Getraun: Avatar (3 d. Collector’s Ed.)

Á þessum tíma fyrir ári síðan voru allir að verða vitlausir af spenningi yfir Avatar, og líka forvitni um hvort hún ætti eftir að svínvirka og standast væntingar í miðasölunni eða floppa með feitum hvelli. Sjálfur gleymi ég aldrei þeim „meh“ viðtökum sem fyrsti trailerinn fékk en síðan um leið og James Cameron skolaði þessa glæsilegu þrívídd yfir okkur (og sýndi okkur þar af leiðandi hvernig *á* að gera hlutina) þá þögðu allir og á augabragði voru menn farnir að nota orð eins og tímamótamynd, klassík. Síðan einhvern tímann eftir það bættust við orð eins og Pocahontas og eitthvað með Kevin Costner og úlfa, en það er allt, allt annar handleggur…

Ég held að enginn geti sagst hafa séð betri þrívídd eftir Avatar. Margar myndir hafa reynt að ná sömu hæðum en langflestar hafa misheppnast af sökum þess að þær voru ekki skotnar með tilliti til tækninnar. Það er vissulega fúlt að geta ekki enn notið myndarinnar þannig aftur fyrr en þrívíddarsjónvörp eru komin aðeins meira í mainstreamið, en þangað til verða Blu-Ray gæði að duga til að njóta myndarinnar best. Því ekki neita því, burtséð frá þrívíddinni þá er þetta samt ein allra flottasta mynd sem þið hafið séð.

Fyrir stuttu gaf Sena út pakkaða safndiskaútgáfu af myndinni (þekkt á ensku sem Extended Collector’s Edition), bæði á DVD og Blu-Ray, og sú útgáfa er akkúrat það sem aðdáendur hafa beðið eftir. Ég held líka að langflestir urðu vægast sagt svekktir með „single disc“ útgáfunni sem kom út fyrr á árinu. Þessi bætir talsvert upp fyrir hana því hún inniheldur þrennt sem þú munt vilja kynna þér ef þú ert Cameron aðdáandi: Tvær glænýjar útgáfur af myndinni (þið vitið nú hvað Cameron hefur oft komið sterkur inn með lengri útgáfur af myndunum sínum áður) og heimildarmynd í fullri lengd sem kafar ýtarlega út í framleiðsluna, óhefðbundnu tökurnar, tæknina og síðast en ekki síst áhættuna sem Cameron tók með þessum fjórum árum sem fóru í verkið.

Hérna er aðeins nákvæmari mynd af því sem settið býður meðal annars uppá.

Diskur 1-2:

– Upprunalega bíóútgáfan
– Special Edition „Re-Release“ útgáfa (8 mín. lengri)
– Collector’s Extended útgáfa (yfir 15 mín. lengri – og einkennist mest af því að fyrstu 5 mínúturnar eru allt öðruvísi)

…Og já! Hin margumtalaða kynlífssena er í báðum lengri útgáfunum. Hún er nokkuð sérstök get ég sagt ykkur.

Diskur 3:

– Capturing Avatar (heimildarmynd)

Semsagt, ef þið eruð áhugasöm um kvikmyndagerð og eruð mjög hrifin af bíóaukaefni almennt, þá er þetta svo sannarlega aðalmáltíðin á settinu. 90-og-eitthvað mínútur sem fjalla um þegar allt fór í gang og enginn hafði hugmynd um hvernig átti að gera þetta upp fram að Avatar-deginum og loks frumsýningu myndarinnar. Skylduáhorf!

Ég neyðist samt til þess að taka það fram við ykkur notendur að sumt af aukaefninu sem er merkt á íslenska hulstrinu er hvergi til staðar á þriðja disknum.
Þið getið annars tékkað hér á smá trailer fyrir þetta sett. Tónlistin er þó alveg stórfurðulega epísk:

Allavega, þar sem að stutt er í jól og Kvikmyndir.is virðist aldrei ætla að hætta að gefa, þá ætla ég að gefa fáein eintök af þessu þriggja diska setti. Og alveg eins og áður, þá eru mjög basic reglur. Ég spyr einungis út í nokkrar af fyrri myndum Camerons og þið eigið að senda mér svörin á tommi@kvikmyndir.is (djöfull þarf ég að fara að taka til á Inboxinu mínu!). Leikurinn stendur til þriðjudags. Ég mun láta vinningshafa vita með því að svara póstinum þeirra á þeim degi.

Kýlum beint á þetta:

1.

Áður en Avatar fór í gang taldi Cameron þetta vera erfiðustu mynd sem hann hafði nokkurn tímann gert. Hvað heitir hún?

2.

Þessa mynd ættu allir að þekkja en frá hvaða ári er hún?

3.

Titanic er trúlega ein af frægari myndum kvikmyndasögunnar. Reyndar eru hörðustu kvikmyndaáhugamenn enn að deila um gæði hennar, en engu að síður var þetta mynd sem að heillaði Óskars-akademíuna alveg í klessu.
Spurningin er: Hvað fékk myndin mörg óskarsverðlun og hvað hét skipið í myndinni?

Bless í bili.

Kv.
T.V.

