Potter-maraþon: Half-Blood Prince

Annað kvöld munu rúm 600 manns kveðja kvikmyndaseríu sem hefur spannað yfir 10 ár á sama tíma. Þessi sjötta mynd er í rauninni stökkpallurinn að endalokunum. The Empire Strikes Back fyrir Potter-myndirnar ef svo má orða það.

ÁR #6: HARRY POTTER AND THE HALF-BLOOD PRINCE

Yates er snúinn aftur, tónninn ekki lengur myrkur heldur hreint út sagt þunglyndur. Rómantíkin byrjar almennilega og unglingahormónarnir flæða út í allar áttir.

MDB einkunn: 7,3
RottenTomatoes prósenta: 83%
Ebert: 3/4

Umfjöllun: Skrifuð af Völu Björgu Valsdóttur þann 15. júlí 2009

Harry Potter er partur af æsku minni, og stór partur, það mætti segja að ég sé ein af þessum virkilega strangtrúðu lesendum Harry Potters. Kvikmyndirnar voru/eru ekki hátt settar hjá mér, en eftir Order of the pheonix hef ég mun meiri trú á framtíð Harry Potters en ég hafði, því númer 5 var hreint út sagt stórkostleg, ekki bara sem “adaption” af bókinni heldur einnig sem kvikmynd ein og sér. David Yates, í öðrum orðum, er bjargvættur Harry Potter kvikmyndanna í mínum augum (Ímyndið ykkur hann nú í sokkabuxum með skikkju aftan á bakinu með letrinu “HP Savior”).

David Yates hefur blásið nýju lífi í Harry Potter seríuna, gefið henni stíl og ýtt hæfileika úr leikurum sem aðrir leikstjórar hafa því miður mistekist í. HBP er mun raunverulegri en hinar hafa verið, það er að segja hún er ekki eins “magical”, sem er alls ekki slæmt, frekar þjónar það söguþræði myndarinnar og gefur karakterunum meira pláss fyrir þróun. HBP er rosalega drungaleg þrátt fyrir húmor og rómantík. Yates sýnir í þessari mynd að hann hefur auga fyrir húmor því að grínið er einlægt og effortless en ekki þvingað.
Það sem heillaði mig hvað mest við fimmtu myndina var útlit og töfrar aka. special effects. Það heldur auvðitað áfram í Half-blood Prince og er það alveg jafn stórkostlegt hvernig litlir töfrar eins og Lumos líta stórkostlega út á hvíta tjaldinu, einnig hvernig Death Eaters ferðast um og apparation upplifun Harry’s koma fáránlega vel út á skjánum. Útlit myndarinnar í heild er, svo ég noti nú orðið stórkostlegt enn of aftur, stórkostlegt og kvikmynda upptakan (cinematography á ensku) hreint út sagt falleg, ég held að það sé rétta orðið til að nota hér.

Emma Watson kom rosalega á óvart, hún var mun raunverulegri sem Hermione í þessari mynd en hún hefur verið í fyrri myndun, þar sem að mínu mati hún var oft mjög ýkt. Rupert Grint hefur staðið sig best af tríóinu hingað til. Daniel Radcliffe stóð sig stórkostlega í Order of Pheanix, eða mun mun betur en einhvertíman væri hægt að búast við af honum, þannig auvðitað bjóst ég við sama performance af honum í HBP, jafnvel betra…. ég verð að segja að ég fékk ósk mína ekki uppfyllta, Radcliffe var jú mun betri en í 1,2,3og4 og á pörtum var hann alveg stórkostlegur (Felix Felicis senan er alveg yndisleg) en á pörtum þar sem þörf var á sterkri framistöðu, þá sérstaklega í atriðum á milli Harry og Dumbeldore, stóðst hann ekki væntingar. Sem hræðir mig hvað mest að því leiti (sem hardcore aðdáandi bókanna) að hann eigi engan veginn eftir að standast undir væntingar í Deathly Hallows.Tom Felton kom skemmtilega á óvart og Helen McCroy sem leikur móðir hans var unaðsleg og stal allri athygli frá Helenu Boham Carter sem (of)leikur systir hennar Bellatrix Lestrange. Ég vil líka nefna Freddie Storma sem lék Cormac McLaggen var hreint út sagt frábær sem einn mest pirrandi karakter Harry Potter heimsins (Cormic McLaggen að “reyna við” Hermione, priceless!) og svo Jessie Cave sem fékk það skemmtilega hlutverk að leika kærustu “Won-Won’s”.

