It hræddi líftóruna úr 8 þúsund Íslendingum

Hrollvekjan It, sem gerð er eftir sögu Stephen King, og sló öll met í Bandaríkjunum nú um helgina, gerði sér lítið fyrir og tyllti sér á ný á lista á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, en hátt í 8 þúsund manns sáu myndina þessa frumsýningarhelgi.

Í öðru sæti listans er önnur ný mynd sem einnig fékk góða aðsókn, íslenska myndin Undir trénu, með Steinda í aðalhlutverkinu. Þriðja sæti listans fellur svo toppmynd síðustu viku í skaut, Tom Cruise myndinni American Made. 

Hið illa kraumar undir

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum þessa helgina, en það er teiknimyndin Sonur Stórfótar, sem fer beint í 6. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: