Elsta Hitchcock leikkonan látin

Louise Latham, elsta leikkona á lífi sem leikið hafði í kvikmynd eftir Alfred Hitchcock, er látin. Hún lést þann 12. febrúar sl. 95 ára að aldri. Það var The Hollywood Reporter sem var fyrst með fréttina.

Latham lést á elliheimili í Montecito í Kaliforníu.

Latham fékk fyrsta stóra tækifærið á hvíta tjaldinu sem titilpersónan í Marnie eftir Hitchcock árið 1964. Myndin fékk ekki góða dóma á sínum tíma, en hefur á síðari árum verið talin ein af meistaraverkum leikstjórans.

Þegar Latham var ráðin í hlutverkið sagði hún, „Marnie breytti lífi mínu, það er bara þannig,“ og bætti við að hún hefði verið 30 mínútum of sein í áheyrnarprufuna fyrir hlutverkið og þurfti að veifa bíl leikstjórans þar sem hann var að aka í burtu frá Universal kvikmyndaverinu, til að fá tækifærið.  Hitchcock bauð henni inn í bílinn, og í 20 mínútna áheyrnarprufunni sagði hann: „Þú átt að vera eldri.“ Latham, sem var 42 ára á þessum tíma, svaraði: „Trúðu mér, ég er allt í einu orðin 10 árum eldri.“ Hún fékk hlutverkið í kjölfarið.

Ferill Latham fór á flug eftir þetta og hún lék í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Minnisstæð er hún sem Fran frænka í Family Affair frá árinu 1966, og með Burt Reynolds í White Lightning frá 1973, sem og í fyrstu kvikmynd Steven Spielberg, The Sugarland Express frá árinu 1974.

Svanasöngur hennar var svo í einum X-files þætti árið 2000.

Latham var þrífráskilin, og skildi engan nákominn eftir sig.