Ný Dumb & Dumber í vinnslu

Hinir bráðfyndnu Farrelly-bræður vinna nú hart að því að kynna nýjust mynd sína, Hall Pass, sem frumsýnd verður hérlendis næstkomandi föstudag. Í viðtali við vefsíðuna Moviehole kom hinsvegar í ljós að þeir bræður væru strax farnir að huga að öðru verkefni: framhaldi að Dumb & Dumber.

Dumb & Dumber, sem er fyrir löngu orðin klassík, skartaði þeim Jim Carrey og Jeff Daniels í hlutverkum tveggja aulabárða sem lenda í svæsnum ævintýrum á leið sinni að skila týndri tösku. Eins konar ‘prequel’ að myndinni, Dumb & Dumberer: When Harry Met Lloyd, kom í kvikmyndahús árið 2003 við heldur dræmar undirtektir.

„Dumb & Dumber er sýnd í sjónvarpinu hér í Bandaríkjunum margoft á ári, og yngsta kynslóðin er farin að kunna línur úr henni sem ég er sjálfur búinn að gleyma.“ sagði Bobby Farrelly. „Ef við gætum fengið Jim og Jeff aftur – og við erum að vinna í því – væri mjög skemmtilegt að sjá hvað félagarnir úr myndinni væru að bralla rúmum 20 árum síðar.“

– Bjarki Dagur

Ný Dumb & Dumber í vinnslu

Hinir bráðfyndnu Farrelly-bræður vinna nú hart að því að kynna nýjust mynd sína, Hall Pass, sem frumsýnd verður hérlendis næstkomandi föstudag. Í viðtali við vefsíðuna Moviehole kom hinsvegar í ljós að þeir bræður væru strax farnir að huga að öðru verkefni: framhaldi að Dumb & Dumber.

Dumb & Dumber, sem er fyrir löngu orðin klassík, skartaði þeim Jim Carrey og Jeff Daniels í hlutverkum tveggja aulabárða sem lenda í svæsnum ævintýrum á leið sinni að skila týndri tösku. Eins konar ‘prequel’ að myndinni, Dumb & Dumberer: When Harry Met Lloyd, kom í kvikmyndahús árið 2003 við heldur dræmar undirtektir.

„Dumb & Dumber er sýnd í sjónvarpinu hér í Bandaríkjunum margoft á ári, og yngsta kynslóðin er farin að kunna línur úr henni sem ég er sjálfur búinn að gleyma.“ sagði Bobby Farrelly. „Ef við gætum fengið Jim og Jeff aftur – og við erum að vinna í því – væri mjög skemmtilegt að sjá hvað félagarnir úr myndinni væru að bralla rúmum 20 árum síðar.“

– Bjarki Dagur