Forsýning á Zack & Miri Make a Porno: Miðar í boði

Heil og sæl aftur.

Nú er varla liðin vika síðan seinasta
getraun okkar var, en fólk fær vissulega aldrei leið á því að fá frítt
í bíó svo við erum komnir með enn eina getraunina.

Að þessu sinni erum við með miða í boði á forsýningu á nýjustu gamanmynd Kevin Smith, sem ber hið umdeilda heiti Zack and Miri Make a Porno (sennilega uppáhalds bíótitillinn minn í ár).

Sýningin verður á miðvikudaginn 26. nóv í Smárabíói kl 20:00.

ATH. Myndin er bönnuð innan 16 ára!

Myndin segir frá Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks),
sem hafa verið vinir ævilangt
og ákveða að búa til klámmynd til að bæta fyrir peningaleysi sitt. Í
kjölfarið er gamanið aðeins rétt að byrja og ef þið hafið séð flestar
fyrri myndir leikstjórans, þá ættuð þið að hafa góða hugmynd um hvernig
húmor er hér að ræða.

Eina sem þið þurfið að gera til að eiga möguleika á miðum er að svara þremur skítléttum spurningum. Þið sendið svo svörin á tommi@kvikmyndir.is og látið fullt nafn og kennitölu fylgja með. (ekki hika heldur við það segja hvaða íslenska kvikmyndasíða rúlar mest 😉 – Ókei, ykkar val)

Spurningarnar eru svohljóðandi:

1.
Fyrsta mynd leikstjórans Kevin Smith kostaði ekki meira en 27,000
dollara og var alfarið tekin upp í svarthvítu. Hver er þessi cult-mynd?

2. Í hvaða mynd komu klassísku karakterarnir Jay & Silent Bob fyrst fram?

3. Hvaða Kevin Smith mynd hefur eftirfarandi slagorð: Just Because They Serve You… Doesn’t Mean They Like You. ?

Svörin finnast hér á síðunni. Dregið verður síðan úr réttum svörum á morgun (þriðjudaginn 25. nóv). Gangi ykkur vel.

Sjáumst í bíó…

Forsýning á Zack & Miri Make a Porno: Miðar í boði

Heil og sæl aftur.

Nú er varla liðin vika síðan seinasta
getraun okkar var, en fólk fær vissulega aldrei leið á því að fá frítt
í bíó svo við erum komnir með enn eina getraunina.

Að þessu sinni erum við með miða í boði á forsýningu á nýjustu gamanmynd Kevin Smith, sem ber hið umdeilda heiti Zack and Miri Make a Porno (sennilega uppáhalds bíótitillinn minn í ár).

Sýningin verður á miðvikudaginn 26. nóv í Smárabíói kl 20:00.

ATH. Myndin er bönnuð innan 16 ára!

Myndin segir frá Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks),
sem hafa verið vinir ævilangt
og ákveða að búa til klámmynd til að bæta fyrir peningaleysi sitt. Í
kjölfarið er gamanið aðeins rétt að byrja og ef þið hafið séð flestar
fyrri myndir leikstjórans, þá ættuð þið að hafa góða hugmynd um hvernig
húmor er hér að ræða.

Eina sem þið þurfið að gera til að eiga möguleika á miðum er að svara þremur skítléttum spurningum. Þið sendið svo svörin á tommi@kvikmyndir.is og látið fullt nafn og kennitölu fylgja með. (ekki hika heldur við það segja hvaða íslenska kvikmyndasíða rúlar mest 😉 – Ókei, ykkar val)

Spurningarnar eru svohljóðandi:

1.
Fyrsta mynd leikstjórans Kevin Smith kostaði ekki meira en 27,000
dollara og var alfarið tekin upp í svarthvítu. Hver er þessi cult-mynd?

2. Í hvaða mynd komu klassísku karakterarnir Jay & Silent Bob fyrst fram?

3. Hvaða Kevin Smith mynd hefur eftirfarandi slagorð: Just Because They Serve You… Doesn’t Mean They Like You. ?

Svörin finnast hér á síðunni. Dregið verður síðan úr réttum svörum á morgun (þriðjudaginn 25. nóv). Gangi ykkur vel.

Sjáumst í bíó…