Cher átti ekki val um að leika í Mamma Mia 2

Bandaríska söng og leikkonan Cher segir í nýju viðtali við breska spjallþáttastjórann Graham Norton, sem sýnt verður í sjónvarpi í kvöld, að hún hefði ekki átt neitt val um að leika í Mamma Mia!: Here We Go Again, sem frumsýnd verður hér á Íslandi eftir tæpan einn mánuð, eða 18. júlí nk.

Myndin er framhald hinnar geysivinsælu Mamma Mia frá árinu 2008.

Í myndinni mun Cher leika móður persónu Meryl Streep.

Í viðtalinu segir Cher, spurð að því hvort að það hefði þurft að ganga á eftir henni vegna hlutverksins, einfaldlega: „Já.“

„En umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði: „Þú ert í nýju „Mamma Mia! myndinni“ og svo skellti hann á,“ sagði Cher. „Ég hafði ekkert val.“

Hún ræddi einnig þá staðreynd að hún væri aðeins fjórum árum eldri en dóttir hennar [ Streep ] í myndinni, og sagði að það ylli henni engum áhyggjum. „Þegar þau spurðu [ um hlutverkið ] þá sagði ég, „Það algjörlega í fínu lagi, bara frábært.“

Í myndinni snúa aftur allir aðalleikararnir, þar á meðal Meryl Streep, Julie Walters, Christine Baranski og Colin Firth.

Auk Cher eru þarna nýliðarnir Lily James, Jeremy Irvine og Hugh Skinner.