Örfréttir vikunnar


Stundum er svo mikið að frétta úr afþreyingarheiminum að það er gjörsamlega ómögulegt að troða heilu fréttunum fyrir. Þess vegna hjálpar það einstaka sinnum að segja frá því nýjasta í örfréttum. Kíkjum á hvað er nýtt:

Íslenska spennudramað Svartur á leik hefur verið færð um tvo mánuði. Upphaflega átti að frumsýna hana núna í janúar en við fáum hana víst ekki fyrr en í mars.

Unglingabólan Breaking Dawn: Part 1 hélt enn toppsæti bandaríska aðsóknarlista helgarinnar, þriðju helgina í röð, sem eru ekkert rosalega spennandi fréttir fyrir aðdáendur Prúðuleikaranna.

Einn gagnrýnandi í bandaríkjunum, að nafni David Denby, sá The Girl with the Dragon Tattoo fyrir stuttu og ákvað að gefa skít í umfjöllunarbannið á henni. Dómurinn er mest megnis jákvæður en einnig pínu blandaður. Hann hrósar þó Rooney Mara einstaklega mikið og segir að það sé mjög erfitt að taka augun af henni í Lisbeth Salander-hlutverkinu. Jei?

Ónefndur íslenskur gagnrýnandi á Íslandi sá nýjustu mynd Baltasars, Contraband, fyrir stuttu og var afskaplega hrifinn af uppfærslunni.

Smellið hingað til að sjá plakatið fyrir myndina Cabin in the Woods. Sú mynd hefur víst verið lengi tilbúin (og átti fyrst að koma út snemma 2010) og bíður enn eftir dreifingu. Hún er framleidd og meðskrifuð af Joss Whedon og hefur Chris Hemsworth í einu aðalhlutverkinu. Ætti varla að vera erfitt að selja myndina núna. Myndin er víst væntanleg á næsta ári.

Ofurmennið í Hollywood, Steven Spielberg, segist telja líklegt að Michael Bay leikstýri fjórðu Transformers-myndinni.

Spielberg sagði áfram í sama viðtalifimmta Indiana Jones-myndin væri á leiðinni ef George Lucas samþykkir að gera hana. Enn einu sinni bætti hann kommentum við um álit sitt á fjórðu myndinni:
„Ég er mjög stoltur af þessari mynd. Ég dýrkaði það að fá Marion aftur. Ég dýrka það að Indy eigi núna son. Þetta er fjölskyldudrifin hasarmynd og það höfðar mikið til mín. Ég hef alltaf sagt sögurnar á filmu eins og George (Lucas) vill hafa þær. Stærstu áhrif mín á alla Indy-seríuna voru þau að bæta föður Indy við þriðju myndina. Það var mín hugmynd að fá Sean Connery. Við George erum bestu vinir og ég hlýði honum hiklaust. Ég reyni að gera hann stoltan.“

Líkur eru á því að (hin) nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Djúpið, frestist um einhvern tíma. Upphaflega átti hún að koma út núna um áramótin.

 

Örfréttir vikunnar

Stundum er svo mikið að frétta úr afþreyingarheiminum að það er gjörsamlega ómögulegt að troða heilu fréttunum fyrir. Þess vegna hjálpar það einstaka sinnum að segja frá því nýjasta í örfréttum. Kíkjum á hvað er nýtt:

 

 

Mjög merkilegar fréttir um The Dark Knight Rises voru að berast. Á þessari síðu útksýrir Christopher Nolan af hverju Bane er með þessa grímu sína, hvernig hún virkar og af hverju hann var valinn sem helsti skúrkur myndarinnar. Það sem mun vekja athygli flestra í þessari frétt er þegar leikstjórinn segir hve mörgum árum þessi mynd gerist eftir síðustu mynd.

Twilight-myndin Breaking Dawn: Part 1 malaði gull í miðasölu vestanhafs um helgina og opnaði með $139 milljónir. Á Íslandi gekk henni ekki alveg eins vel og margir bjuggust við. Myndin opnaði með rúmlega 6 þúsund manna aðsókn, en til samanburðar þá opnaði Eclipse með rúmlega 8 þúsund manna aðsókn. Ætli það séu fleiri farnir að bíða eftir DVD-inu eða eru þeir bara dottnir út úr sögunni?
 Samkvæmt vefsíðunni Dark Horizons þykir George Clooney alls ekki ólíklegur kandídat sem Steve Jobs í væntanlegri „biopic“ mynd um Eplamanninn.

Hin væntanlega Muppets-mynd með Jason Segel er sögð vera ein af skemmtilegri myndum ársins samkvæmt gagnrýnendum og ýmsum öðrum sem hafa þegar séð hana.

Ethan Hawke segist vera „hugsanlega“ að undirbúa glænýja „Before“ mynd með Richard Linklater og Julie Delpy. Fyrir þá sem ekki vita þá gerðu þau þrjú saman rómantísku myndirnar Before Sunrise (1995) og Before Sunset (2004). Báðar tvær eru í geysilega miklu uppáhaldi hjá gagnrýnendum og undirrituðum fréttamanni (einhver annar??). Þær eru alveg ómótstæðilegar.

Örfréttir vikunnar

Stundum er svo mikið að frétta úr afþreyingarheiminum að það er gjörsamlega ómögulegt að troða heilu fréttunum fyrir. Þess vegna hjálpar það einstaka sinnum að segja frá því nýjasta í örfréttum. Kíkjum á hvað er nýtt:

 

 

Mjög merkilegar fréttir um The Dark Knight Rises voru að berast. Á þessari síðu útksýrir Christopher Nolan af hverju Bane er með þessa grímu sína, hvernig hún virkar og af hverju hann var valinn sem helsti skúrkur myndarinnar. Það sem mun vekja athygli flestra í þessari frétt er þegar leikstjórinn segir hve mörgum árum þessi mynd gerist eftir síðustu mynd.

Twilight-myndin Breaking Dawn: Part 1 malaði gull í miðasölu vestanhafs um helgina og opnaði með $139 milljónir. Á Íslandi gekk henni ekki alveg eins vel og margir bjuggust við. Myndin opnaði með rúmlega 6 þúsund manna aðsókn, en til samanburðar þá opnaði Eclipse með rúmlega 8 þúsund manna aðsókn. Ætli það séu fleiri farnir að bíða eftir DVD-inu eða eru þeir bara dottnir út úr sögunni?
 Samkvæmt vefsíðunni Dark Horizons þykir George Clooney alls ekki ólíklegur kandídat sem Steve Jobs í væntanlegri „biopic“ mynd um Eplamanninn.

Hin væntanlega Muppets-mynd með Jason Segel er sögð vera ein af skemmtilegri myndum ársins samkvæmt gagnrýnendum og ýmsum öðrum sem hafa þegar séð hana.

Ethan Hawke segist vera „hugsanlega“ að undirbúa glænýja „Before“ mynd með Richard Linklater og Julie Delpy. Fyrir þá sem ekki vita þá gerðu þau þrjú saman rómantísku myndirnar Before Sunrise (1995) og Before Sunset (2004). Báðar tvær eru í geysilega miklu uppáhaldi hjá gagnrýnendum og undirrituðum fréttamanni (einhver annar??). Þær eru alveg ómótstæðilegar.

Örfréttir vikunnar

Stundum er svo mikið að frétta úr afþreyingarheiminum að það er gjörsamlega ómögulegt að troða heilu fréttunum fyrir. Þess vegna hjálpar það einstaka sinnum að segja frá því nýjasta í örfréttum. Kíkjum á hvað er nýtt:

Dugnaðurinn í breska fagmanninum David Yates heldur áfram. Ekki nóg með það að hafa pungað út seinustu fjórum myndunum í Harry Potter-seríunni heldur er hann núna sagður ætla að taka að sér Doctor Who bíómynd.

Hjartaknúsarinn Brad Pitt segist ætla að leggjast í helgan stein eftir þrjú ár. Eins gott að hann ljúki við Inglourious Basterds forsögu á undan því! Meira um þetta hér.

Plakatið fyrir Journey 2 þykir alveg jafnslæmt og trailerinn.

Fyrstu dómarnir fyrir The Twilight Saga: Breaking Dawn eru komnir í hús. Ekki jákvæðir…

Übertöffarinn Liam Neeson lék nýlega í sketch ásamt Stephen Merchant, Ricky Gervais og Warwick Davis. Ef þú hefur ekki ennþá séð hann þá ertu að missa af mjög miklu.

Nýlega ákvað Bradley Cooper að yfirgefa framleiðsluna á The Crow endurgerðinni. Þegar fólk skoðar „concept“ teikningarnar mun það skilja hvers vegna.

Subbukallinn Tom Six talaði við voða fáa íslenska fjölmiðla á meðan hann dvaldi hér. Ekki að hans ósk hins vegar, heldur fjölmiðlana. Jei?

Stikk:

Örfréttir vikunnar

Stundum er svo mikið að frétta úr afþreyingarheiminum að það er gjörsamlega ómögulegt að troða heilu fréttunum fyrir. Þess vegna hjálpar það einstaka sinnum að segja frá því nýjasta í örfréttum. Kíkjum á hvað er nýtt:

 

Hin upprennandi Jessica Chastain, sem sást meðal annars í The Tree of Life og The Help, mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í glænýju „biopic“ drama frá sama manninum og færði okkur Der Untergang. Myndin mun fjalla um ævi hennar og verður meira að segja tekið upp bílslysið á sama stað og það gerðist í alvörunni.

Glæný plaköt voru að berast fyrir myndirnar Shame, The Girl with the Dragon Tattoo ásamt sex nýjum karakter-plakötum fyrir Sherlock Holmes: A Game of Shadows.

Handritshöfundar nýju Smurfs-myndarinnar hafa fengið það djobb að skrifa glænýja mynd um spínat-japlandi sjóarann, Stjána bláa (Popeye). Myndin verður tölvuteiknuð og að sjálfsögðu í kostnaðarsamri þrívídd.

Nýjasta myndin hans Clint Eastwood, J. Edgar, fær ekki góða dóma. Fyrstu umfjallanirnar hjá gagnrýnendum vestanhafs virðast að minnsta kosti ekki gefa annað til kynna.

Fullt af nýjum ljósmyndum voru að berast úr nýjustu mynd Brads Bird (The Iron Giant, The Incredibles), Mission: Impossible – Ghost Protocol. Það er ekki eins og það þurfi að selja myndina neitt frekar fyrir okkur. Við ákváðum flest að sjá hana fyrir löngu síðan, og ekki út af Tom Cruise.

