Clarice fær gistingu hjá Hannibal

Bandaríska Óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster mætti til spjallþjáttastjórnandans Stephen Colbert á dögunum til þess að kynna þættina Black Mirror sem eru til sýninga á streymiveitunni Netflix. Í þáttunum má finna mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Foster leikstýrði fyrsta þættinum í fjórðu seríu sem verður aðgengileg þann 29. desember.

Foster og Colbert settu einnig saman atriði úr hinni klassísku kvikmynd The Silence of the Lambs þar sem leikkonan endurtók hlutverk sitt sem Clarice Starling. Foster vann sín önnur Óskarsverðlaun á ferlinum fyrir hlutverk sitt í myndinni, en hún lék lögreglukonu sem yfirheyrði fjöldamorðingjann og mannætuna Hannibal Lecter sem var leikinn af Anthony Hopkins. Í myndinni hittust þau í rammgirtu fangelsi þar sem þau ræddu um annan fjöldamorðingja, húðflettarann Buffalo Bill.

Í þessu endurgerða atriði fer Colbert með hlutverk Hannibal en samtöl þeirra eru af öðrum toga heldur en í myndinni. Samræðurnar að þessu sinni snérust aðallega um Bandaríkjaforsetann Donald Trump og sambönd hans við Rússland og má segja að Foster og Colbert hafi farið á kostum í þessu skemmtilega atriði.

Í atriðinu er Hannibal gamall vinur forsetans og segir hann m.a. frá því að þeir hafi farið reglulega í golf saman þar sem þeir hafi borðað kylfusveininn. Á endanum biður Clarice um gistingu í klefanum hans því það sé öruggara þar heldur en fyrir utan girðingar fangelsins. Hannibal kveikir upp í grillinu því Clarice er viljug að fórna öðru nýranu sínu fyrir gistingunni.

Atriðið má sjá í spilaranum hér að neðan.