Solo með 17 milljónir og íslenskar með 26

Stjörnustríðsmyndir leggjast vel í landann og njóta vinsælda sem fyrr, en Solo: A Star Wars Story, hliðarsaga úr Star Wars heiminum, er vinsælasta kvikmynd landsins aðra vikuna í röð. Staðan í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans er sömuleiðis óbreytt, en þar situr ofurhetjan grímuklædda Deadpool í Deadpool 2.  Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson sækir í sig veðrið og fer úr fjórða sæti í það þriðja, en tekjur myndarinnar frá frumsýningu fyrir tveimur vikum síðan nema núna samtals 7,6 milljónum króna.

Til samanburðar þá eru samanlagðar tekjur Vargs eftir Börk Sigþórsson 8,4 milljónir króna frá því að myndin var frumsýnd fyrir fimm vikum síðan og tekjur Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur eru um 10 milljónir króna eftir 13 vikur í sýningum.

Samtals nema tekjur íslensku myndanna þriggja 26 milljónum króna.

Ein ný mynd er á listanum að þessu sinni, Midnight Sun, en hún skýst beint í sjötta sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: