Grafalvarleg Sausage Party tónlist

Hin kostulega „fullorðins“  – stranglega bannaða – teiknimynd Sausage Party kemur í bíó hér á Íslandi á morgun, en myndin varð önnur vinsælasta bíómyndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi með 33,6 milljónir dala í tekjur.

sausage party mynd

Þó að myndin sé gamanmynd, þá er gríninu ekki fyrir að fara þegar kemur að tónlist myndarinnar, en hún er grafalvarleg, samin af áttfalda Óskarsverðlaunahafanum Alan Menken og Chris Lennertz.

„Okkar nálgun á verkefnið var að vera eins alvarlegir og við gætum, til að gera hið fáránlega enn hlægilegra,“ sagði aðstoðarleikstjóri myndarinnar Conrad Vernon, í nýju kynningarmyndbandi fyrir myndina þar sem fjallað er sérstaklega um tónlistina.

„Þetta er stór hluti af því sem fólk er í sjokki yfir: að það er svo lítil tilfinning í tónlistinnni [ … ] segir Seth Rogen, aðalleikari myndarinnar, framleiðandi og meðhandritshöfundur.

„Við erum rúmið sem allt grínið skoppaði upp af ef svo má segja,“ bætir Menken við.

Þegar þeir Menken og Lennertz sáu myndina, þá áttuðu þeir sig á því að það að reyna að gera myndina fyndnari hafi verið röng nálgun. Frekar að vera grafalvarlegir, „…. og því enduðum við á að taka upp í Abbey Road, með stórri hljómsveit,“ segir Lennertz.

Þetta er í fyrsta sinn sem Menken skrifar tónlist fyrir bannaða mynd, en hann hefur samið tónlist fyrir teiknimyndir eins og The Little Mermaid og Beauty and the Beast.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan: