Upplýsingar um Watchmen: Director’s Cut

Ég tilheyri sjálfsagt öflugum minnihlutahópi sem fílaði Watchmen í tætlur! Hún er hingað til það besta sem ég hef séð á þessu ári (ásamt ónefndri sumarmynd sem er væntanleg í bíó í þessum mánuði) og persónulega á ég erfitt með að halda vatni yfir hinni væntanlegu Director’s Cut-útgáfu sem á að detta í íslenskar búðir snemma í ágúst (en í lok júlí á Region 1).

Þeir sem þekkja myndasöguna ættu þó að geta verið sammála um að ýmsar upplýsingar (bæði smávægilegar og mikilvægar) hafi vantað, og þar stígur þessi nýja útgáfa fram með það markmið að fylla upp í götin.

Hérna eru nokkur staðfest atriði sem eiga að tilheyra þessari útgáfu, sem er sögð vera 190 mínútur á lengd, s.s. hálftíma lengri en bíóútgáfan.

Vitaskuld fylgja hér SPOILERar, þannig að þeir sem ekki hafa séð myndina ættu helst ekki að lesa lengra:

– Tvær löggur koma að Rorschach meðan hann skoðar íbúðina hjá nýmyrtum Eddie Blake (The Comedian). Hann rotar aðra og flýr út um gluggann meðan hin skýtur í áttina að honum.

– Rorschach fær fleiri einræður, sem eru teknar beint upp úr dagbókinni hans.

– Senan á milli Hollis Mason (Nite Owl) og Dan (Nite Owl II) nálægt byrjun er framlengd.

– Í stað þess að sýna Jon (Dr. Manhattan) á Mars strax eftir árásina í sjónvarpsþættinum, þá koma aðrar senur á milli, áður en áhorfandinn kemst að því hvert hann fór.

– Fleiri senur eru sýndar milli Laurie (Silk Spectre II) og Dan. Við fáum að vita hvernig Laurie kemst að því að Jon hafi flúið til Mars.

– Senurnar með Dr. Manhattan á Mars eru lengri. Flashback-ið á ævi hans er líka aðeins lengra.

– Rorschach og Dr. Malcom (sálfræðingurinn í fangelsinu) eiga lengri samræður.

– Meira er sýnt frá fyrsta drápinu hans Rorschach.

– Rorschach og Laurie rífast á fangelsisþakinu. Hann kallar hana m.a. hóru.

– Hollis Mason er sýndur tala við Sally Jupiter (Silk Spectre 1) í símanum þegar bankað er á dyrum hjá honum. Stuttu síðar er hann myrtur á hrottalegan hátt, af sama genginu og Laurie og Dan börðust við í húsasundinu.

– Dan kemst að morðinu á Hollis og lemur einn meðliminn úr genginu afar harkalega. Sagt er að hann berji úr honum allar tennurnar.

Svo eiga að víst að vera örfáar breytingar í viðbót, en þær eiga að koma á óvart.

Einhverjir aðrir spenntir?

Upplýsingar um Watchmen: Director's Cut

Ég tilheyri sjálfsagt öflugum minnihlutahópi sem fílaði Watchmen í tætlur! Hún er hingað til það besta sem ég hef séð á þessu ári (ásamt ónefndri sumarmynd sem er væntanleg í bíó í þessum mánuði) og persónulega á ég erfitt með að halda vatni yfir hinni væntanlegu Director’s Cut-útgáfu sem á að detta í íslenskar búðir snemma í ágúst (en í lok júlí á Region 1).

Þeir sem þekkja myndasöguna ættu þó að geta verið sammála um að ýmsar upplýsingar (bæði smávægilegar og mikilvægar) hafi vantað, og þar stígur þessi nýja útgáfa fram með það markmið að fylla upp í götin.

Hérna eru nokkur staðfest atriði sem eiga að tilheyra þessari útgáfu, sem er sögð vera 190 mínútur á lengd, s.s. hálftíma lengri en bíóútgáfan.

Vitaskuld fylgja hér SPOILERar, þannig að þeir sem ekki hafa séð myndina ættu helst ekki að lesa lengra:

– Tvær löggur koma að Rorschach meðan hann skoðar íbúðina hjá nýmyrtum Eddie Blake (The Comedian). Hann rotar aðra og flýr út um gluggann meðan hin skýtur í áttina að honum.

– Rorschach fær fleiri einræður, sem eru teknar beint upp úr dagbókinni hans.

– Senan á milli Hollis Mason (Nite Owl) og Dan (Nite Owl II) nálægt byrjun er framlengd.

– Í stað þess að sýna Jon (Dr. Manhattan) á Mars strax eftir árásina í sjónvarpsþættinum, þá koma aðrar senur á milli, áður en áhorfandinn kemst að því hvert hann fór.

– Fleiri senur eru sýndar milli Laurie (Silk Spectre II) og Dan. Við fáum að vita hvernig Laurie kemst að því að Jon hafi flúið til Mars.

– Senurnar með Dr. Manhattan á Mars eru lengri. Flashback-ið á ævi hans er líka aðeins lengra.

– Rorschach og Dr. Malcom (sálfræðingurinn í fangelsinu) eiga lengri samræður.

– Meira er sýnt frá fyrsta drápinu hans Rorschach.

– Rorschach og Laurie rífast á fangelsisþakinu. Hann kallar hana m.a. hóru.

– Hollis Mason er sýndur tala við Sally Jupiter (Silk Spectre 1) í símanum þegar bankað er á dyrum hjá honum. Stuttu síðar er hann myrtur á hrottalegan hátt, af sama genginu og Laurie og Dan börðust við í húsasundinu.

– Dan kemst að morðinu á Hollis og lemur einn meðliminn úr genginu afar harkalega. Sagt er að hann berji úr honum allar tennurnar.

Svo eiga að víst að vera örfáar breytingar í viðbót, en þær eiga að koma á óvart.

Einhverjir aðrir spenntir?