Getraun: Avatar (3 d. Collector's Ed.)

Á þessum tíma fyrir ári síðan voru allir að verða vitlausir af spenningi yfir Avatar, og líka forvitni um hvort hún ætti eftir að svínvirka og standast væntingar í miðasölunni eða floppa með feitum hvelli. Sjálfur gleymi ég aldrei þeim „meh“ viðtökum sem fyrsti trailerinn fékk en síðan um leið og James Cameron skolaði þessa glæsilegu þrívídd yfir okkur (og sýndi okkur þar af leiðandi hvernig *á* að gera hlutina) þá þögðu allir og á augabragði voru menn farnir að nota orð eins og tímamótamynd, klassík. Síðan einhvern tímann eftir það bættust við orð eins og Pocahontas og eitthvað með Kevin Costner og úlfa, en það er allt, allt annar handleggur…

Ég held að enginn geti sagst hafa séð betri þrívídd eftir Avatar. Margar myndir hafa reynt að ná sömu hæðum en langflestar hafa misheppnast af sökum þess að þær voru ekki skotnar með tilliti til tækninnar. Það er vissulega fúlt að geta ekki enn notið myndarinnar þannig aftur fyrr en þrívíddarsjónvörp eru komin aðeins meira í mainstreamið, en þangað til verða Blu-Ray gæði að duga til að njóta myndarinnar best. Því ekki neita því, burtséð frá þrívíddinni þá er þetta samt ein allra flottasta mynd sem þið hafið séð.

Fyrir stuttu gaf Sena út pakkaða safndiskaútgáfu af myndinni (þekkt á ensku sem Extended Collector’s Edition), bæði á DVD og Blu-Ray, og sú útgáfa er akkúrat það sem aðdáendur hafa beðið eftir. Ég held líka að langflestir urðu vægast sagt svekktir með „single disc“ útgáfunni sem kom út fyrr á árinu. Þessi bætir talsvert upp fyrir hana því hún inniheldur þrennt sem þú munt vilja kynna þér ef þú ert Cameron aðdáandi: Tvær glænýjar útgáfur af myndinni (þið vitið nú hvað Cameron hefur oft komið sterkur inn með lengri útgáfur af myndunum sínum áður) og heimildarmynd í fullri lengd sem kafar ýtarlega út í framleiðsluna, óhefðbundnu tökurnar, tæknina og síðast en ekki síst áhættuna sem Cameron tók með þessum fjórum árum sem fóru í verkið.

Hérna er aðeins nákvæmari mynd af því sem settið býður meðal annars uppá.

Diskur 1-2:

– Upprunalega bíóútgáfan
– Special Edition „Re-Release“ útgáfa (8 mín. lengri)
– Collector’s Extended útgáfa (yfir 15 mín. lengri – og einkennist mest af því að fyrstu 5 mínúturnar eru allt öðruvísi)

…Og já! Hin margumtalaða kynlífssena er í báðum lengri útgáfunum. Hún er nokkuð sérstök get ég sagt ykkur.

Diskur 3:

– Capturing Avatar (heimildarmynd)

Semsagt, ef þið eruð áhugasöm um kvikmyndagerð og eruð mjög hrifin af bíóaukaefni almennt, þá er þetta svo sannarlega aðalmáltíðin á settinu. 90-og-eitthvað mínútur sem fjalla um þegar allt fór í gang og enginn hafði hugmynd um hvernig átti að gera þetta upp fram að Avatar-deginum og loks frumsýningu myndarinnar. Skylduáhorf!

Ég neyðist samt til þess að taka það fram við ykkur notendur að sumt af aukaefninu sem er merkt á íslenska hulstrinu er hvergi til staðar á þriðja disknum.
Þið getið annars tékkað hér á smá trailer fyrir þetta sett. Tónlistin er þó alveg stórfurðulega epísk:

Allavega, þar sem að stutt er í jól og Kvikmyndir.is virðist aldrei ætla að hætta að gefa, þá ætla ég að gefa fáein eintök af þessu þriggja diska setti. Og alveg eins og áður, þá eru mjög basic reglur. Ég spyr einungis út í nokkrar af fyrri myndum Camerons og þið eigið að senda mér svörin á tommi@kvikmyndir.is (djöfull þarf ég að fara að taka til á Inboxinu mínu!). Leikurinn stendur til þriðjudags. Ég mun láta vinningshafa vita með því að svara póstinum þeirra á þeim degi.

Kýlum beint á þetta:

1.

Áður en Avatar fór í gang taldi Cameron þetta vera erfiðustu mynd sem hann hafði nokkurn tímann gert. Hvað heitir hún?

2.

Þessa mynd ættu allir að þekkja en frá hvaða ári er hún?

3.

Titanic er trúlega ein af frægari myndum kvikmyndasögunnar. Reyndar eru hörðustu kvikmyndaáhugamenn enn að deila um gæði hennar, en engu að síður var þetta mynd sem að heillaði Óskars-akademíuna alveg í klessu.
Spurningin er: Hvað fékk myndin mörg óskarsverðlun og hvað hét skipið í myndinni?

Bless í bili.

Kv.
T.V.