Tímaflakk á miðnætti – Nýr hlaðvarpsþáttur

Midnight in Paris eftir Woody Allen er umfjöllunarefni Péturs Hreinssonar og Þórodds Bjarnasonar í nýjum hlaðvarpsþætti Kvikmyndir.is sem nú er hægt að hlusta á hér á síðunni, og einnig á iTunes, Spotify, og öðrum helstu hlaðvarpsveitum.

Midnight in Paris er uppáhaldskvikmynd Péturs. Woody Allen fékk Óskarsverðlaunin fyrir handrit myndarinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar árið 2012, en þar atti hún kappi við ekki ómerkari myndir en The Artist , sem fékk Óskarinn m.a. sem besta mynd ársins, og hina frábæru gamanmynd Bridesmaids. 

Eins og fram kemur í hlaðvarpsþættinum, er víða komið við í myndinni. Ástin er undirliggjandi þema, en einnig fá besservisserar heimsins á baukinn, og tímaflakk er grunnstoðin í myndinni, en aðalpersónan, Gil, sem Owen Wilson leikur af stakri snilld, getur ferðast um í tíma með því að vera staddur á kirkjutröppum einum á miðnætti, en Gil er staddur í borginni sem ferðamaður ásamt unnustu sinni Inez, sem Rachel McAdams leikur, einnig af miklu listfengi.

En hlustun er sögu ríkari!