Eitt af því besta við HBP er hversu vel handritshöfundurinn nær að taka sjöttu bókina, sem er ekki beint skrifuð með það í huga “Ohh Yes! This will make the best movie adaption ever!” Bókin er 607 bls. og inniheldur heiftarlega mikið af upplisýngum og sögu, sem er að mestu leiti aðeins uppbygging fyrir sjöundu og síðustu bókina. Það er alveg fáránlegt (afsakið orðabragð) hversu vel Steve Kloves tekst að fara með söguna og upplýsingar bókarinnar í handritinu, persónulega var ég aldrei að búast við þessu af honum miðað við fyrri myndir (þá sérstaklega þriðju). En auðvitað situr einhver pirringur eftir í manni og er það að mestu leiti litlir hlutir, og sem strangtrúaður lesandi Harry Potter, finnst skipta máli þegar kemur að síðstu bókinni eða kvikmynda pörtunum tvemur. Er þá helst að nefna, apparation lessons sem er sleppt, mikil notkun non-verbal spells nemenda (sem er samt vel hægt að horfa framhjá) og traust Dumbeldores á Harry sem skilar sér ekki alveg í HPB, eða að Dumbeldore hafi skilið Harry eftir með mission sem hann einn, ásamt Hermione og Ron, þarf að klára.

Ég ætla ekki að fara mótmæla húmor og unglinga drama myndarinnar, því það er að það sem gerir myndina svo einstaklega skemmtilega (og bókina). En (stórt en) það hefði mátt gera aðeins meira pláss fyrir Horcruxes, Dumbeldore og Harry. Því mikið af þeim atriðum sem komu að Voldemort voru oggu-ponsu flýtt, þá sérstaklega í endann þegar Dumbeldore og Harry sjá síðustu minninguna.

Sem strangtrúaður lesandi Harry Potter seríunnar er ég sátt með Half-blood Prince. En sem mikill kvikmynda áhugamaður fannst mér hún stórkostleg (síðasta sinn sem ég nota þetta orð, lofa!) og frábær skemmtun. í heild er kvikmyndinn frábær, útlit, brellur, leikur og húmor. Aðdáendur þurfa að hafa litlar áhyggjur af þessari og ég held að Deathly Hallows part 1&2 séu í góðum höndum David Yates, og get ég ekki annað en beðið spennt eftir að sjá loka kaflan á stóru hvítu tjaldi.

8/10

Þá spyr ég: Hvað finnst YKKUR um myndina og hvaða einkunn myndi hún fá?
T.V.

Potter-maraþon: Half-Blood Prince

Annað kvöld munu rúm 600 manns kveðja kvikmyndaseríu sem hefur spannað yfir 10 ár á sama tíma. Þessi sjötta mynd er í rauninni stökkpallurinn að endalokunum. The Empire Strikes Back fyrir Potter-myndirnar ef svo má orða það.

ÁR #6: HARRY POTTER AND THE HALF-BLOOD PRINCE

Yates er snúinn aftur, tónninn ekki lengur myrkur heldur hreint út sagt þunglyndur. Rómantíkin byrjar almennilega og unglingahormónarnir flæða út í allar áttir.

MDB einkunn: 7,3
RottenTomatoes prósenta: 83%
Ebert: 3/4

Umfjöllun: Skrifuð af Völu Björgu Valsdóttur þann 15. júlí 2009

Harry Potter er partur af æsku minni, og stór partur, það mætti segja að ég sé ein af þessum virkilega strangtrúðu lesendum Harry Potters. Kvikmyndirnar voru/eru ekki hátt settar hjá mér, en eftir Order of the pheonix hef ég mun meiri trú á framtíð Harry Potters en ég hafði, því númer 5 var hreint út sagt stórkostleg, ekki bara sem “adaption” af bókinni heldur einnig sem kvikmynd ein og sér. David Yates, í öðrum orðum, er bjargvættur Harry Potter kvikmyndanna í mínum augum (Ímyndið ykkur hann nú í sokkabuxum með skikkju aftan á bakinu með letrinu “HP Savior”).

David Yates hefur blásið nýju lífi í Harry Potter seríuna, gefið henni stíl og ýtt hæfileika úr leikurum sem aðrir leikstjórar hafa því miður mistekist í. HBP er mun raunverulegri en hinar hafa verið, það er að segja hún er ekki eins “magical”, sem er alls ekki slæmt, frekar þjónar það söguþræði myndarinnar og gefur karakterunum meira pláss fyrir þróun. HBP er rosalega drungaleg þrátt fyrir húmor og rómantík. Yates sýnir í þessari mynd að hann hefur auga fyrir húmor því að grínið er einlægt og effortless en ekki þvingað.
Það sem heillaði mig hvað mest við fimmtu myndina var útlit og töfrar aka. special effects. Það heldur auvðitað áfram í Half-blood Prince og er það alveg jafn stórkostlegt hvernig litlir töfrar eins og Lumos líta stórkostlega út á hvíta tjaldinu, einnig hvernig Death Eaters ferðast um og apparation upplifun Harry’s koma fáránlega vel út á skjánum. Útlit myndarinnar í heild er, svo ég noti nú orðið stórkostlegt enn of aftur, stórkostlegt og kvikmynda upptakan (cinematography á ensku) hreint út sagt falleg, ég held að það sé rétta orðið til að nota hér.

