Tuttugu og fjórir á tveimur tímum?

Það er langt síðan aðdáendur sjónvarpsseríunnar 24 fengu þær fréttir um að bíómynd í fullri lengd (ekki sjónvarpsmynd, eins og 24: Redemption, heldur alvöru) væri á leiðinni. Umræðurnar spruttu upp löngu áður en serían kláraðist. Það kom jafnvel upp sú hugmynd á tímapunkti að loka þáttunum með kvikmynd áður en áttunda serían sá um það sjálf. Aðdáendur voru farnir að verða óþolinmóðir þangað til að þeir gáfust í rauninni bara upp á endanum.

Undirbúningur þessarar myndar tók stórt skref þegar Billy Ray (Shattered Glass, Flightplan) var fenginn til þess að sjá um handritið. Þegar það var tilbúið endaði Fox með því að hafna því og þá fór framleiðslan aftur á byrjunarreit.

Nú lítur út fyrir að það sé ekki ólíklegt að myndin líti dagsins ljós, og þá á næstu árum. Kiefer Sutherland hefur sjálfur sagt að tökur gætu hafist á næsta ári. Brian Grazer, aðalframleiðandi þáttanna, vill helst byrja strax í apríl en þá er leikarinn víst laus í einhvern góðan tíma. Nú í augnablikinu er handritið í höndum Marks Bomback, sem pennaði meðal annars spennumyndina Unstoppable og hina væntanlegu The Wolverine (sem, kaldhæðnislega, er einnig mynd sem virðist alltaf ætla að frestast).

Að vísu kemur það ekki til greina lengur að Tony Scott stýri myndinni, eins og þótti einu sinni líklegt.

Annars hljóta menn að vera forvitnir að vita hvað þessi bíómynd mun koma til með að heita, ef ekki 24: The Movie. Og ætli hún gerist á sólarhring eða í „rauntíma,“ eins og þættirnir?

 

Tuttugu og fjórir á tveimur tímum?

Það er langt síðan aðdáendur sjónvarpsseríunnar 24 fengu þær fréttir um að bíómynd í fullri lengd (ekki sjónvarpsmynd, eins og 24: Redemption, heldur alvöru) væri á leiðinni. Umræðurnar spruttu upp löngu áður en serían kláraðist. Það kom jafnvel upp sú hugmynd á tímapunkti að loka þáttunum með kvikmynd áður en áttunda serían sá um það sjálf. Aðdáendur voru farnir að verða óþolinmóðir þangað til að þeir gáfust í rauninni bara upp á endanum.

Undirbúningur þessarar myndar tók stórt skref þegar Billy Ray (Shattered Glass, Flightplan) var fenginn til þess að sjá um handritið. Þegar það var tilbúið endaði Fox með því að hafna því og þá fór framleiðslan aftur á byrjunarreit.

Nú lítur út fyrir að það sé ekki ólíklegt að myndin líti dagsins ljós, og þá á næstu árum. Kiefer Sutherland hefur sjálfur sagt að tökur gætu hafist á næsta ári. Brian Grazer, aðalframleiðandi þáttanna, vill helst byrja strax í apríl en þá er leikarinn víst laus í einhvern góðan tíma. Nú í augnablikinu er handritið í höndum Marks Bomback, sem pennaði meðal annars spennumyndina Unstoppable og hina væntanlegu The Wolverine (sem, kaldhæðnislega, er einnig mynd sem virðist alltaf ætla að frestast).

Að vísu kemur það ekki til greina lengur að Tony Scott stýri myndinni, eins og þótti einu sinni líklegt.

Annars hljóta menn að vera forvitnir að vita hvað þessi bíómynd mun koma til með að heita, ef ekki 24: The Movie. Og ætli hún gerist á sólarhring eða í „rauntíma,“ eins og þættirnir?