Square stjarna þorpari í Karlar sem hata konur framhaldi

Claes Bang, sem sló í gegn Gullpálma-verðlaunamyndinni frá Cannes, The Square, hefur, samkvæmt Variety kvikmyndaritinu, verið ráðinn í hlutverk eins af þorpurunum í myndinni The Girl in the Spider´s Web, sem er framhald Millenium þríleiksins eftir Stieg Larsson.

Claire Foy mun leika hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander, og Blade Runner 2049 leikkonan Sylvia Hoeks, mun leika tvíburasystur Salander. Tökur kvikmyndarinnar munu hefjast í Berlín í janúar nk.

Áætlað er að myndin komi í bíó 19. október á næsta ári.

Leikstjóri er Fede Alvarez sem leikstýrði óvænta smellinum Don´t Breathe frá árinu 2016.

Steven Knight skrifaði handritið að Girl in the Spider’s Web ásamt Alvarez og Jay Basu, en handritið er byggt á metsölubók David Lagercrantz.

The Girl in the Spider’s Web verður fyrsta kvikmyndin í seríunni til að vera tekin upp í frumgerð sinni á ensku. Aðrar bækur í seríunni hafa verið kvikmyndaðar á sænsku með Noomi Rapace í aðalhlutverkinu.

The Girl With the Dragon Tattoo, var endurgerð með Rooney Mara og Daniel Craig í helstu hlutverkum.

The Girl in the Spider´s Web kom fyrst út á bók árið 2015, en það var fyrsta bókin í seríunni sem ekki var skrifuð af Stieg Larsson.

Larsson lést árið 2004.

Þetta er fyrsta hlutverk Bang í stórri kvikmynd, eftir að hafa fengið góða dóma fyrir hina sænsku The Square. Nýlega fékk hann evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni.

The Square er framlag Svía til Óskarsverðlaunanna á næsta ári.