Nolan kvikmynd fær Blackkklansman leikara

Leikarinn John David Washington, sem sló í gegn í Óskarsverðlaunakvikmyndinni Blackkklansman eftir Spike Lee, hefur landað hlutverki í nýjustu kvikmynd Dunkirk leikstjórans Christopher Nolan, sem enn er sveipuð talsverðri dulúð.

Vanalega þegar upplýsingar berast um ráðningar í myndir þá fylgja með viðbótarupplýsingar um myndirnar sem í hlut eiga, en þannig vinnur Nolan ekki. Rétt eins og kollegi hans JJ Abrams þá vill hann halda spilunum þétt að sér, eins lengi og mögulegt er.

Þó að einhverjar sögusagnir hafi verið á kreiki um myndina, þá hefur þeim öllum verið vísað til föðurhúsanna, og það eina sem vitað er er að um er að ræða risastóra spennumynd, sem tekin verður á IMAX risabíósniði.

Nolan framleiðir myndina sjálfur ásamt Emma Thompson að venju, og sagt er að tökur geti hafist síðar á þessu ári.

Washington, sem einnig hefur leikið í myndunum Monsters And Men og The Old Man And the Gun, er með Nolan myndina skráða sem sitt næsta verkefni.

Nýja Nolan kvikmyndin er skráð með 17. júlí sem sinn frumsýningardag, en það er dagur sem Warner Bros. tekur vanalega frá fyrir leikstjórann, en fjórar af fimm myndum hans hafa einmitt verið frumsýndar þennan dag.