Kvikmyndir.is hefur ákveðið að setja kvót frá notendum í Mynd vikunnar. Sá fyrsti til að hljóta þann heiður er Heimir Bjarnason.

Nýr íslenskur kvikmyndavefur opnaði í síðustu viku. Hann er nefndur eftir persónu sem Hayden Christensen gerði svo fræga.

Í fyrra voru aðeins 15 teiknimyndir keppandi um að komast í hólfið á Óskarnum. Nú í ár eru þær 18. Þar á meðal eru . Annars getið þið séð heildarlistann hér fyrir neðan og klórað ykkur í hausnum yfir sumu sem er þarna. Ekki verður nú erfitt að sigta út gæðamyndirnar.

  • – Rango
    – Kung Fu Panda 2
    – Puss in Boots
    – Rio
    – Cars 2
    – Hoodwinked Two! Hood Vs. Evil
    – Gnomeo & Juliet
    – Mars Needs Moms
    – Winnie the Pooh
    – The Adventures of Tintin
    – Arthur Christmas
    – Happy Feet Too
    – Alvin and the Chipmunks: Chipwrecked
    – The Smurfs
    – Alois Nebel
    – A Cat in Paris
    – Chico & Rita

    – Wrinkles

Örfréttir vikunnar

Þrátt fyrir að Óskarinn hafi fengið óskipta athygli okkar allra síðustu
dagana hefur ýmislegt annað verið að gerast í skemmtanabransanum.

Kvikmyndahátíð Græna ljóssins sem verður um páskana er að verða flottari með degi hverjum. Á facebook síðunni þeirra er búið að gefa upp titla á borð við A Prophet, White Ribbon, Crazy Heart og Moon.

– Þið sem horfðuð óspart á Bill & Ted myndirnar tvær og einhverjar af öllum sjö Police Academy
myndunum (ef þið horfðuð á þær allar eigið þið skilið að fá medalíu)
ættuð að geta brosað yfir því að orðrómar eru komnir á kreik um að gefa
út fleiri myndir í þessum seríum. Það er eiginlega alveg ljóst að ný
Police Academy mynd eigi eftir að koma út, en þá mun sagan byrja aftur
frá byrjun og með nýjum leikurum. Hins vegar er ný Bill & Ted mynd
aðeins orðrómur, en samt sem áður trúlegur orðrómur því enginn annar en
sjálfur Keanu Reeves sagði að verið væri reyna að endurvekja þessar persónur, þegar hann var spurður út í það á rauða dreglinum í gær.

– A Nightmare on Elm Street (2010) er komin með nýtt plakat.

– Komnir eru nýir trailerar fyrir Iron Man 2 og The Runaways.

– Hætt var að framleiða þættina Rome
eftir tvær seríur árið 2007, aðdáendum þáttanna til mikillar mæðu. Sem
betur fer fyrir þá er búið að ákveða að gera kvikmynd eftir þeim.
Mikið umtal hefur verið um að fá leikarana úr þáttunum með í myndina,
þar á meðal suma sem léku persónur sem dóu. Söguþráður kvikmyndarinnar
mun þá væntanlega ekki hefjast þar sem sögu þáttanna lauk.

– Sony halda því fram að þeir hafi ekki enn boðið neinum aðalhlutverkið í næstu Spider-Man mynd. Þetta bendir til þess að orðrómar um að Percy Jackson leikarinn, Logan Lerman, verði næsti Spider-Man séu ósannir.

Ridley Scott ætlar að gera nýja Alien
mynd í þrívídd. Sú mynd á að gerast áður en hinar fjórar áttu sér stað
sem þýðir væntanlega að því miður verði Sigourney Weaver ekki með í
þetta skiptið. Scott segist vera með skýrar hugmyndir um hvert hann
vill fara með söguna og að hann gæti jafnvel hugsað sér að gera þetta
að þríleik.

– Síðast en ekki síst má til gamans geta að silfurrefurinn Christopher Lee
er fara að gefa út metalplötu undir nafninu Charlemagne: By the Sword
and the Cross. Með honum á plötunni kemur fram 100 manna sinfónía, kór
og nokkrar gestaraddir. Hægt er að hlusta á nokkur lög á myspace síðu Lees.

Örfréttir vikunnar

Alltaf nóg að gerast í Hollywood. Kíkjum á hvað er áhugavert.

– „Reboot“ æðið er opinberlega komið út fyrir ofurhetjugeirann því nú eru gífurlega handahófskenndar myndir að fá þessa sömu meðferð. Regency Enterprises segist vilja gera MR. & MRS. SMITH (með Brangelinu) upp á nýtt, með nýjum leikurum og nýjum titli (MR. & MRS. JONES – Án gríns!). Fyrst var ákveðið að gera beint framhald en eftir að skötuhjúin eru nánast búin að vera að kyrkja hvort annað (skv. fjölmiðlum) undanfarna mánuði þykir það ómögulegt. Söguþráður Mr. & Mrs. Jones verður nákvæmlega eins nema leikararnir verða núna yngri heldur en Pitt og Jolie voru í hinni myndinni. Akiva Goldsman mun framleiða, en hann var einnig framleiðandi á hinni myndinni.

Mitt álit: Ha???

Fox hefur ákveðið að leyfa 24-þáttunum að hætta eftir áttundu seríu (sem er núna í gangi), og í stað þess að framleiða þá níundu vilja þeir frekar gera kvikmynd í fullri lengd – eins og þeir gerðu t.d. með The X-Files. Handritshöfundurinn Billy Ray (Volcano, Shattered Glass) mætti víst á fund með Fox-yfirmönnum með tilbúið handrit sem allir urðu brjálæðislega hrifnir af (skv. Variety). Þetta gæti þýtt að 24-mynd líti dagsins ljós eftir cirka eitt og hálft ár. Pæling hvort þeir breyti ekki bara titlinum í bara 2.

– Framleiðslan á Ghostbusters III er komin langa leið og virðast flestir vera spenntir fyrir því að snúa aftur (s.s. Dan Aykroid, Harold Ramis, Ernie Hudson, Sigourney Weaver og m.a.s. Rick Moranis), nema Bill Murray. Hann segist bara vilja taka þátt í myndinni ef hann er drepinn strax í byrjun og að hann fái að eyða afgangnum af myndinni sem draugur. Spes beðni, en svona vill hann hafa það.

Deadline Hollywood segir að Christopher Nolan hafi samþykkt að þróa glænýja Superman-mynd með Warner Bros. Hann er ekki að fara að skrifa eða leikstýra, heldur verður hann á staðnum sem hálfgerður ráðgjafi. Hann mun koma með hugmyndir og uppástungur til að betrumbæta handritið. Ólíklegt er að Bryan Singer eða Brandon Routh snúi aftur. Annars er Nolan þegar byrjaður að skipuleggja handritið á þriðju Batman-myndinni (eða svo er sagt) ásamt bróður sínum Jonathan og David Goyer. Mikill spenningur þar!

– Það líður ekki ein vika nokkurn tímann án þess að kvikmyndir byggðar á myndasögum fái einhverja umfjöllun. En nýjasta mynd Martins Campbell (Casino Royale, Edge of Darkness) verður – eins og margir eflaust vita – The Green Lantern, þar sem Ryan Reynolds fer með titilhlutverkið. Framleiðlan er komin almennilega í gang og eru þegar aðrir leikarar byrjaðir að týnast inn. HeatVisionBlog.com segir að Tim Robbins muni leika eitt aðalhlutverkið í myndinni og meira að segja kemur til greina að Mark Strong taki einnig þátt og fari með hlutverk illmennisins Sinestro.

– Eftir að Miramax fór á hausinn gengur leikstjóranum Kevin Smith afar illa að fjármagna nýjustu myndina sína. Hann ákvað þess vegna að grípa til örþrifaráða og biðja um framlög frá aðdáendum sínum. Planið er að setja upp fjáröflunarvefsíðu. Reiknað er með því að næsta mynd Smiths verði RED STATE, en það er ekki 100%. Það er aldrei að vita nema Warner aðstoði hann eitthvað ef nýjasta myndin hans Cop Out (sem er fyrsta samstarfs Warner og Smiths), græður eitthvað af viti.

– Kvikmyndir.is fær að vita það á föstudaginn næsta hvort við fáum verðlaunin (annað árið í röð) fyrir bestu frétta- og afþreyingarsíðuna. Það þykir ólíklegt fyrir vefsíðu að hljóta þessi verðlaun 2 ár í röð, en engu að síður biðjum við um jákvæða strauma frá okkar fallegu notendum.

Örfréttir vikunnar

Stundum er svo mikið að frétta úr afþreyingarheiminum að það er gjörsamlega ómögulegt að troða heilu fréttunum fyrir. Þess vegna hjálpar það einstaka sinnum að segja frá því nýjasta í örfréttum. Kíkjum á hvað er nýtt:

– „Reboot“ æðið heldur áfram. Ekki nóg með það að MARVEL ætli að byrja upp á nýtt með Fantastic Four og Spider-Man seríurnar heldur er nú búið að ákveða að gera nýja Daredevil mynd. David Scarpa (The Day the Earth Stood Still, The Last Castle) er byrjaður á handriti. Spurning hvort að samkeppnin sé opinberlega að verða vitlaus eftir velgengni The Dark Knight?

– Talandi um Marvel, þá er nýja Spider-Man myndin (í leikstjórn Davids Webb) mögulega komin með leikara í titilhlutverkið. Framleiðendur segja að Logan Lerman komi sterklega til greina. Lerman leikur aðalhlutverkið í Percy Jackson & The Olympians: The Lightning Theif, sem verður frumsýnd í næstu viku. Ég býst við að margir borgi sig inn á þá mynd einungis til að sjá (hugsanlega) Kóngulóarmanninn. Mér þætti reyndar fyndið ef þetta væri síðan allt sölutrix til að lokka fólk inná þá mynd.

– Listinn yfir þær myndir sem eru væntanlegar í þrívídd virðist lengjast með degi hverjum. Nýlega var ákveðið að gefa út Clash of the Titans út í þrívídd ásamt Harry Potter 7 (sem var ekki ákveðið þegar myndirnar fóru í framleiðslu, heldur eftirá). Nú voru að bætast við Transformers 3 og Priest.

– Redband trailer (þar sem má blóta) fyrir nýjustu mynd Kevins Smith, Cop Out, kom á netið fyrir stuttu. Þið getið séð hann á forsíðunni eða TV-síðunni okkar.

– Smellið hingað til að skoða örfá glæný plaköt fyrir Clash of the Titans. Þau eru helvíti töff.

– Þriðja myndin í hinum væntanlega Robert Langdon-þríleik (e. Dan Brown) er komin af stað og gæti dottið í bíó eftir eitt og hálft ár. Myndin heitir The Lost Symbol og er fastlega reiknað með því að Tom Hanks snúi aftur. Ron Howard mun hins vegar ekki leikstýra þessari, heldur framleiða. Kannski er hann fúll eftir að hafa lesið dómana sem hinar myndirnar fengu.

McG hafði upphaflega ætlað að gera glænýjan Terminator-þríleik, en eftir að T4 olli vonbrigðum í aðsókn (og fékk ekkert spes dóma) breyttist það alveg. Nú er Fox að bjóða honum að leikstýra spennu-gamanmynd með Bradley Cooper (The Hangover) og Reese Witherspoon. Myndin heitir This Means War, og er skrifuð af sama manni og pennaði Role Models.

Ryan Reynolds virðist vera á góðri leið með að sanna sig sem eitthvað meira en bara gamanleikari. Hann vakti mikla athygli (og er byrjaður að fá þrusugóða dóma) með myndinni Buried á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Söguþráður myndarinnar þykir vægast sagt sérstakur, en út alla myndina – í cirka 90 mínútur – fylgjumst við með Reynolds, sem er grafinn lifandi í líkkistu. Og eina sem hann hefur við hendi er kveikjari og GSM-sími.
Ímyndið ykkur senuna í Kill Bill Vol. 2 þegar Uma Thurman var grafin af Michael Madsen… og teygið það út í heila bíómynd. Hérna fyrir neðan er stuttur teaser fyrir myndina:

Örfréttir vikunnar

Þrátt fyrir að það séu ennþá jól er greinilega nóg um að vera í afþreyingarheiminum. Tékkum á:

– Komin eru glæný plaköt fyrir Alice in Wonderland og Robin Hood.

– Nýr teaser var líka að detta inn fyrir nýjustu mynd Christophers Nolan, Inception. Þið getið fundið hann á forsíðunni. Enginn veit enn nákvæmlega um hvað myndin fjallar.

– Talandi um Robin Hood, þá er Ridley Scott að ýta á eftir því að myndin verði sýnd í þrívídd (sem var ekki upphaflega ákveðið). Ferlið mun kosta auka $7-8 milljónir ef stúdíóið skildi áveða að láta verða af því.

– Kíkið á vefsíðuna TorrentFreak.com og skoðið hvaða 10 myndir voru mest „download-aðar“ almennt á árinu 2009.

– Trailerinn fyrir nýjustu mynd Kevins Smith, Cop Out (sem átti fyrst að heita A Couple of Dicks), hefur fengið frekar slæmar viðtökur. Hann er að finna á undirsíðu myndarinnar, en annars er hægt að lesa hérna áhugavert viðtal við Smith þar sem hann talar um nafnabreytinguna.

– Söngvamyndin NINE olli þvílíkum vonbrigðum í miðasölunni vestanhafs um helgina (á meðan Avatar og Sherlock Holmes mokuðu heldur betur inn seðlum). Hún tók ekki inn nema $3,8 milljónir og kostaði í kringum $80 milljónir í framleiðlsu. Weinstein-bræður eru augljóslega mjög svekktir og fáir höfðu spáð slíku floppi; Ekki nóg með það að myndin er leikstýrð af sama manninum og gerði hina stórvinsælu Chicago heldur fer Daniel Day-Lewis með aðalhlutverkið (og hann þiggur ekki hvaða hlutverk sem er!) ásamt Nicole Kidman, Penelope Cruz, Kate Hudson, Marion Cotillard og fleiri gullfallegum – og vel fáklæddum – leikkonum.

– Rétt yfir 11 þúsund íslendingar hafa séð Bjarnfreðarson núna, skv. tölum SMÁÍS.

– Allt í allt hafa 32 þúsund íslendingar séð Avatar, og myndin hefur aðeins verið sýnd í 8 daga (jólin að sjálfsögðu ekki talin með, fyrir þá sem héldu að ég væri kannski að ruglast). Hún stefnir að því að slá nokkur met.

– Einn virtasti gagnrýnandi heims, Roger Ebert, er þegar búinn að setja saman nokkra topp 10 lista yfir árið 2009, m.a. bestu teiknimyndir ársins og bestu heimildarmyndir ársins.

 

Örfréttir vikunnar

Síðustu örfréttirnar fyrir jól. Njótið heil.

– Bryan Singer er opinberlega búinn að ákveða að gera nýja X-Men-mynd. Hún mun heita X-Men: The First Class, sem mun væntanlega vera „prequel“ mynd. Singer sagði í viðtali við HeatVisionBlog.com að þessi mynd muni innihalda mörg af sömu atriðunum og voru skrifuð fyrir X-Men Origins: Magneto, þannig að líklegt er að Fox hætti við þá mynd.

– Ef einhver er að velta fyrir sér hvaða myndir líta vel út á næsta ári, þá er hér ansi skemmtilegur listi yfir helstu titla næsta árs.

– Nýtt Inception plakat er komið. Talsvert flottara en hitt að mínu mati. Smellið hér.

– Svo er fyrsta plakatið fyrir Valentine’s Day að finna hér. Skemmtilegt eitt, á Bjarnfreðarson forsýningunni um helgina var trailer sýndur á undan myndinni og ein manneskja fyrir aftan mig sagði: „Eru ALLIR í þessari mynd??“

– JoBlo.com birti skemmtilegan lista yfir 10 bestu kynlífssenur áratugarins. Smellið hér.

Laurence Fishburne hefur bæst við leikhóp myndarinnar Predators, sem verður ábyggilega ein af heitari „stemmningarmyndum“ næsta árs, ásamt Machete, Kick-Ass og The Expendables.

– Og talandi um Kick-Ass, þá var að koma út stórskemmtilegur Redband trailer fyrir myndina. Mæli eindregið með að þið tékkið á honum.

Ég þekki nokkra sem sáu myndina á lokuðum forsýningum úti í USA og þeir segja að hún standi vel undir heiti sínu.

– Undirritaður tók viðtal við Ragnar Bragason leikstjóra (Bjarnfreðarson). Það ætti að fara upp mjög fljótlega.

Annars þakkar Kvikmyndir.is kærlega fyrir heimsóknirnar á árinu. Vefurinn mun halda áfram að þróast á því nýja og því væri frábært að fá tillögur varðandi hvað mætti vera meira af/gera betur. Þær mega sendast á kvikmyndir@kvikmyndir.is. Fólk getur einnig kommentað hér fyrir neðan.

Örfréttir vikunnar

Sjáum hvað er nýtt að frétta úr afþreyingarheiminum í þessari viku:

– Á Iron Man 2 heimasíðunni má finna fyrsta trailerinn fyrir myndina. Aðdáendur eru víst bara helvíti sáttir. Undirritaður er annars bæði hissa og feginn að sjá Robert Downey Jr. fá Golden Globe tilnefningu fyrir Sherlock Holmes. Það er með ólíkindum hvað þessi maður hefur fallið vel í kramið hjá fólki á rúmlega ári. Hann sem var einu sinni svo fáránlega vanmetinn.

– Einnig var að detta inn glænýr trailer fyrir nýjustu Tim Burton-myndina, Alice in Wonderland. Þið getið tékkað á honum efst á forsíðunni. Sú mynd verður frumsýnd hér á landi í mars á næsta ári.

– Á forsíðunni má líka finna fyrsta trailerinn fyrir nýjasta samstarf Ridleys Scott og Russell Crowe, Robin Hood. Crowe fer með titilhlutverkið.

– Plakat fyrir nýjustu mynd Christophers Nolan, Inception, hefur loks litið dagsins ljós. Smellið hér.

– Fyrsta teaser plakatið fyrir Sex and the City 2 er líka komið á netið. Stelpur, það mun vera hér.

Rob Marshall, leikstjóri Chicago og Nine (ekki teiknimyndin, heldur söngleikurinn sem nýlega hlaut nokkrar Golden Globe tilnefningar) segir að þróun fjórðu Pirates of the Caribbean-myndarinnar (sem mun bera undirheitið „On Stranger Tides“) gangi mun hægar en hún ætti að gera. Johnny Depp er á fullu að leika á móti Angelinu Jolie í The Tourist, þannig að ef hann skyldi endurtaka Jack Sparrow hlutverkið þá myndi ræman ekki fara í tökur fyrr en einhvern tímann á næsta ári, og þykir víst vera bjartsýni.

Robert Pattinson er hefur nýlega gefið í skyn að hann væri til í að leika ungan Magneto í hinni væntanlegu X-Men Origins: Magneto. Marvel-aðdáendum er ábyggilega frekar sama, enda varla hægt að fara verr með Magneto heldur en Deadpool.

– Talandi um X-Men Origins, þá er mögulega búið að finna manninn sem setti ólöglega eintakið af Wolverine-myndinni inn á netið heilum mánuði fyrir frumsýningu. Þetta var svokölluð „workprint“ útgáfa þar sem brellurnar voru hráar og hljóðvinnsla ókláruð svo eitthvað sé nefnt. Gilberto Sanchez hefur verið handtekinn og getur hann átt von á þriggja ára fangelsisdóm og sekt upp að $250,000. Nánar um það hérna.

– Nexusforsýningin á Avatar var í gær í Smárabíói. Þeir sem voru á sýningunni eru beðnir um að kommenta hér fyrir neðan hvernig þeim fannst myndin.

– Miðasalan á Where the Wild Things Are er í fullum gangi hjá okkur og nóg af miðum eftir. Gaman að sjá íslendinga heimta sýningar á svona „óhefðbundnum“ myndum. Hlakka til að sjá ykkur á mánudaginn.

Örfréttir vikunnar

Kíkjum á hvað er að frétta úr afþreyingarheiminum í þessari viku, án
þess að fara of ýtarlega út í hverja frétt. Fínt fyrir þá sem nenna
ekki að skoða heilar fréttir:

– TheCollider.com segir að þrátt fyrir ýmsar tafir segir Peter JacksonThe Hobbit *muni* koma í bíó á réttum tíma. Hann segir að myndin verði pottþétt tilbúin fyrir Desember 2011. Við gætum átt von á því að leikarar verði endanlega valdir á næstu vikum.

– Í góðan tíma hefur verið talað um að Ryan Reynolds fái sína eigin Deadpool-mynd, sem er „spin-off“ mynd sem fjallar um karakterinn hans úr X-Men Origins: Wolverine. Aðdáendur voru víst ekki par ánægðir með meðhöndlunina á þeim karakter í myndinni og því er búið að heimta þetta spin-off. Aftur á móti voru ekki allir sannfærðir um að þetta yrði að veruleika (man enginn eftir umræðunum þegar Reynolds átti að fá sína eigin Hannibal King/Nightstalkers mynd??) en nú hefur FOX staðfest að myndin sé komin í framleiðslu og skv. CHUD.com þá munu þeir Rhett Reese og Paul Wernick sjá um handritið. Þeir skrifuðu saman Zombieland. Hljómar ekki svo illa.

The Hollywood Reporter færir okkur þær skemmtilegu fréttir að Happy Feet 2 sé á leiðinni. Robin Williams og Elijah Wood munu endurtaka hlutverkin sín. Þeir eru víst búnir að skrifa undir samninginn.

– Leikstjórinn McG sagði nýlega á einhverju spjalli að hann væri vel til í að gera Terminator 5 og 6. Bara verst að nýlega er búið að selja réttinn á Terminator-seríunni, þannig að það er voða hæpið að sá draumur verði að veruleika. Hann þyrfti allavega að leita til annara framleiðenda en Warner til að fá að halda seríunni áfram. Það gæti þó orðið erfitt að fá verkefnið því fjórða myndin olli miklum vonbrigðum miðað við kostnað hennar (svo ekki sé minnst á það að hún var með PG-13 merki).

– Samkvæmt DVD gagnrýni á mörgum erlendum kvikmyndasíðum þótti Director’s Cut útgáfan af Terminator Salvation vera heldur slök. Einungis voru 3 auka mínútur bættar við myndina, ásamt stuttri senu þar sem Sam Worthington horfir á Moon Bloodgood afklæða sig.

– Góðvinur allra sannra kvikmyndaáhugamanna, Michael Bay, leikstýrði nýlega auglýsingu fyrir VICTORIA’S SECRET. Mönnum þykir undarlegt hvað þessi auglýsing er vel við hans hæfi því hún leggur áherslu á tvo hluti sem hann sérhæfir sig í: fáklætt kvenfólk og sprengjur:

Kíkið á þessa steiktu auglýsingu sjálf og ekki segja mér að hún sé ekki brennimerkt einkennum leikstjórans:

Harry Potter aðdáendur geta fundið stuttan teaser fyrir nýjustu myndina The Deathly Hallows: Part I. Smellið hér. Sýnir samt ekkert svakalega mikið.

– Þegar þessi frétt er skrifuð eru aðeins 10 dagar í AVATAR og leikurinn okkar er í fullum gangi. Notendur spjallsins eru sumir byrjaðir að tryllast af spenningi, þótt ennþá séu einhverjir skeptískir. Undirritaður sá samt myndina fyrir stuttu og hefur þrennt að segja:

– Hún fór laaaaangt fram úr mínum væntingum, og þetta kemur frá manni sem var ekkert rosalega heillaður eftir Avatar-daginn.
– Sam Worthington er margfalt hæfileikaríkari leikari en TS gaf til kynna.
– Brellurnar eru kannski ekkert „photo-realistic“ almennt (smá ýkja hjá Cameron – hættið að væla!) en þær eru engu að síður alveg stórkostlegar á köflum. Rétta orðið væri „mindblowing,“ svo maður sletti pínu.

Það er takmarkað hvað mér er leyft að segja varðandi myndina sjálfa en dómur mun líklega birtast annaðhvort um helgina eða strax eftir helgi. Mér skilst að flestir erlendir dómar birtast í kringum 11. des.

– Nýjustu fréttamenn síðunnar, Hildur María og „Alli“ Einarsson, byrja tiltölulega hægt hjá okkur. En gefið þeim séns, þau eru að klára prófin sín.

Örfréttir vikunnar

Kíkjum á hvað er að frétta úr afþreyingarheiminum í þessari viku, án
þess að fara of ýtarlega út í hverja frétt. Fínt fyrir þá sem nenna
ekki að skoða heilar fréttir:

Hollywood Insider greinir frá því að söguþráðurinn á The Hangover 2
verður ekkert líkur fyrstu myndinni. Aðstandendur vildu ekki segja frá
því um hvað myndin væri, en þeir tóku það sérstaklega fram að hún myndi
ekki gerast í Vegas. Þeir sögðu líka að ástæðan af hverju fyrri
myndinni gekk svona vel var útaf leikurunum og persónum þeirra, ekki
endilega plottinu.

– Leikstjórinn Nimród Antal (já, þetta er rétt skrifað) talar um nýjustu mynd sína, Predators, í viðtali við Coming Soon.net.
Robert Rodriguez framleiðir þetta re-boot og segir hann að þessi mynd
verði tilvalin fyrir alla þá sem hötuðu Alien vs. Predator myndirnar.
Predators verður „R-rated“ og skv. nokkrum sem hafa lesið handritið á
netinu (m.a. einhverjir á AintitCoolNews) þá er ofbeldið í hámarki og
hrottalegt frá byrjun til enda. Framleiðslan er komin á fullt og fer
Adrien Brody m.a. með eitt hlutverkið.

– Wachowski-bræður eru víst ekki ánægðir með það að Ninja Assassin,
mynd sem þeir framleiddu, skuli hafa endað í sjötta sæti yfir
aðsóknarmestu myndir helgarinnar í BNA. Síðasta „live-action Anime“
myndin úr smiðju þeirra (Speed Racer) gekk heldur ekki vel í
miðasölunni. Missti fólk svona rosalega mikla trú á þeim eftir Matrix
3??

ShockTillYouDrop.com segir að Eli Roth muni framleiða geimverumynd í „Cloverfield-stíl“ sem mun bera heitið Invasion. Ekki þó rugla henni saman við hina samnefndu Daniel Craig/Nicole Kidman mynd.

David Yates, sem hefur leikstýrt undanförnum tveimur Harry Potter-myndum og er núna að skjóta seinustu tvær, segir í viðtali við USA Today
að sú næsta (The Deathly Hallows, Part I og II) verði miklu raunsærri
og hrárri í andrúmslofti heldur en nokkur önnur mynd í þessari seríu.
Hann segir að fantasíukeimurinn verði takmarkaður og að myndin muni spilast meira út eins og flóttamynd (kannski í stíl við Children of Men?).

The Hollywood Reporter segir að Alec Baldwin sé að íhuga að hætta að leika á næstunni. Sagt er að ástæðan sé sú að hann er ekki nógu ánægður með kvikmyndaferilinn sinn. Hann gefur í skyn að The Hunt for Red October sé það eina af viti sem hann hefur gert, þ.e.a.s. þar sem hann er í aðalhlutverkinu. Nánar um það hér. Mjög áhugavert.

– Aðstandendur Twilight-myndanna eru farnir að hafa áhyggjur af því hvernig skal framkvæma söguþráð fjórðu myndarinnar, en hann er sagður vera svolítið klikkaður. Þið sem þekkið ekki bækurnar getið lesið skemmtilega grein um plottið hér.

– Nú eru aðeins 17 dagar í Avatar. Cameron gerir sér vonandi
grein fyrir því hvað hann hefur hrósað sinni eigin mynd bilaðslega
mikið yfir árin og sérstaklega undanfarna mánuði. Þá er bara að sjá
hvort ræman standist þessar tröllavæntingar.

Örfréttir vikunnar

Nú er komið að hinum semi-reglulegu örfréttum, sem munu bara tilkynna þetta helsta sem er varla hægt að koma fyrir í heilli frétt. Byrjum bara strax á þessu:


– Þrátt fyrir að Megan Fox hafi ekkert alltof hátt álit á Michael Bay (sem hefur heldur ekkert svo hátt álit á henni) hefur heyrst að hún verði alveg með í næstu Transformers-mynd. Bay fór að grínast með það að hann ætlaði að drepa persónu hennar snemma í næstu mynd, en nú er búið að útiloka það. Framleiðsla myndarinnar er komin á fullt skrið. (heimild: USAtoday.com)


Slashfilm.com segir að aðstandendur Paramount Pictures séu byrjaðir að framleiða þriðju Jackass-myndina, sem mun bera hið skemmtilega heiti, Jackass 3-D.


– Heimasíðan Batman-on-film.com (sem fylgist með öllum nýjum Batman-fréttum) segir að lokaákvörðun verður tekin í janúar um hvort að Christopher Nolan sjái um þriðju myndina eða ekki. Framleiðendur hjá Warner Bros. segja að því lengri tíma sem það tekur að fá svar frá honum, því ólíklegra er að hann leikstýri myndinni.


Jon Favreau segir á sinni eigin Twitter-síðu að fyrsti Iron Man 2 trailerinn muni líklegast verða sýndur á undan Sherlock Holmes, sem þýðir að hann lítur dagsins ljós á jóladag, þegar myndin er frumsýnd í bandaríkjunum.


Variety segir að næsta mynd leikstjórans Chris Weitz verði The Gardener. Myndin fjallar um innflytjanda sem vinnur erfiðisvinnu dags daglega í Los Angeles til að sjá fyrir syni sínum og vernda hann. Weitz hefur rétt í þessu verið að gleðja framleiðendur Summit alveg gríðarlega enda leikstýrði hann síðast The Twilight Saga: New Moon, sem er að slá öll met í miðasölum. Kaldhæðnislega gerði bróðir hans, Paul Weitz (In Good Company) einnig vampírumynd sem kom út nýlega. Sú mynd heitir Cirque du Freak: The Vampire´s Assistant, sem gekk hörmulega í aðsókn – annað en Twilight.


– Tvær af dýrustu myndum ársins, A Christmas Carol og 2012, hafa ollið miklum vonbrigðum í miðasölu vestanhafs. Báðar kostuðu í kringum $200 milljónir. 2012 hefur rétt náð að skríða yfir $100 milljónir í aðsókn en A Christmas Carol hefur ekki enn náð þeirri upphæð, sem þykir vægast sagt svekkjandi miðað við fjölskyldumynd (sem er þó óvenju myrk, að mínu mati) þar sem Jim Carrey fer með aðalhlutverkið.


Entertainment Weekly tilkynnti að Dustin Hoffman muni ekki leika í þriðju Focker-myndinni, sem ber heitið Little Fockers. Hoffman lenti víst í einhverjum deilum við Universal-stúdíóið varðandi stærð hlutverksins. Hins vegar bættust Jessica Alba, Laura Dern og Harvey Keitel við hópinn.


Kvikmyndir.is hefur fengið helling af umsóknum varðandi stöðu fréttamanns á vefnum. Það er þó enn hægt að sækja um, og menn hafa út fimmtudaginn. Sá sem verður valinn verður tilkynntur seint um kvöldið á þeim degi.