Noomi rifjar upp íslenskukunnáttuna og æskuna á Flúðum: „Ég lofa því að ég er ekki kvenleg“

Leikkonan Noomi Rapace er fyrsti gestur Loga Bergmanns í nýrri þáttaröð Með Loga, sem sýndur verður í kvöld í Sjónvarpi Símans, en í þættinum rifjar hún upp hlýjar minningar frá Íslandi, þar sem hún bjó með móður sinni og íslenskum stjúpföður í sveitinni á Flúðum. Má þess geta að Noomi talar íslensku í þætti Loga.

Eins og mörgum er kunnugt var fyrsta kvikmynd Noomi Í skugga hrafnsins, en þá var hún aðeins sjö ára gömul og þá ákvað hún að hún vildi verða leikkona. Hún varð síðar heimsfræg fyrir hlutverk sitt sem Lisbeth Salander í Millennium kvikmyndaþríleiknum sem er byggður á metsölubókum Stieg Larsson.

Í dag er hún ein helsta kvikmyndastjarna Svía og hefur leikið í tugum kvikmynda með mörgum af þekktustu leikurum heims (þar á meðal Robert Downey Jr., Will Smith, Jude Law, Charlize Theron, Colin Farrell og fleirum) og hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna. Á meðal stærstu mynda hennar eru meðal annars Prometheus, Sherlock Holmes: A Game of Shadows og Bright.

Sjá má sýnishorn úr þættinum hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=XkpoBefrpUM