Bullock með 11 tíma málþóf

Gravity leikkonan Sandra Bullock mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Let her Speak, en kvikmyndin fjallar um öldungadeildarþingmanninn Wendy Davis frá Texas, en 11 klukkustunda langt málþóf hennar hjálpaði til við að stöðva lög gegn fóstureyðingum í Texas.

Á þessum tíma var Davis lítt þekktur þingmaður demókrata, en varð landsþekkt fyrir baráttu sína á sviði fóstureyðinga, eftir fyrrnefnt málþóf, en að því er fram kemur í Variety kvikmyndaritinu þá hefðu lögin haft í för með sér meiri hömlur á þessu sviði, og allar fóstureyðingarstofur í ríkinu hefðu þurft að hætta starfsemi í kjölfarið.

Mario Correa skrifaði handritið.

Bullock, sem vann fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í kvikmyndinni The Blind Side, lauk nýverið í tökum fyrir myndina Ocean’s Eight, sem er hliðarmynd hinna vinsælu Ocean’s Eleven seríu, og er með konum í helstu hlutverkum.

Næsta verkefni hennar er Netflixmyndin Bird Box.