YouTube stjarna yfirspennt yfir sjálfri sér

YouTube stjarnan Colleen Ballinger deildi í gær stiklu með fyrsta atriðinu sem sést með henni sem persónu í Wreck It Ralph 2, og tapar sér hreinlega af gleði og spenningi, ef eitthvað er að marka orðalagið í Twitter færslu hennar.

Hin 31 árs gamla Ballinger, sem þekkt er fyrir hliðarsjálf sitt Miranda Sings, deildi sem fyrr sagði stiklunni, sem er 30 sekúndna löng, í gær, 16. nóvember, en í lok stiklunnar kemur teiknuð útgáfa af Sings fyrir framan tölvuskjá, sem segir „Dang Internet“ eða Helvítis internet í lauslegri þýðingu.

Ballinger sagði: „ÞETTA ER ÉÉÉÉÉÉÉG! ÉG TRÚI ÞVÍ VART ENN!

Ballinger er með níu milljón áskrifendur að YouTube rás Miröndu, og sjö millljónir á sinni eigin rás, og því færi hún örugglega létt með að „brjóta internetið“ sjálf, rétt eins og Ralp gerir, en þessi framhaldsmynd heitir einmitt Ralph Breaks the Internet, eða Ralph rústar internetinu, og fjallar um það þegar tölvuleikjapersónan Ralph yfirgefur spilakassaheiminn, og fer yfir á internetið.

Og auk gríðarlegra vinsælda og velgengni á internetinu, þá er Ballinger ófrísk, komin átta mánuði á leið.

 

Ralph Breaks the Internet kemur í bíó hér á Íslandi 30. nóvember nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og sjáðu Miröndu Sings í lokin: