Fyrsta Spider-Man: Far from Home kitla

Það er mikil veisla í gangi fyrir Spider-Man unnendur nú um stundir. Ekki einungis er teiknimyndin frábæra Spider-Man: Into the Spider-Verse á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, heldur kom í gærkvöldi út fyrsta kitlan fyrir næstu Spider-Man kvikmynd, Spider-Man: Far from Home.

Nú er Peter Parker, öðru nafni Spider-Man, í skólaferðalagi með Ned og MJ, og virðir fyrir sér Lundúnaborg, Feneyjar og fleira.

Í kitlunni er margt fleira spennandi á ferðinni. Þarna hittir hann Nick Fury, leiðtoga S.H.I.E.L.D., í fyrsta skipti, Jake Gyllenhaal í hlutverki ofurhetjunnar Mysterio birtist einnig í fyrsta skipti, og eitthvað risastórt illmenni sem sogar að sér yfirborðsefni, gerir mönnum lífið leitt.

Spider-Man: Far from Home kemur í bíó á Íslandi 5. júlí nk.

Sjáðu kitluna hér fyrir neðan, og glænýtt plakat þar fyrir neðan: