Travolta með 0% í einkunn

Þegar þessar línur eru skrifaðar þá er nýjasta kvikmynd stórleikarans John Travolta með fáséða 0% einkunn á vefsíðunni Rotten Tomatoes. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum nú um helgina, og rifu gagnrýnendur hana í sig.

Myndin fjallar um John Gotti, „Teflon mafíósann“ eins og hann var kallaður, en hann stjórnaði Gambino glæpafjölskyldunni í New York.

Travolta leikur titilhlutverkið, en aðrir helstu leikarar eru Kelly Preston, Stacy Keach, Pruitt Taylor Vince, Spencer Lofranco og Victor Gojcaj.

The Hollywood Reporter vefsíðan sagði: „Myndin er frekar hræðileg.  Afspyrnu illa skrifuð, óspennandi, fáránleg á köflum og eiginlega leiðinleg á öðrum köflum.“

Aðrir fjölmiðlar voru einnig neikvæðir. Richard Roeber hjá Cicago Sun Times skrifaði: „Burtséð frá búningum og förðun, þá klikkar myndin á að fara með okkur til þessa tímabils í sögunni.“

RogertEbert.com var ögn jákvæðari, einkum varðandi leik Travolta: „John Travolta er frábær, og finnur hér fullkomið jafnvægi á milli gamaldags þokka, og vaxandi óöryggisins í túlkun sinni á Bob Shapiro [sem hann lék í American Crime Story: The People Vs. O.J. Simpson ].“ En gagnrýnin endaði þó á þessum orðum: „Jafnvel Gotti átti betra skilið en þetta.“

Þá sagði The New York Times að myndin væri gjörsamlega vonlaus.

Nú er bara að bíða og sjá hvort myndi rati hingað til Íslands, svo menn geti dæmt sjálfir…