Metallicamaður opnar hrollvekjusýningu

Í dag opnar sýning á hrollvekjusafni Kirk Hammet, gítarleikara þungarokkshljómsveitarinnar Metallica, í Peabody Essex safninu í Massachusetts. Á sýningunni verða meira en 100 munir úr safni hans til sýnis. Sýningin er opin til loka nóvember nk. Movieweb segir frá þessu.

Hammett er mikill hrollvekjuunnandi, sem ætti ekki að koma aðdáendum hans á óvart, þar sem hann leikur gjarnan á gítara sem skreyttir eru með sígildu hrollvekjuefni, eins og myndum af leikaranum Boris Karloff í hlutverki Múmíunnar og Bela Lugosi í hlutverki Dracula, svo eitthvað sé nefnt.

Gítarleikarinn hefur safnað sígildum hryllingsmyndaplakötum og minjagripum frá árinu 1987, og safnið því orðið dágott á 30 árum.

Munirnir og plakötin þekja nánast hvern einasta vegg á heimili kappanns, en Hammett hefur látið hafa eftir sér að hann geymi gítar og magnara í öllum herbergjum, ef ske kynni að hann fengi skyndilega innbástur frá hrollvekjugripunum, til að semja lag.

Hammet samdi tónverk sem spilað verður á sýningunni, innblásið af minjagripunum, en tónlistin heitir „The Maiden and the Monster.“ Hann samdi verkið í félagi við eiginkonu sína og skilgreinir lagasmíðina sem „tónlistarlega hrollvekjuskáldsögu“.

„Vonandi svarar þessi sýning því hvort að þetta dót sé að hafa áhrif á tónlistina sem ég geri, eða ekki. Mitt svar er allavegna að það gerir það algjörlega, ég er undir gríðarlegum áhrifum af þessu safni.“

Hammett tók saman 10 uppáhalds plakötin sín úr safninu fyrir Rolling Stones tímaritið á dögunum, en fyrsta plakatið er Frankenstein plakat frá árinu 1931. Annað var plakat fyrir The Mummy frá árinu 1932 af Boris Karloff sem Múmían.  Þá valdi hann plakat frá árinu 1935 fyrir myndina Bride of Frankenstein, sem er ein sú mynd sem er í hvað mestu uppáhaldi hjá Hammett.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af uppáhaldsplakötum Hammet:

#OnThisDay in 1814, Romantic poet Percy Bysshe Shelley ran away to France with 17-year-old Mary Wollstonecraft Godwin. In 1816, the then-married couple spent a summer in Geneva with Lord Byron, where Mary Shelley began writing a novel that she would first publish anonymously in 1818. Nearly 200 years later, ‘Frankenstein’ has given us one of the most recognized icons in horror fiction, inspiring films, video games, music, comics, toys, and so much more. Come see @kirkhammett’s horror and sci-fi collection, including #Frankenstein ephemera like this poster, starting August 12! #PEMhorror #KirkHammett #MaryShelley #FilmArt #PosterArt #ThisDayInHistory —- Detail of ‘Frankenstein,’ 1931, produced by Universal Pictures, printed by Morgan Lithograph Company. Courtesy of the Kirk Hammett Horror and Sci-Fi Memorabilia Collection and Universal Pictures Licensing, LLC. Photo by Heritage Auctions, HA.com

A post shared by Peabody Essex Museum (@peabodyessex) on