Bestu kosningamyndir allra tíma

Nú eru líklega allir úti að kjósa, eða rétt nýbúnir. Það er því ekki úr vegi að taka saman lista yfir bestu kosningamyndirnar. Hver þeirra er best? Kíktu á listann:

dave

Dave

Kevin Kline leikur hér aðalhlutverkið í mynd Gary Ross um mann sem vinnur sem staðgengill forseta, en verður svo forseti sjálfur þegar alvöru forsetinn veikist. Að lokum þá ákveður persóna Kline að bjóða sig fram til sveitarstjórnar.

bulworth

Bulworth

Warren Beatty er allt í öllu í þessari pólitísku mynd, leikur aðalhlutverk, skrifaði handrit, framleiddi og leikstýrði. Bulworth verður óvænt vinsæll forsetaframbjóðandi, þó hann sé á kafi í neyslu, rugli og sjálfsvígshugsunum.

All the President´s Men

Myndin fjallar um atburðina í kringum Watergate hneykslið í tíð Nixon Bandaríkjaforseta, sem leiddi til afsagnar forsetans. Gerald Ford tók við embættinu árið 1974.  Þetta er Óskarsverðlaunamynd með þeim Robert Redford og Dustin Hoffman í hlutverkum rannsóknarblaðamannanna Bob Woodward og Carl Bernstein.

Primary Colors

primary

John Travolta leikur stjórnmálamann ekki ólíkan Bill Clinton, sem lendir í kynlífshneyksli. Myndin fjallar um hann á kosningaferðalagi.

In the Line of Fire

Clint Eastwood leikur hér lífvörð Bandaríkjaforseta, sem er tekinn að reskjast, en skuggi morðsins á John F. Kennedy hvílir enn á honum, en hann dó á hans vakt. John Malkovich er hér ógleymanlegur í hlutverki þorparans með plastbyssuna.

Election

election

Eitt af fyrstu og minnisstæðustu hlutverkum Reese Witherspoon. Hér leikur hún ungling sem býður sig fram sem forseta nemendafélagsins. Matthew Broderick og Cris Kline leika einnig.

wag-the

Wag the Dog

Hér er önnur mynd um kynlífshneyksli hjá Bandaríkjaforseta. Hollywood framleiðandi er ráðinn til að beina athygli fólks frá hneykslinu, og að þykjustu stríði.

The American President

Michael Douglas er hér mjög forsetalegur í hlutverki forseta og ekkils, sem byrjar á föstu með fulltrúa hagsmunahóps ( lobbíista ), á sama tíma og hann leitast eftir endurkjöri.

black-sheep

Black Sheep

Grínistarnir Chris Farley og David Spade slógu í gegn í Saturday Night Live gamanþáttunum, og leika hér í sinni annarri mynd saman, en sú fyrsta var Tommy Boy. Farley leikur hér fávita, sem á bróður sem er að bjóða sig fram sem ríkisstjóra Washington. Bróðirinn reynir að halda „svarta sauðnum“ frá kosningabaráttunni.

Air Force One

Í þessari mynd misstu Bandaríkjamenn næstum forseta sinn. Harrison Ford leikur hér James Marshall forseta, en myndin er spennumynd þar sem hryðjuverkamenn ræna forsetavélinni. Marshall  er hinsvegar ekkert lamb að leika við, enda gamall Víetnamhermaður. Gary Oldman leikur illmennið. Glenn Close er varaforsetinn.

 

The Manchurian Candidate
mancurian

Þessi mynd er mögulega besta samsærismynd allra tíma og hefur verið gerð tvisvar, fyrst árið 1962 með Frank Sinatra, og svo árið 2004 með Denzel Washington. Myndin segir sögu af stríðshetju sem veit ekki alveg afhverju stjórnvöld eru að heiðra hann.

Napoleon Dynamite

Þessi bjánalega en skemmtilega mynd frá árinu 2004 er um Napoleon Dynamite sem gefur vini sínum Pedro góð ráð í kosningum til forseta bekkjarfélagsins.

Mr. Smith goes to Washington

Sígild mynd frá árinu 1939 með James Stewart sem leikur mann sem er þrýst fram í sviðsljós stjórnmálanna, og reynir að halda andlitinu.

Head of State

head-of-state

Áður en Barack Obama flutti inn í Hvíta húsið, þá lék Chris Rock hlutverk fyrsta þeldökka forseta Bandaríkjanna.

 

Ides of March
ides_of_march_a_h

Ryan Gosling leikur hér kosningastjóra fyrir forsetaframbjóðanda sem George Clooney leikur. Clooney leikstýrði einnig og framleiddi.

Swing Vote

Hér er leikur Kevin Costner venjulegan mann, en það er atkvæði hans sem á endanum ákveður hver verður forseti Bandaríkjanna. Forsetaframbjóðendurnir, sem þeir Kelsey Grammer og Stanley Tucci leika, gera hvað þeir geta til að sleikja persónu Costner upp.

dist

The Distinguished Gentleman

Eddie Murphy er hér mættur ferskur á nýjan leik eftir metsölumyndina Boomerang frá árinu 1992. Hér leikur hann svikahrappinn Thomas Jefferson sem nær kjöri á Bandaríkjaþing.