Emma Watson kom rosalega á óvart, hún var mun raunverulegri sem Hermione í þessari mynd en hún hefur verið í fyrri myndun, þar sem að mínu mati hún var oft mjög ýkt. Rupert Grint hefur staðið sig best af tríóinu hingað til. Daniel Radcliffe stóð sig stórkostlega í Order of Pheanix, eða mun mun betur en einhvertíman væri hægt að búast við af honum, þannig auvðitað bjóst ég við sama performance af honum í HBP, jafnvel betra…. ég verð að segja að ég fékk ósk mína ekki uppfyllta, Radcliffe var jú mun betri en í 1,2,3og4 og á pörtum var hann alveg stórkostlegur (Felix Felicis senan er alveg yndisleg) en á pörtum þar sem þörf var á sterkri framistöðu, þá sérstaklega í atriðum á milli Harry og Dumbeldore, stóðst hann ekki væntingar. Sem hræðir mig hvað mest að því leiti (sem hardcore aðdáandi bókanna) að hann eigi engan veginn eftir að standast undir væntingar í Deathly Hallows.Tom Felton kom skemmtilega á óvart og Helen McCroy sem leikur móðir hans var unaðsleg og stal allri athygli frá Helenu Boham Carter sem (of)leikur systir hennar Bellatrix Lestrange. Ég vil líka nefna Freddie Storma sem lék Cormac McLaggen var hreint út sagt frábær sem einn mest pirrandi karakter Harry Potter heimsins (Cormic McLaggen að “reyna við” Hermione, priceless!) og svo Jessie Cave sem fékk það skemmtilega hlutverk að leika kærustu “Won-Won’s”.

Eitt af því besta við HBP er hversu vel handritshöfundurinn nær að taka sjöttu bókina, sem er ekki beint skrifuð með það í huga “Ohh Yes! This will make the best movie adaption ever!” Bókin er 607 bls. og inniheldur heiftarlega mikið af upplisýngum og sögu, sem er að mestu leiti aðeins uppbygging fyrir sjöundu og síðustu bókina. Það er alveg fáránlegt (afsakið orðabragð) hversu vel Steve Kloves tekst að fara með söguna og upplýsingar bókarinnar í handritinu, persónulega var ég aldrei að búast við þessu af honum miðað við fyrri myndir (þá sérstaklega þriðju). En auðvitað situr einhver pirringur eftir í manni og er það að mestu leiti litlir hlutir, og sem strangtrúaður lesandi Harry Potter, finnst skipta máli þegar kemur að síðstu bókinni eða kvikmynda pörtunum tvemur. Er þá helst að nefna, apparation lessons sem er sleppt, mikil notkun non-verbal spells nemenda (sem er samt vel hægt að horfa framhjá) og traust Dumbeldores á Harry sem skilar sér ekki alveg í HPB, eða að Dumbeldore hafi skilið Harry eftir með mission sem hann einn, ásamt Hermione og Ron, þarf að klára.

Ég ætla ekki að fara mótmæla húmor og unglinga drama myndarinnar, því það er að það sem gerir myndina svo einstaklega skemmtilega (og bókina). En (stórt en) það hefði mátt gera aðeins meira pláss fyrir Horcruxes, Dumbeldore og Harry. Því mikið af þeim atriðum sem komu að Voldemort voru oggu-ponsu flýtt, þá sérstaklega í endann þegar Dumbeldore og Harry sjá síðustu minninguna.

Sem strangtrúaður lesandi Harry Potter seríunnar er ég sátt með Half-blood Prince. En sem mikill kvikmynda áhugamaður fannst mér hún stórkostleg (síðasta sinn sem ég nota þetta orð, lofa!) og frábær skemmtun. í heild er kvikmyndinn frábær, útlit, brellur, leikur og húmor. Aðdáendur þurfa að hafa litlar áhyggjur af þessari og ég held að Deathly Hallows part 1&2 séu í góðum höndum David Yates, og get ég ekki annað en beðið spennt eftir að sjá loka kaflan á stóru hvítu tjaldi.

8/10

Þá spyr ég: Hvað finnst YKKUR um myndina og hvaða einkunn myndi hún fá?
T.V.