Wolverine 3 er Logan

Í gær upplýsti leikstjórinn James Mangond um nafn næstu Wolverine myndar, þeirrar þriðju í röðinni. Titillinn er einfaldlega Logan, en það er vísan í nafn hins stökkbreytta Wolverine, sem heitir fullu nafni James Howlett, alltaf kallaður Logan. Það er Hugh Jackman sem fer með hlutverk Wolverine.

Jafnframt upplýsti Mangold að í myndinni væri Wolverine búinn að eldast, heilsu hans hefði hrakað, hann lifði við stöðuga verki, og hann glímdi við drykkjuvandamál.


Mangold birt af þessu tilefni bæði nýtt plakat og eina handritssíðu.  Á plakatinu er hendi Wolverine með klærnar úti og svo heldur barnshönd í hendi hans. Mögulega er það stúlka sem er klónuð dóttir Wolverine, X-23, að því er Joblo vefurinn leiðir líkum að.

logan-script-page

 

Á handritssíðunni lítur út fyrir að von sé á harðsoðnu efni: „Í þessari mynd mun fólk verða meitt eða drepið þegar hlutir falla á það. Það mun meiða sig jafn mikið og deyja jafn mikið eins og þegar eitthvað stórt dettur á það, eins og bíll. Ef einhver í sögunni dettur ofan af þaki eða út um glugga, þá munu þeir deyja.“

Logan kemur í bíó hér á Íslandi og í Bandaríkjunum 3. Mars 2017.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

logan