R2- D2 úr Star Wars látinn

Kenny Baker, sem lék hið geðþekka vélmenni R2-D2 í Stjörnustríði er látinn, 81 árs að aldri.

Baker hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í hlutverkinu, þó svo að hann hafi hvorki sagt neitt, né sýnt neitt heldur, þ.e. andlit hans sást aldrei.

Leikarinn, sem er aðeins 1,1 metri á hæð, fannst látinn í dag, laugardag, á heimili sínu í Preston á norð-vestur Englandi.

Frændi hans og aðstoðarmaður, Drew Myerscough, sagði við Sky News fréttastofuna að Baker hefði þjáðst í mörg ár af öndunarvandamálum, en sagði að ást Star Wars aðdáenda um allan heim hefði án efa haldið honum gangandi. „Hann var undrandi og þakklátur að jafnvel eftir 30 ár, þá dáðu aðdáendur hann ennþá,“ sagði Myerscough.

r2-d2

 

Umboðsmaður Baker, Johnny Mans, staðfesti andlát hans. Hann sagði að Baker væri „Einn  alúðlegast náungi sem maður gæti hitt, og ótrúlegur hæfileikamaður.“

Mark Hamill, sem lék Loga Geimgengil í Star Wars, sagði á Twitter: „Bless #KennyBaker lífstíðarvinur  – ég elskaði bjartsýni hans og ákveðni. Hann VAR vélmennið sem ég leitaði að!“   – en þar vitnaði Hamill í fyrstu myndina.

Kenny_Baker_convention

Mynd: Mean Mr. Mustard

Ewan McGregor, sem lék Obi-Wan Kenobi, í þremur Star Wars myndum tísti: „Mjög leiður að heyra þessar fregnir. Það var frábært að vinna með Kenny.“

Byrjaði að leika 16 ára gamall

Baker fæddist inn í tónelska fjölskyldu í Birmingham 24. ágúst 1934. Hann byrjaði að leika þegar hann var 16 ára gamall, en sló svo í gegn sem R2-D2 í Star Wars frá árinu 1977.

Baker sagðist upphaflega hafa hafnað hlutverkinu, enda ekki séð mikinn tilgang í því að vera falinn inni í vélmenni alla myndina. George Lucas leikstjóri myndarinnar hafi þó talið honum hughvarf.

Þó að R2-D2 hafi  aðallega pípt og flautað, þá varð samband hans og annars vélmennis, C-3PO að einu ástsælasta dúói Star Wars myndaflokksins.

Baker sneri aftur í The Empire Strikes Back og Return of the Jedi, sem og þremur næstu myndum.

Þó þeir hafi verið mestu mátar í myndunum, þá voru þeir Baker og Anthony Daniels, sem lék C-3PO, ekki nánir. Baker sakaði Daniels um að vera snobbaður.

Baker lék einnig í öðrum myndum, eins og The Elephant Man, Time Bandits, Willow og Labyrinth.

Eiginkona Baker, Eileen, lést árið 1993. Þau áttu tvo syni.