day Fiancé í staðinn.

Hér er brot úr þræðinum hans.