Örlagarík lestarferð – Ný stikla úr The Girl on the Train

Þegar maður ferðast með lest í útlöndum er alla jafna fátt merkilegt að sjá. Endalaus tré, húsaraðir, eða fólk að bora í nefið. En Emily Blunt sér nokkuð mun merkilegra í nýrri stiklu fyrir myndina The Girl on the Train, eða Stúlkan í lestinni. Miðað við það sem sjá má í stiklunni kemur ofbeldi, kynlíf, ástríður, ráðgátur og mannshvarf allt fyrir í myndinni í misstórum skömmtum.

blunt

Myndin er gerð eftir metsölubók Paula Hawkins, og með önnur helstu hlutverk fara Justin Theroux, Haley Bennett, Luke Evans og Rebecca Ferguson.

Söguþráður myndarinnar er þessi: Hin fráskilda Rachel Watson tekur lestina á hverjum degi til New York og fer framhjá gamla húsinu sínu á leiðinni. Húsinu sem hún bjó í með eiginmanni sínum, sem býr þar enn, með nýrri eiginkonu og barni. Hún reynir að hugsa ekki of mikið um vanlíðan sína, og byrjar að fylgjast með pari sem býr nokkru neðar – Megan og Scott Hipwell. Hún skapar draumalíf fyrir þau í eigin höfði, um hvað þau er ótrúlega hamingjusöm fjölskylda. Og dag einn, þegar lestin fer framhjá, þá sér hún eitthvað sem slær hana, og hún reiðist. Næsta dag þá vaknar hún með rosalega timburmenn, allskonar meiðsli og marbletti, og man ekkert frá kvöldinu áður. Hún veit bara eitt – eitthvað slæmt gerðist. Þá sér hún sjónvarpsfréttirnar: Megan Hipwell er týnd. Rachel blandast inn í málið og reynir að finna út úr hvað gerðist, hvar hún er, og hvað hún sjálf var að gera þetta kvöld.

Leikstjóri myndarinnar er Get on Up og The Help leikstórinn Tate Taylor, en The Girl on the Train kemur í bíó hér á Íslandi 7. október nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan, og plakatið þar fyrir neðan:

girl-on-the-train-poster