Vítisvélarnar beint á toppinn

Ævintýramyndin Mortal Engines, eða Vítisvélar eins og heitið myndi útleggjast á íslensku, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, á sinni fyrstu sýningarhelgi. Myndinni, sem er með íslensku leikkonunni Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki, gekk þó ekki eins vel í Bandaríkjunum, en þar náði hún einungis 5. sætinu, og vonbrigðin þónokkur, enda náðu tekjur myndarinnar í Bandaríkjunum einungis 7,5 milljónum dala yfir alla helgina, en framleiðslukostnaður Mortal Engines nam 100 milljónum dala.

Í öðru sæti íslenska aðsóknarlistans er teiknimyndin um Ralf sem rústar Internetinu, en hún var á toppnum í síðustu viku. Í þriðja sæti er svo Jólamyndin Grinch, sem nýtur áfram mikilla vinsælda hér á landi sem erlendis.

Tvær „nýjar“ kvikmyndir eru á listanum til viðbótar. Beint í áttunda sætið fór barnaútgáfan af Deadpool 2, Once Upon a Deadpool og beint í 10. sætið fór pólska myndin 7 Emotions. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: