MGM & Eminem gera boxmynd

MGM hefur keypt réttinn að boxmyndinni Southpaw sem verður með rapparanum Eminem í aðalhlutverki og leikstýrt af Antoine Fuqua (Training Day). Þeir félagar höfðu áður reynt að koma myndinni að hjá Dreamworks, en sá samningur varð að engu. Þetta verður fyrsta kvikmyndahlutverk Eminem síðan að 8 Mile kom út árið 2002, en hann hefur greinilega valið hlutverkið vandlega. Handritshöfundur myndarinnar, Kurt Sutter (Sons of Anarchy) hefur áður talað um myndina og útskýrt hugmyndina bakvið hana. Þar sagði hann:

„Ég hef fundað með framleiðslufélögum Marshalls síðastliðin 7 ár, og leitaði að einhverju sem við gætum unnið að saman. Hann er mjög vandlátur, og gerir ekki mikið. En hann á margt persónulega sameiginlegt með þessari hráu og heiðarlegu sögu, og tengdist henni því. Hann hefur áhuga á boxi, og það virtist vera réttmæt myndlíking, því hans líf hefur verið eintóm slagsmál. Í raun er þetta óbeint framhald af 8 Mile sögunni, en frekar en að gera beina ævisögu Eminem, verður myndin tákn fyrir annan kafla lífs hans. Hann leikur heimsmeistara í boxi sem fellur virkilega hart og þarf að vinna líf sitt aftur fyrir unga dóttur sína. Í kjarnann er þetta endursögn á síðustu 5 árum i lífi Marshalls, með boxlíkinguna sem bakgrunn. Titillinn (Southpaw) vísar til þess að Marshall sé örvhentur, en að vera örvhentur í boxi er eins og að vera hvítur í hip hop bransanum. Þá eiga menn miklu erfiðari leið fyrir höndum“

Klisjukennd en góð lýsing hjá kalli, gæti alveg átt möguleika á því að verða ágætis mynd. Mér skilst að Eminem hafi leikið ágætlega í 8 Mile, en verður hann trúverðugur sem boxari? Og er ekki komið svolítið mikið af svona blóð-íþrótta drama myndum – með The Fighter, Warrior og Knuckle allar tiltölulega nýbúnar?

MGM & Eminem gera boxmynd

MGM hefur keypt réttinn að boxmyndinni Southpaw sem verður með rapparanum Eminem í aðalhlutverki og leikstýrt af Antoine Fuqua (Training Day). Þeir félagar höfðu áður reynt að koma myndinni að hjá Dreamworks, en sá samningur varð að engu. Þetta verður fyrsta kvikmyndahlutverk Eminem síðan að 8 Mile kom út árið 2002, en hann hefur greinilega valið hlutverkið vandlega. Handritshöfundur myndarinnar, Kurt Sutter (Sons of Anarchy) hefur áður talað um myndina og útskýrt hugmyndina bakvið hana. Þar sagði hann:

„Ég hef fundað með framleiðslufélögum Marshalls síðastliðin 7 ár, og leitaði að einhverju sem við gætum unnið að saman. Hann er mjög vandlátur, og gerir ekki mikið. En hann á margt persónulega sameiginlegt með þessari hráu og heiðarlegu sögu, og tengdist henni því. Hann hefur áhuga á boxi, og það virtist vera réttmæt myndlíking, því hans líf hefur verið eintóm slagsmál. Í raun er þetta óbeint framhald af 8 Mile sögunni, en frekar en að gera beina ævisögu Eminem, verður myndin tákn fyrir annan kafla lífs hans. Hann leikur heimsmeistara í boxi sem fellur virkilega hart og þarf að vinna líf sitt aftur fyrir unga dóttur sína. Í kjarnann er þetta endursögn á síðustu 5 árum i lífi Marshalls, með boxlíkinguna sem bakgrunn. Titillinn (Southpaw) vísar til þess að Marshall sé örvhentur, en að vera örvhentur í boxi er eins og að vera hvítur í hip hop bransanum. Þá eiga menn miklu erfiðari leið fyrir höndum“

Klisjukennd en góð lýsing hjá kalli, gæti alveg átt möguleika á því að verða ágætis mynd. Mér skilst að Eminem hafi leikið ágætlega í 8 Mile, en verður hann trúverðugur sem boxari? Og er ekki komið svolítið mikið af svona blóð-íþrótta drama myndum – með The Fighter, Warrior og Knuckle allar tiltölulega nýbúnar?