Brjálað veður á toppnum

Veður eru válynd á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa helgina, en kvikmyndin Geostorm, sem fjallar um kerfi sem á að koma í veg fyrir brjálað veður, fauk ný á lista beint á toppinn, með engum öðrum en aðalleikaranum Gerard Butler í fararbroddi. Önnur ný mynd, teiknimyndin Hneturánið 2, kemur skammt á eftir með um 1.300 þúsundum minna í aðgangseyri í öðru sætinu.

Toppmynd síðustu viku, Blade Runner 2049, þarf að sætta sig við þriðja sætið þessa vikuna eftir að hafa varið tveimur vikum þar á undan á toppi listans.

Fjórar aðrar nýjar myndir eru á bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna. Endurtekningarhrollvekjan Happy Death Day fór beint í fimmta sæti listans, Spennumyndin Unlocked settist ný í 11. sæti listans, Thelma situr nú í 24. sæti listans og ný íslensk kvikmynd, Goðsögnin FC Karókí, fór beint í 24. sæti listans.

Lestu gagnrýni um Happy Death Day hér

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: