Töfrandi frumsýningarhelgi hjá Doctor Strange

Marvel ofurhetjumyndin Doctor Strange tók landann með trompi nú um helgina, og var langaðsóknarmest með tæplega níu milljónir króna í aðsóknartekjur, ný á lista. Sömu sögu er að segja víðast hvar annars staðar þar sem myndin var sýnd, en Doctor Strange rakaði saman andvirði 86 milljónum Bandaríkjadala í alþjóðlegri miðasölu nú um helgina.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næstu viku.

dr-strange-tilda

Önnur aðsóknarmesta myndin hér á Íslandi var toppmynd síðustu viku, hin litríka og skemmtilega Tröll. Íslenska glæpamyndin Grimmd stóð í stað í þriðja sætinu.

Þrjár nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni. Gamanmyndin Masterminds fer beint í fimmta sætið, The Beatles: Eight days A Week – The Touring Years fer beint í 12. sætið og íslenska hrollvekjan Child Eater situr í 17. sætinu eftir sýningar helgarinnar.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

 

boxoffice