Santelmann berst við Hercules

Í gær birtum við mynd af Dwayne Johnson að rífa í lóðin í ræktinni vegna undirbúnings hans undir myndina Hercules, þar sem hann fer með titilhlutverkið.

tobias santelmann

Empire kvikmyndaritið segir frá því í dag að búið sé að ráða Kon-Tiki leikarann Tobias Santelmann til að leika  aðalþorpara myndarinnar. Spurning hvort hann hafi roð við Dwayne Johnson!

Leikstjórinn, Brett Ratner, tekur goðsöguna um Hercules veraldlegum tökum, en í myndinni mun Hercules verða dauðlegur, þó hann sé sonur guðsins Zeusar.

Sögurþráðurinn er þessi: „Fyrir fjórtán hundruð árum síðan gekk þjökuð sál um grundir, sem var hvorki maður né guð. Hercules var hinn máttugi sonur Zeus konungs, en það færði honum ekkert nema þjáningar allt hans líf. Eftir harðræði og missi fjölskyldunnar, þá sneri þessi vera baki við guðunum og fann eingöngu huggun í að taka þátt í blóðugum bardögum. Í gegnum árin þá vingaðist hann við sex álíka sálir, en það sem batt þær saman var ást þeirra á bardögum og nálægð dauðans. Þessir menn og konur spurðu sig aldrei hvert þau þurftu að fara til að berjast, við hvern né afhverju, það eina sem skipti máli var að fá borgað. Núna hefur konungurinn í Thrace ráðið þessa málaliða til að þjálfa menn sína til að verða besti her allra tíma. Nú er kominn tími til að þessi hópur opni augun og átti sig á því hve djúpt þau eru sokkin, þegar þau eru byrjuð að þjálfa heilan her til að verða jafn miskunnarlaus og blóðþyrstur og þau eru sjálf.“

Auk Santelmann og Johnson þá eru staðfestir leikarar í myndinni þau Ian McShane, John Hurt, Aksel Hennie, Rebecca Ferguson og Joseph Fiennes.

Myndin verður frumsýnd 12. júlí, 2014.

 

Santelmann berst við Hercules

Í gær birtum við mynd af Dwayne Johnson að rífa í lóðin í ræktinni vegna undirbúnings hans undir myndina Hercules, þar sem hann fer með titilhlutverkið.

tobias santelmann

Empire kvikmyndaritið segir frá því í dag að búið sé að ráða Kon-Tiki leikarann Tobias Santelmann til að leika  aðalþorpara myndarinnar. Spurning hvort hann hafi roð við Dwayne Johnson!

Leikstjórinn, Brett Ratner, tekur goðsöguna um Hercules veraldlegum tökum, en í myndinni mun Hercules verða dauðlegur, þó hann sé sonur guðsins Zeusar.

Sögurþráðurinn er þessi: „Fyrir fjórtán hundruð árum síðan gekk þjökuð sál um grundir, sem var hvorki maður né guð. Hercules var hinn máttugi sonur Zeus konungs, en það færði honum ekkert nema þjáningar allt hans líf. Eftir harðræði og missi fjölskyldunnar, þá sneri þessi vera baki við guðunum og fann eingöngu huggun í að taka þátt í blóðugum bardögum. Í gegnum árin þá vingaðist hann við sex álíka sálir, en það sem batt þær saman var ást þeirra á bardögum og nálægð dauðans. Þessir menn og konur spurðu sig aldrei hvert þau þurftu að fara til að berjast, við hvern né afhverju, það eina sem skipti máli var að fá borgað. Núna hefur konungurinn í Thrace ráðið þessa málaliða til að þjálfa menn sína til að verða besti her allra tíma. Nú er kominn tími til að þessi hópur opni augun og átti sig á því hve djúpt þau eru sokkin, þegar þau eru byrjuð að þjálfa heilan her til að verða jafn miskunnarlaus og blóðþyrstur og þau eru sjálf.“

Auk Santelmann og Johnson þá eru staðfestir leikarar í myndinni þau Ian McShane, John Hurt, Aksel Hennie, Rebecca Ferguson og Joseph Fiennes.

Myndin verður frumsýnd 12. júlí, 2014.